Kvennablaðið - 31.03.1902, Blaðsíða 7

Kvennablaðið - 31.03.1902, Blaðsíða 7
KVENNABL AÐ IÐ. i hans augum eigi að eins þörf hjartans, og göf- ug prýði heimilisins, lyftandi á æðra stig og mentandi, heldur einnig verklegur pólitiskur þátt- ur í þjóðlifimi, mikilsverður samherji, samteng- ingarband þjóða og siðferðisleg styrktarstoð fyrir hermennina.1) Af þýzkum skáldum hafði Bismarck mestar mætur á Goethe, og las einatt kvæði hansáetstu árum í rúmi sínu; hann unni og mjög kveðskap Schillers, Uhlands og Chamissós. Faust kallaði hann biblíu sína meðal hinna veraldlegu skáld- rita. Ekki gazt honum samt að karlmanns kar- aktérnum í skáldritum Goethe’s; honum þóttu þeir oflinir og dáðlitlir. Enskum manni, sem heim- sótti hann, sagði hann, að í æsku hefði hann af enskum skáldum mest og ákafast lesið Byron, en síðan hneigst að Shakspeare og einnig Th. Moore. Hann hafði annars nóg tækifæri til, að lesa skáld- skap af ýmsu tagi, þvi ekki tnun til nokkurs manns eða um nokkurn af samtíðismönnum hafa verið jafnmikið ort. Það mátti telja í þúsundum. »Hérna«, sagði hann einu sinni, »er kvæði til tnín ettir söðlasmið, — ímyndið þér yður nú, hvernig hann muni fara, að leggja reiðtygin sín á Pegasus (skáldjóinn), og hérna er eitt eftir timb- urmeistara, og svo eitt eftir skólameistara, og svo eitt eftir unga telpu — það er auðséð á stafa- gerðinni« N. Bréf frá norskum dreng. »Kæra »Húsmóðir« ! Eg vildi svo feginn skrif- ast á við einhvern útlendan dreng, og þegar eg las í »Húsmóðurinni« um að (slenzk teipa ætlaði að fara að skrifast á við norska telpu á sínu reki, þá ásetti eg mér að skrifa til »Húsmóðurinnar« og biðja um leyfi til að skrifast á við einhvern (slenzkan dreng. Eg er n ára, og vil helzt fá dreng á mínum aldri til bréfaskrifta. Utanáskrift mín er; Karl Borch, Tanen, Östfinmarken, Norge*. * * $ Þetta bréf stóð nú ( síðasta blaði norsku »Húsmóðurinnar«. Orsökin hefir verið sú, að eg og ritstýra »Húsmóðurinnar höfðum áðurskrifast á, og í seinasta bréfi mínu hafði eg spurt hvort hún þekti ekki einhverja telpu af góðu fólki komna sem mundi vilja skrifast á við telpu sem eg ætti i) Pað er ekki ófróðlegt, að bera þetta saman við, hvemig sumir eða ef til vill flestir skoða söng- listina hér á landi. og langaði til að fá að skrifast á við norska telpu. Fröken Jörstad setti þá lítið bréf í blaðið undir Laufeyjar nafni til »Hiismóðurinnar«, ásamt mynd af Laufey, og skaut því til norskra smástúlkna, að skrifa til Laufeyjar. Og svo skrifuðu um 50 litl- ar stúlkur, víðsvegar úr Noregi, norðan frá Kap, og suður að landamærum. Öll bréfin voru svo hlý og vingjarnleg og allar vildu þær vera vinstúlkur litlu, íslenzku telpunnar. Sumar sendu myndir, og allstaðar báðu systkini og foreldrar að heilsa. Margar efnilegustu unglingsstúlkur ( Reykjavík eru nú líka farnar að skrifa þeim. Nú vildi eg óska að okkar íslenzku drengir vildu taka Karli litla jafn-vingjarnlega. Étg. Eldhúsbálkur. Kartöflnsúpa. Sléttfullur, djúpur diskur rneð kartöflum er tekinn; kartöflurnar eru afhýddar; svo er hver kartafla skorin ( 4—6 bita, þær eru svo vandlega þvegnar og settar í pottinn á eldavél- inni með 1 gulrót 1 persillerót, ‘/» sellerie, og ef til er 2 „purrum", litlu knippi af persille og saltiog vatni sem álízt hæfilegt. Þetta er svo soðið i‘/» tíma. '/4 tíma áður en borið er á borð, eru jurt- irnar teknar upp og skornar ( kringlóttar sneiðar, sem aftur eru látnar ( súpuna. Kartöflurnar eru hrærðar saman við, eða marðar sundur gegnum gróft sáld (dörslag). Síðan er súpan sett aftur ( pottinn ásamt jurt- unum og fullri matskeið af smjöri; þetta er sett yfir eldinn og látið komast aftur ( suðu. Þá er súpan tilbúin. Gott er að láta Ktið eitt af góðu kjötsoði í súpuna, ef það er til, en annars er það reyndar óþarft. Þyki hún of þunn, þá iná hræra eina matskeið af hveiti saman við. Þessi súpa er holl og bragðgóð og mikið brúkuð víða erlendis. Gott soð af rúllupylsum er líka ágætt í súpur, hvort sem súpan er úr kartöflum og káli, eða hveiti er hræit út ( hana, þegar soðið hefir verið síað, og litlu af góðu kjötfloti eða smjöri er hrært saman við. Ef lítið eða ekkert kál er notað, eru egg soðin í § mínútur, skorin I sundur í iniðju og '/» egg ætlað með hverjum súpu-skaminti. írskur kjötjafningur. I hann skal hafa eitt hvítkálhöfuð, 2—3 ffi af góðu kjöti, eða fleski, þar sem það er til, á einum litlum, djúpum diski af kartönum og ofurlítið af pipar og salti. Kjötið er skorið í 8—10 bita, sömuleiðis kál- ið og kartöflurnar eru flysjaðar og skornar í sneið- ar. Svo er litlu vatni helt í pott, svo það nái vel yfir allan botninn, s(ðan er eitt lag af káli látið þar ofan á, svo lag af kartöflum, sfðan lag af kjöti og litlu af salti og pipar stráð yfir, síðan er ann ao lag af káli látið, og svo áfram, þangað til alt er látið ( pottinn, þá er vatni bætt við, svo að það verði nóg á og þetta soðið í 2 tfma með góðu loki yfir.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.