Kvennablaðið - 31.03.1902, Qupperneq 2

Kvennablaðið - 31.03.1902, Qupperneq 2
i8 KVENNABLAÐIÐ. skera kartöflurnar sundur í ferskeytta bita. En nú á að fá vél til að gera þetta hvort- tveggja. Kartöflurnar eru flysjaðar og skorn- ar sundur niðri í kjallara í stóru herbergi. Þar er stórt marmaralagt ker, 4 ál. á lengd, 2V2 al. á breidd og 1V4 á hæð; í það eru allir kartöfluferhyrn ingarnir látnir. Hvað heldurðu líka að hafi farið niikið í sætsúpuna? Hún var soðin í 6 pottum, og hver þeirra tók 700 pt. í hvern pott þurftj 60 pd. heilgrjón, 90 pd. af sykri, 90 pd. af tytteberjasaft og 14 pd. af sveskjum, eða samtals, svo þú skiijir það betur, 360 pd. grjón, 540 pd. sykur og saft, 84 pd. sveskjur! A þriðjudaginn áttu börnin að fá baunir og kjötsnúða. Baunirnar voru einmitt lagðar í bleyti árdegis á mánudaginn þegar eg var þar. Það þurfti ekki færri en 30 sái undir þær, og í hverjum sá var 40 pd., sam- tals 1200 pd. af baunum. Eru þetta ekki voðalegar tölur? Með hverjum baunaskamti fylgir einn kjötsnúður. Kjötdeigið er 560 pd., en þeg. ar alt sem þvi fylgir er komið saman við, þá er það um 900 pd. Ur því eru gerðir ferskeyttir snúðar í mjög haglega tilbúnu suðu- verkfæri, sem sýður mörg hundruð snúða í einu. Ahald þetta eru nokkurskonar blikk- formur; í því er hnifur, sem skiftir deiginu í hæfilegar kökur eða snúða. Miðvikudagar og laugardagar eru graut- ardagar. Já, þvilík ósköp af risgrjónum og mjólk, — af rísgrjónum ekki minna en 5 tunnusekkir, eða hér um bil 1000 pd., og af mjólk — já, heil sveit dugar varla til að láta nóga mjólk í einn grautardags mat. Hugs- aðu þér! 2000 pt. nýmjólk í grautinn, og 1800 pt. undanrenna út á hann, og til þess að strá út á grautinn af sykri og kanel þarf 300 pd. A fimtudögum er mjög kröftugur mið- dagsmatur: Hafragrjónavellingur og kjöt- mauk. í vellinginn fór ekki minna en 300 pd. af hinum saðsömu hafragrjónum. Ef hvert barn iær eins og því er ætlað >/2 pt. af þess- um velling, og jafnmikið af kjötmauki, og auk þess brauð eftir vild, þá munu jafnvel ekki þeir drengir, sem hafa rúmbeztan maga fara svangir úr skólanum þann daginn. Föstudaginn fá börnin grjónasúpu með kjötsnúðum eins og áður var getið um. í þessa 10 súpupotta fer samtals 500 pd. bygg- grjón og að auki þetta lítilræði af grænmeti: 700 pd. af káli, 500 pd. af gulrótum og 150 stykki af „purre". Ykkur fer nú líklega að leiðast allt þetta matarskraf og tölur, en við erum nú bráðum búnar með það. Það eru ekki smámunir, sem fara til þess að fæða alla þessa maga. Hugsið ykk- ur, að það hefir verið áætlað, að það mundi kosta 150,000 samtals um árið. Mér þykir nú gott ef það dugar. Eg vildi að þið gætuð séð eldhúsið með I öllu tilheyrandi. Alt er svo einstaklcga hreint og praktiskt. Alt vinnuborðið t. d. er lagt | með marmara, og veggirnir í herberginu, sem j stóra kjötkvörnin stendur í, sem snýst af raf- 1 magni, eru lagðir með hvítum leirhellum. Maturinn er soðinn við gufu. Matarsuðan byrjar undir eins kl. 4 á morgnana. Kl. 8 verður maturinn að vera til- búinn. Þá er hann látinn í voðalega stórar fötur úr galvaniseruðum stálplötum, sem taka IOO pt. Fatan stendur í stórum trékassa, af því tré er eins og þið vitið ónýtur hitaleið- ari, svo maturinn helzt þannig heitur í marga kl.tíma þangað til borið er á borð. Þegar kl. er 8 þá koma menn, sem hafa það verk á hendi að hlaða þessum 120 matarfötum, og 25 brauðkössum með niðursneiddu brauði á vagnana sína og flytja svo fötur og kassa á skólana, sem taka eiga á móti þeim. Af brauði þarf daglega yfir 700 pd. Nú skulum við líta inn í skólana. Fram- reiðslanhandaþessummörgu hundruðum barna, sem eru í ýmsum skólurn og oft skifta í hverjum skóla mörgum hundruðum fer mjög reglulega og vel fram í sérstökum herberg- jum, sem til þess eru ætluð. Þessi herbergi eru mjög hentuglega útbúin. Maturinn er ausinn upp í ílátin í sérstöku herbergi, og settur um gat inn í borðsalinn. Nú færa sumar af stærstu skólatelpunum disk- ana og súpuskálarnar ofan á fremri endann á borðinu. A þvi er hvítur vaxdúkur, sem á eru afmörkuð strik með 40 cm. millibili, og

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.