Kvennablaðið - 31.03.1902, Síða 3

Kvennablaðið - 31.03.1902, Síða 3
KVENNABLAÐIÐ. á hverju millibili cr sérstakt númer. Vax- dúkurinn hreyfist til og frá með sveif, og jafnóðum og diskar og föt eru sett á fremri endann á borðinu, þá er sveifinni snúið, og dúkurinn vefst ofan af kefli og færist sjalf- krafa inn eftir borðinu með allri áhöfn. Svo þegar alt er komið á borðið, og diskar við hvert númer á dúknum, þá eru börnin látin fara í sæti sín við borðið. Hvort hefir sitt vissa númer bæði á borðinu og bekknum, sem setið er á, svo þau þurfa aldrei að hrind- ast á eða jagast út af rúmleysi Strikin segja: „Hingað, og ekki lengra.“ Og vegna þess hvað alt er með reglu og ró, þá geng- ur allt svo vel og hljóðlega til, að varla er hægt að iniynda sér það ef maður sér það ekki sjálfur. Ef þið komið nokkuru sinni til Kristjaníu, þá megið þið ekki leggjast undir höfuð að heimsækja bæði bæjarfélagseidhúsið og alþýðubarnaskólana, á þeim tíma sem maturinn er framreiddur. Ollu er svo hag- anlega komið fyrir, og gengur svo ágætlega að það hefir fengið viðurkenningu bæði ut- anlands og innan, hjá öllum, sem séð hafa“. * * * Þannig leggja frændur vorir í Noregi allmikinn kostnað á sig til þess að börn og unglingar fái sem bezt uppeldi að öllu leyti. Kenslan í skólum ríkisins er alveg ókeypis, og nú er byrjað á að láta skólabörnin fá ó- keypis miðdags mat. Tilgangurinn er, að ekkert skólabarn þurfi að fara svangt úr skól- anum. Þeir vita og viðurkenna, að líkaminn þarf ekki siður umhyggju og hressingar við enn andlegu hæfileikarnir. „Við höfum ekki efni til þess að láta nokkurt barn svelta", segja þeir. Framfarir og manndað þjóðarinnar er komin undir unga fólkinu, og svöng börn sem kúld- að er upp í hungri og fáfræði, verða sjaldan landi og lýð til gagns og sóma. Betur að fleiri þjóðir hugsuðu á þá leið. Við íslend- ingar þyrftum að íhuga, hvort ekki mætti gera hér meira fyrir fatækari börnin en gert er. 19 Norskar konur kosnar í bæjarstjórnir, kkur íslenzku konuntim finst það eng- in sérleg nýlunda, þótt við heyrum að frænkur vorar í Noregi hafi nað kosningarrétti i öllum sveitamálum og safnaðamálum. Þann rétt höfum við haft síðan 1882 og ekki fundist mikið til. Því teljandi munu þær konur vera, sem notað hafa sér þenna rétt. En það hefir líklega konnð af því, að við fengum hann hér unt bil fyrir- hafnarlaust frá okkar hálfu. En vorar norsku frænkur hafa matt leggja fram sína sameig- inlegu krafta til að fá því framgengt. Þær hafa lika fengið meira; þær hafa fengið kjótgengi í öllum sveitastjórnarmálum og safnaðamálum. Og þœr hafa ekki verið lengi að nota sér i það, því þenna rétt fengu þær fyrst næst lið- ið sumar, en nú eru þær þegar komnar í bæj- ‘ arstjórnir í fjórum stærstu borgunum í Noregi, Kristjaníu, Stafangri, Björgvin og Þrándheimi. í öllum þessum borgum eru 6 konur í hverri bæjarstjórn. í Þrándheimi eru 5 þeirra giftar konur og ein ógift kenslukoua. En í Björg- vin eru 5 af þeim ógiftar, en ein gift. En við þetta láta þær ekki staðar numið. Nú vilja þær að konur séu kosnar líka inn í skóla- stjórnirnar. Og það er líka auðvitað, þar eiga konur réttmætt sæti. Við íslenzku konurnar höfum ekki kj'ór- getigi. Það er naumast að vænta. að þær kon- ur, sem ekki neyta kosningarréttar síns, mundi heldur nota kjörgengið, þótt það væri feng- ið. Og þó er það undarlegt, að t. d. búandi ekkjur, sem oftast hafa verið eða eru mæður, skuli ekki hnfa þann áhuga á einhverju máli, sem við kemur sveitarstjórninni, að þær vilji hafa þar neitt að segja. Tökum til dæmis uppeldi barna, sem á sveit eru, einkum í stærri kaupstöðunum. Þar er því sorglega ábóta- vant. í sveitunum er það að því leyti betra, að þar er þó börnunum oftast komið fyrir á beztu ogefnuðustuheimilin. En f stærri kaup- stöðunum, t. d. hér í Reykjavík, lenda þau oftast hjá fatæklingunum, sem gangast fyrir þessu lítilfjörlega meðlagi, þó þeir hafi svo hvorki neitt handa sér eða sínum. Eða þá

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.