Kvennablaðið - 28.01.1901, Blaðsíða 7

Kvennablaðið - 28.01.1901, Blaðsíða 7
KVENNABLAÐIÐ. 1 gera, að gera sér lífið svo bærilegt sem unt var, eyða tímanum og reyna að gleyma. (Frh.). Eigum vlð að gefa börnunum okkar vasapeninga? |M þetta hafa verið ýmsar skoðanir hjá j mæðrunum sjálfum. Nýlegavarð nokkrum j konum talað urn þetta og voru þær ekk- ásáttar um það. Frú A. kvaðst ekki gefa börnum sínum eig- inlega vasapeninga, af því þau hefðu svo mörg á. kveðin störf á hendi, sem hún borgaði þeim svo ætíð fyrir. Tvær yngstu telpurnar skiftust á um að sækja brauðið til bakarans, og svo fengu þær fáeina aura fyrir það á hverju laugardagskveldi Gunna, sem er 9 ára, hirðir blómin og kanarífugl. inn og fær 20 aura fyrir það á hverju laugardags- kveldi. Sigga ber á borð og hirðir iampana, en hún fær líka 35 aura um vikuna. Hún kvaðst hafa það fyrir markmið, að kenna börnunum sín- um, að peningar fengjust ekki fyrirhafnarlaust, og það væri undir börnunum sjálfum komið, hvort þau vildu eignast nokkuð til að gera sér lífið þægi- legra. Flestar dömurnar féllust á þetta; þær álitu, að það væri mikill ávinningur, að börnin fengju snemmá áhuga og vilja á að vinna. Það væri tryggur grundvöllur undir hamingju þeirra í frarn- tíðinni. A bamsaldrinum ætti að sá fræinu til alls, sem væri gott og fagurt. Þegar börnin sæju, að þau gætu gert gagn heima, og iðni og ástundun þeirra væri tekin til greina, þá mundi þeim finn- ast störf sín fá meira gildi, og þau sjálf fara að verða gagnlegir limir í mannfélaginu. Með því j færi skylduræknin og ábyrgðartilfinningin vaxandi. En þetta aðgættu menn ekki, og héldu að barn- æskan væri þýðingarlaust milli-tímabil á manns- æfinni. „Ef eg ætti að gefa börnum vasapeninga, hvað lítið, sem það væri, þá mundi eg banna þeirn að j kaupa sér sælgæti eða leikföng fyrir þá“, sagði gömul piparjómfrú, sem sat hjá. „Ef þau fengju það óátalið, þá mundu þau hugsa, að þau ættu ! ekki aura til annars, en til að verjaþeimí skemt- anir og óhóf". „Það held eg nú Iíka“, sagði ein frúin, „þess- vegna kaupi eg ætíð sjálfgullin og sælgætið handa börnunum mlnum. Þau rnega ekki brúka vasa- peningana sfna til að kaupa annað en gagnlega hluti, og við það er sá stóri kostur fyrip þau, að þau geta sjálf gefið óvæntar jólagjafir og afmælis- gjafir, án þess að þurfa að biðja um peningana". „Vid höfum nú haft það svo, að bömin okk- ar hafa fengið, svolitla þóknun fyrir góða vitnis- burði í skóianum fyrir framfarir og hegðun", sagði ein þeirra, sem var rík kaupmannskona. „Það álft eg ekki rétt", hætti eg á að segja. „Börnin verða að læra, að iðni og góð háttsemi felur í sér sfn eigin verðlaun. Auðvitað er rétt, að foreidrarnir hæli þeim stöku sinnum fyrirþað. Það er góður spori, sem hvetur þau til að vera iðin og vinnusöm. Fn þér verðið að fyrirgefa, að mér finst sama, hvort maður gæfi börnunum pen- inga fyrir að gera skyldu sína í skólanum og ef við færum að borga þeim fyrir að taka upp hnyk- il af gólfinu, rétta okkur fótaskemil, eða láta aft- ur hurðina". „Þá hefi eg kært verkefni á hverjum _ sunnu- degi", sagði frú P. eftir litla þögn. „Þá koma báðar telpurnar mínar og sýna mér litlu minnis- bækurnar sínar, sem þær skrifa í ailar sínar litlu inntektir og útgjöld. Eg aðgæti það alt jafnan ná- kvæmlega, og læt aldrei vanta, að finna að við þær alvarlega, ef eg sé það er óþarft, og að bendaþeim skynsamlega á, hvers þær gætu vel án verið". fÞýtt ágrip). Það væri nógu gaman að heyra annara mæðra álit um þetta. GÓÐ RÁÐ. Vtð hdrroti. Höfuðið er fyrst þvegið úr volgu vatni, sem lítið eitt af soda er leyst upp f. Þeg- ar það er orðið þurt, er hárið burstað og kembt vel, svo að öll væring, sem í því er, fari burt. Svo er höfuðið daglega vætt hálfs-mánaðartíma, með blöndu úr þvi, sem hér segir: Taka skal dálítið af vatni, einn hnefa af grófu matar-salti og nokkra dropa af ammoníaki. Þessi blanda er látin standa einn sólarhring, sfðan er hún síuð, og tvær mat- skeiðar af ammoníaki látnar saman við og jafn-mik- ið af kamfóruspritti. Blandan er svo látin í flösku og geymd á köldum stað. Þegar búið er að brúka þessa blöndu í 14 daga, er búið til salve úr brædd- um uxa- (nauta) merg, sem er hrærður þangað til að hann fer að hvftna, og svo einhverju ilnivatni hrært saman við. Þetta „salve" eða „pómade" er svo nuddað vel inn í hárið og höfuðið. Kamfóru-vatnið er líka oft gott við höfuðverk og tannpínu, og er þá vættur kiútur eða dúkur og lagður á verkinn. Gott mergsalve. l/« pd. nautamergur erbrædd- ur og síaður gegn u:n hársigti f hreina leirskál, sem ofurlítið af köldu vatni er í. Mergurinn synd- ir nú ofan á, en öll óhreinka sekkur til botns. Þegar mergurinn er storknaður, þá er hann tek- inn upp og látinn í bolla eða krukku, sem svo er sett í sjóðandi vatn, svo að hann bráðni aftur. Nú er boliinn tekinn upp úr vatnmu’ og 125 grömmum af möndlu-olíu og jafn miklu af kfna- „safa" hrært saman við, þangað til það fer að

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.