Kvennablaðið - 23.01.1907, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 23.01.1907, Blaðsíða 3
&VENNABLAÐI6. an svo, að þau félög sem hafa einhver önn- ur verkefni semhliða, fjarlægast þetta að- alverkefni sitt meira og meira. Það Verður því eingöngu hjáverk, sem ætti að vera fyrsta verkefnið. Líknar- og mannúðar- störfin sitja i fyrirrúminu. P\í hefir oss komíð til hugar að mynda hér kvenfélag í bænum, sem ekkert annað verkefni hefði, en að útvega konum póli- tísk réttindi: pólitískan kosningarrétt og kjörgengi. Til þess vonum vér eftir lið- veizlu, sem fiestra annara kvenna. En með því að margar konur hafa enn ekki fengið ljósa þekkingu á, hvers vegna þessi réttindi væru nauðsynleg, þá yrði þetta félag að takast á hendur, að vekja áhuga kvenna á þessum málum, skýra fyrir þeim þýðingu og nauðsyn þeirra og leitast við að gera þær áhugameiri og þroskaðri til að nota þau réttindi, sem vér höfum þegar fengið. I stuttu máli: Félag- ið yrði bæði að sýna konum nauðsyn þess að afla sér nýrra réttinda, og að nota sér þau og geyma þeirra vandlega. Þjóðfélagið þarfnast hvervetna hinnar nákvæmu, ástríku móðurumhyggju kvenn- anna. Hvar sem litið er á, ættu þær að vera með. Bæði sem kjósendur og löggjafar, allstaðar þar sem ræða skal um unga og gamla, fátæka, bágstadda og sjúka, allstað- ar þar sem menning og siðgæði þurfa tals- menn — þar eru konurnar sjálfsagðar. — Karlmennirnir eru líklega enn þá víðsýnni, þegar til stórmálanna kemur, þeir leggja ef til vill, rýmri grundvöll undir stjórnar- far landanna. En þeim yfirsést oftlega í smærri atriðunum og þar njóta konurnar sín betur, með æfðari hagsýni, meiri nær- gætni og næmari tilfinningum. Alt félagslíf og öll þjóðfélagsskipun mundi græða á því, að karlar og konur stæðu jafnfætis og ynnu saman sem jafningjar og félagar. Að þessu takmarki ættum vér að keppa með öllum þeim kröftum, sem vér höfum yfir að ráða. Ef vér leggjum áhuga og kapp við málið og vinnum allar saman, þá mun þessu marki verða náð á skömmum tíma. Skýrsla um sölu á Jazar" Thorvaldsensfélaffsins. 1905 1906 Vetlingar......... 632 pör 648 pör Sokkar............ 596 — 507 — Hyrnur og sjöl ... 163 st. 110 st. Band, fyrir ...... kr. 393,62 kr. 355,04 Vaðmál, fyrir...... — 309,60 — 245,93 Nærfatnaður...... 87 st. 42 st. Kvennhúfur ...... 384 st. 429 - Ábreiður......... 23 st. 25 - Ljósdúkar ...... 109 - 113 - Kommóðudúkar ... 61 - 70 - Ymislegar hvítar hannyrðir 81 - 102 - — mislitar hannyrðir 90 - 78 - Serviettur......... 40 - 54 - Heklingar......... 80 - 87 - Silfurbelti......... 35 - 28 - — beltispör...... 45 - 22 - — millubönd ... 5 - 3 - — brjóstnálar ... 142 - . 137 - — millur og hnappar 153 - 114 - — munirafýmsu tagi 78 - 93 - Útskornir spænir 167----- 115 - ísl. skór, mest sel- skinnskór 557 - 352----- Eins og að nokkru leyti má sjá á þessari töflu, hefir ekki selst eins mikið á »Bazarnum«, síðastliðið ár eins og 1905, og eru til þess ýmsar orsakir, sú helzt, að færri útlendir ferðamenn komu til bæjar- ins 1906 heldur en 1905, en þeir kaupa tiltölulega mest á Bazarnum, innlenda sal- an eykst raunar árlega, en fer sér fremur hægt. — Mikið af öðrum munum en þeim, sem taldir eru í skýrslunni, hafa selst, svo sem svipur, tóbaksbaukar, alls konar út- skornir munir, gamlir og nýir, og margt af ýmsum tegundum, sem yrði of langt að telja upp. Nú er von á mesta fjölda af útlend-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.