Kvennablaðið - 31.03.1902, Síða 6

Kvennablaðið - 31.03.1902, Síða 6
Tl KVENNABLAÐIÐ. kvæmni hjá öðrum; og smámsaman fór henni að detta í hug að Anton væri ekki eins sekur og hún hefði haldið og alt hefði gengið eins og bezt hefði verið. En hér var sonur hennar í skuld, sem hún átti að bæta fyrir, og hún sá engan veg til að gjalda, eins og hún hefði þó fegin viljað. Elín var þó svo hamingjusöm og ánægð á nýja heimilinu, þar sem Anton hafði alist upp og allt minti hana á hann. Hún hafði með sér bækur og sauma, en gerði þó ekkert. Snemma á morgnana fór hann út í skóginn eða ofan á engið við sjóinn, og þó hún hefði ætlað að lesa eða sauma þá varð henni ekkert úr verki. Stundum lá hún endilöng í gras- inu og grét, en settist svo alt í einu upp með undarlega tilfinning um rósemi og von. I fyrstu fór hún einförum, en seinna fór hún að gefa sig að Ingirlði, og hafa gaman af kálfum, kindum, hænsum og garðyrkju. Gleði og starfs þrek og lífs- löngun ungu konunnar hafði áhrif á hana. (Frh.). Bismarck og söngljóðin þýzku. ISMARCK var maður mjög vel ment- aður, og þótt það virtist nokkuð fjarri lffsstefnu hans, sem mest laut að stjórn- málum og stórpólitík, svo að hann hafði ekki mikinn tíma umfram, þá bæði las hann mikið, hafði gaman af að tala um bókmentir og tilfinningu fyrir fögrum mentum og listum. Mest las hann auðvitað sagnarit og minnisrit merkis- manna, en einnig góðan skáldskap, en minni skemtun hafði hann af sönglist. Hann hafði talsverðar mætur á Wagner kompónista, en þótti hann líta nokkuð mikið á sig. Eitt sinn var hann spurðtir, hvort hann elskaði sönglistina. »Já«, svaraði hann, »og Beethoven yfir alla hluti fram. En að fá mér aðgöngumiða (bílæti) og hlýða á músik í þröngu sæti, það á ekki við mig; heim- ilismúsik hefi eg ávalt elskað, alt til þess er eg var þrítugur og kyntist konu minni; mátti eg sakna þess sárt, að eg varð að láta söngtónana mæta afgangi. Eg varð að vinna 13 stundir á degi hverjum auk vanalegrar námsstundarí ensku og frakknesku«.— Kona hans lék afburða vel á klaver, og aldrei þreyttist hann á því, að heyra hana leika fyrir sig lög eftir Beethoven. Ein- hverju sinni fór hann þessum orðum um tón- listina: »Eg er músikinni þakklátur fyrir það, að hún hefir verið mér til styrkingar í póli- tisku amstri mfnu. Söngljóðin þýzku hafa unn- ið hjörtun. Eg tel þau með þeim hlut- um, sem ekki verða á vog vegnir, en búið hafa undir og greitt fyrir þjóðsamningarverki voru. Fáir ykkar eru líklega svo gamlir, að þið munið eftir Rínarljóði Bekkers 1841, og hve mikil áhrif það hafði. Eg met það á við tvær herdeildir.*) Annað liggur okkur samt nær, það er Rfnar varðsöngurinn (Wacht am Rhein sbr. »Sem duni þrumur dynji flóð«), og hvað hann gerði að verkum. Hve mörgum dátanum varð ekki að hugarstyrking í vetrarherferðinni, þegar harðast var, að syngja eða heyra söngljóðið það? Það hefir hrist upp hjartað, en í hernaði og bar- dögum er hjartað og hugurinn alt. Þaðvarekki höfðatalan, það var fyrir guðmóðlegan áhuga, sem við unnum orusturnar. Og tel eg svo söngljóð- ið vera þann samherja, er einnig um ókominn tíma skyldi ekki oflágt metinn. Samband vort við Austurrfki hvílir aðallega á menningarlegum grundvelli, og þar kemur músikin ekki hvað sízt til greina. Vér hefðum varla komist í svo náið samband við Vfnarborg, ef ekki hefðu lifað þar söngsnillingarnir Haydn, Mozart og Beethoven, og hnýtt oss saman með fagurlistalegu bandi. Já, samkynnin við vora þriðju bandalagsþjóð, Italina, voru upphaflega fremur sönglög en politík; þeirra landvinningar hjá oss voru sönglegir. Það er öðru nær, en að eg sé andstæðingur ftalskrar sönglistar, eg ann henni mjög, þótt hin þýzka sé mér kærari«. — Við námsmenn frá Hamborg, sem heilsuðu honum með kvæði, mælti hann þessum orðum : »Þið hafið flutt mér fagran söng. Eg hefi fyrrmeir iðkað músik sjálfur, klaverspil, en ekki varð það nema miðlungi vel, og þótti mér þó gott, þegar eg gat með því létt af mér ýmsu fargi. Mér hefir oft sárnað það síðan, hvað skamt eg komst í músikinni, því hún er trúföst fylgikona í lífi manns. Hverjum ykkar, sem þar til hefir gáfur og hæfileika, vil egsterk- lega ráða til, að leggja alúð við músikina, og láta ykkur að kenningu verða það, sem mér hefir 1 þessu efni orðið áfátt«. Fjarri fór því, að B. liti á músikina frá tízku- eða fordildarhliðinni, eða yrði stórhrifinn af trill- um þeirrar eða þeirrar »prímadonnu«. Hann skoðaði íþróttina yfirleitt, og sönglistina sérstak- lega, eins og sameignar-dýrindi þjóðarinnar í heild sinni, jafnt lágra sem hárra. Músikin var *) Hvað mætti þá segja um Marsilfubraginn (Marseillaise) hjá Frökkum, og áhrif hans einkum í Napóleonsstríðunum?

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.