Kvennablaðið - 23.01.1907, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 23.01.1907, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ. Hann var lieldur ekkert geðslegur í sjón. Hann hafði rauðþrúlin augnalok yfir inneygðum og undarlega sviplausum stálgráum augum, með dókkum augnabrúnum, sem mættust yfir breiðu, stóru nefi, hakan stóð mjög fram, og enginn bursti gat komist í gegn nm þykka, gulrauða hárþyrilinn hans. Buxurnar hans voru venjulega slitnar og ofiitlar, og treyju ermarnar náðu aldrei fram að stóru grófgerðu hönduuum hans. Hon- var óvenjulega lagið að skera sig eða höggva í fingurna, og voru þeir oftast vatðir með óhrein- um dulum. Þegar hann var tólf ára gamall, var hann að- eins stautfær á bók, og einasta gagnið, sem hann sýndist gera í heiminum var það, að vera hafður öðrum börnum að varnaðardæmí með það, hvernig færi fyrir þeim, ef þau skæru sig í fing- urna eða væru löt eða óþæg. Að minnsta kosti heyrði Janni ekki um annað talað við sig kvöld og komandi morgun. En hann tók því, sem óllu öðru, með sljóvu jafnaðargeði. I skólanum var hann kallaðtir heyrnarleysing- inn, fábjáninn og málleysinginn, og hann furðaði sig oft á, hvað meint væri með þessu. Hann var hrakinn og hrjáður, barinn og skammaður, og fé- lagar hans hæddu hann og spottuðu, eins og miskunnárlausum drengjum hættir oft til að gera við þá, sem þeir hafa útundan. Þegar hann var 14 ára gamall, þá dó íaðir hans. Var hann þá sendur til móðurbróður síns, sem var bómullarverksmiðjiieigandi í Borási, og hét Bogren. Hann tók hann fyrir vikadreng f verksmiðjuna, og með því átti hann að vinna fyrir sér. Nú hætti hann við skólann og það var hætt að kalla hann „aumingja litla Janna«, en því var breytt í að hann var blátt afram kallaður „Janni aumingi«. Hann var líka kynlegur drengur, því alt sem hann átti að gera, það gerði hann þveröfugt. Ef hann var sendur í búð til að kaupa rúsínur, þá keypti hann nagla, og ef hann átti að kaupa nagla. þá kom hann með fullan smápoka af negul. Svo hafði hann þann óvana að taka alla hluti, sem hann gat, ( sundur, til að skoða innan í þá, en síðan gat hann aldrei sett þá saman aftur. Hann fullyrti að það væri af því, að hann fengi aldrei tíma til þess, og ef honum væri trúað fyrir því. þá skyldi hann gera við kaffikvörnina. saumavél- ina. vekjaraklukkuna og alt ruslið, sem úr sér var gengið á heimilinu. En alt þetta, og margt fleira inni í verksmiðjunni, varð hann nú að skoða að innanverðu, og hann var alveg hissa á því, að það skyldi ekki lagast. Jafnan var hann á veginum fyrir öðrum eins og olnbogarnir stæðu allstaðar utúrhonum. Hann gat ekki gengið tíu spor án þess að reka sig á krukkur og vasa, eða hrasa yfir þröskulda og palla, eða sparka ofan á tærnar á sjálfum sér eða öðrum. Ef einhver yrti á hann, þá tautaði hann ógreinilega eitthvað. „Strákurinn er reglu- legur fábjáni", andvarpaði verksmiðjueigandinn. „Maður verður að vera umburðarlyndur við »Janna aumingja", góða mín, hann hefir ekki vit á hlutunum", sagði frú Bogren, sem var móður- systir Janna. Þegar Janni var 18 ára, þá átti hann 3 vini: Litlu Betty frænku s(na, sem laumaði til hans allra handa sælgæti þegar hann hafði fengið högg fyrir »handæði« sitt, loðinn svartan kött, með græn augu, sem hét Prisse, því það var ein af þeim fáu lifandi verum sem honum leið vel sam- an með, og ekki sneri klónum að honum »Janni aumingja" eða hló að honum og spottaði hann. Svo var þaö líka hann Óli gamli smiður, sem bjó þar skamt frá. Til hans kom Janni oft, því þar fékk hann að gera tilraunir sfnar í friði, og þar fékk hann fyrst tilsögn í þvf, hvernig hann ætti að halda. á hamri, og brúka töng og meitil. Óli smiður þoldi heldur ekki að neinn niðr- aði „Janna aumingja". „Það eru þeir sjálfir, sem eru eitthvað geggj- aðir", sagði hann oftlega. „Bíðið þið . bara við, svo skultið þið sjá að þessi drengur verður að manni. Maður þarf líklega ekki að vera neinn fábjáni þótt maður gefi ekki um að liggja altaf í bókum". Og svo sló karlinn hafnrintim svo hart í steðjann að neistarnir sindruðu út um alla smiðjuna. Janni var nú oftlega hjd gamla karlinum, en svo fór hann sendiferðir fyrir alla, sem báðu hann, eins og hann gæti ekkert annað gert, en að vera hlaupasveinn. Og svo hljóp hann einn góðan veðurdag á brott, eins og til að sýna að hann hefði numið þá list að hlaupa til fulls, og upp- eldinu væri lokið. — Sfðan heyrðist ekkert meira um hann. Fólkið hans varð órólegt og lét leita hans allstaðar nærlendis í skógunum. Menn gutu horn- auga hálfskelkaðir upp f krónur trjánna, eins og þeir byggjust við að sjá Janna dingla þar uppi f loftinu milli himins og jarðar. En »Janni aum- ingi-< fannst hvergi. Sá eini, sem var rólegur, var Oli gamli smiður. (Framh.).

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.