Kvennablaðið - 23.01.1907, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 23.01.1907, Blaðsíða 6
KVENNABLAÐÍÐ. Eins og áður hefir verið getið um í Kvennablaðinu, hefi eg í huga, að fjölga tölublöðum þess, án þess að hœkka blaðið í verði, svo framarlega, sem lesendurnir vilja styrkja blaðið, með því að fjölga kaupendum þess, og standa í skilum með andvirðið. Enn fremur hefi eg komist að samningum erlendis, um að fá móð-myndir, af fötum, eftir nýjustu tizku, einkum af barna- og unglingafötum, sem munu koma við og við í blaðinu, og fylgja snið með í fullri stærð, fyrir fáa aura. Ef mynd- irnar og sniðin verða vinsæl, j*og fjölga kaupendum blaðsins, þá mun eg einnig láta myndir af ýmsum handyrðum vera í blaðinu stöku sinnum. Eg vona, að íslenzka kvenþjóðin hafi þann metnað, að telja sér sæmd að því, að Kvennablaðið geti orðið sem bezt og fjölbreyttast, og í alla staði sem fullkomn- ast úr garði gert. En til þess þarf meira en góðan vilja útgefanda, það þarf einnig góðan vilja og framkvæmdir allra kvenna á landinu. Nú, þegar framfarir í öllum greinum færast í vöxt hér á landi, sem annarstað- ar, þá þurfum vér fyllilega á stærra blaði að balda. Nóg efni ætti að vera fyrir hendi, að minsta kosti í hálfsmánaðablað. Ef allir kaupendur, sem að eins fá eitt eintak, útvega annan kaupanda, þá gæti það munað svo miklu, að eg sæi mér fært að gefa út þriðjungi fieiri blöð á ári. Þeir sem útvega 6 nýja kaupendur fá auk venjulegra 20°/o, einhvern af síðustu árg. Kvennablaðsins, meðan þeir hrökkva. En þá verður að hraða sér, því að eins fá eintök eru til. Mjög væri æskilegt, að fá greinar úr sem flestum bygðum landsins i blaðið. — Það gerir blaðið fjölbreyttara. Að endingu óskar Kvennablaðið öll- um lesendum sínum góðs og hagstæðs árs. Virðingarfylst Bríet Bjarnhéðlnsdóttir. Kína Lífs Elixír. Mér undirrituðum, sem t mörg ár hefi þjáðst af lystarleysi og stöðugri maga- veiki, hefir við það að brúka KÍNA KÍFS ELIXÍR hr. WALDIMARS PETERSENS, batnað þessir kvillar algerlega. Hlíðarhúsum, 20. ágúst 1906. Halldór Jónsson. Eg hefi síðan er eg var 17 ára, þjáðst af bleikjusótt og magakvefi, og hefi leit- að 5Tmissa lækna og viðhaft mörg ráð, en ekki batnaði mér. Eg neytti EKTA KlNA LÍFS ELIXiR og er nú hressari en eg hefi nokkru sinni verið áður og geri mér von um algerðan bata. Hotel Stevns, St. Hedinge, 20. nóv. 1903. Anna Christensen, (26 ára). Eg hefi oft á ferðum minum orðið veikur af ákafri ofkælingu og brjóst- þyngslum, en þekki okkert meðal, er hefir dugað mér jafnvel sem KÍNA LlFS ELIXÍR hr. WALDIMARS PETERSENS. Neapel, 10. desember 1904. M. Gigli kommandör. Riðjið beinlínis um Waldemars Peter- sens ekta Kina lífs elixír. Fæst allstaðar á 2 kr. flaskan. Varið yður á eftirstælingum. Annaðhvort bezta rjóma- lii'uisnijör eða ALFA Marsaráe.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.