Kvennablaðið - 31.03.1902, Qupperneq 4

Kvennablaðið - 31.03.1902, Qupperneq 4
20 KVENNABLAÐIÐ. að fjölskyldunni er haldið saman nieð styrk | af bæjarsjóði, þótt börnin séu stundum að ýmsu leyti hvergi ver komin Mundi ekki vera mjög miklu nær og mjög miklu heilla- vænlegra til þess að gera börnin að nýtum og heiðarlegum borgurum þjóðfélagsins, að stofna sérstakt heimiii handa börnum þeim, | sem bæjarstjórnirnar verða að leggja fé með. Er ekki kynlegt, að efnaðri konurnar og mæð urnar í bæjunum skuli geta gengið dag eftir dag og ár eftir ár fram hjá aumingja hirð- ingarlausu fátæku börnunum, án þess að langa til að geta líka ráðið einhverju um, hvernig með þau skuli vera farið f Auðvitað hafa þær fæstar neinn atkvæðisrétttil að velja í bæjar- stjórnirnar; sjálfar niega þær ekki sitja í þeim, en úr því að sumar þeirra geta kosið menn til að fjalla um þessi mál, þá ætti þeim líka að vera áhugamál, hverir til þess væru kosn- ir. Þær ættu að vekja áhuga manna á þessu máli; allar konur, sem nokkurt hjarta og til- finningar hafa, ættuekki að þola að neinu barni liði illaánþessúrþvíværibætt. Þessvegna verð- um við allar að láta okkur skifta þetta mál. Við verðum að hugsa um hvernig okkur mundi líða, ef við sæurn okkar eigin börn í sama ástandi og mörg börn fátækasta fólksins. Við verðum að heitnta, að þau séu tekin þaðan, sem þeim líður illa, og sett í góðastaði. Það er stót synd að leggja meðlag með þeim þang- að seni þau geta ekki orðið að manni. Bæj- arstjórnirnar eiga fremur að hafa velferð barn- anna fyrir augum enn vilja foreldranna að halda í þau, ef þau geta ekki eða kunna ekki með þau að fara. Og handa þessum börnum á að stofna gott heimili. Og til þess eiga all- ar konur að stuðla. Við getum mælt fyrir því við menn okkar, og þær konur sem at- kvæðis bærar eru, geta svo kosið þá eina í bæjarstjórn, sem heita að fylgja þessu máli. Og með dugnaði og samtökum á okkar hlið mundum við geta miklu komið til leiðar. En það yrðu að vera almenn endingargóð sam- tök, en ekkert stundar uppþot. Skuldadagar nir. (Þýtt). • (Framh.). ið og við komu bréf frá honum, svona eitt og eitt á stangli, og þó langt á milli. »Kg líc hér alt öðrum augum á hlutina«, skrifaði hann. »Nú sé eg að framtíðin er í mínum eigin höndum«. Enum Elínu talaði hann aldrei. Hann var iengst af í París, og skrifaði móður sinni þaðan : »Eg bæði skemti mér hér og starfa lfka, þvl hér er tækifæri til hvorstveggja. En sú borg! Stundum finnst mér eg vilji lifa hér alla æfi mfna, en í Svfþjóð er þó svo margt, sem heldur mér föstum. Fyrst og fremst þú, mamma. Hér hverf- ur maður í fjöldanum, og það er óþægileg til- finning. Þegar eg kem heim, þá ætla eg að fara að eiga með mig sjálfur, og verða rfkisbubbur; græða á skógarverzlun. Eg hefi lengi kunnað þá list, held eg. Hér hefi eg lfka lært að taka mér lífið ekki nærri eins óttalega þungt og við gerum heima. Maður getur verið full-áreiðanlegur fyrir það, þótt maður sé engin hengilmæna«. Bréfin til Elfnar voru honum jafn-erfið, þeg- ar hann var að skrifa þau og henni að lesa þau. Þegar hann skrifaði fann hann vel sjálfur, að bréf- ið var ekkert nema orða-glamur; tilfinningarn- ar vantaði í það, og þær fann hann ekki lengur hjá sér til hennar. Hann var lengur enn ætlað var í París. Skrifaði því þaðan og sagði upp vistinni hjá húsbændum sínum í Gautaborg, sem hann hét sjálfum sér að sjá aldrei aftur. Þegar hann kom heim fór hann beina leið yfir Malmey til Stockholms; þar ætlaði hann fyrst að setjast að. »Þið megið ekki vonast eftir mér fyrst um sinn«, skriíaði hann bæði móður sinni og heit- konu. »Atvinnumálin ganga fyrir öllu«. * * * Honum var þungt í skapi, þegar hann sá Svíþjóð aftur, því þar var svo margt, sem fjötr- aði hann á höndum og fótum. En þegar hann kom til Stockhóhns birti honum fyrir augum. Þar var alt sólskin og gleði. Honum fanst þetta varla vera gamla Svfþjóð. Hér gilti margt fleira en krónurnar. Hér voru gáfur, glaðlyndi, kurteisi og sérkennileiki líka metnir. Hann hafði með sér meðmælabréf frá ýms- um verzlunarhúsum, og setti ekki sjálfur heldur ljós sitt undir mæliker. Það leið ekki á löngu áður enn hann lét fólk fara að taka eftir sér, bæði fyrir ýms gróðafyrirtæki, sem hepnuðust, og

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.