Kvennablaðið - 23.01.1907, Síða 4

Kvennablaðið - 23.01.1907, Síða 4
4 KVENNABLAÐIÐ. um ferðamönnum á næsta sumri. Bazar- inn ætlar með vorinu að auka talsvert við það húspláss, sem hann nú hefir, í von um meiri sölu, og ættu sem flestir nærogfjær að' nota vel tímann til vorsins og senda laglega og einkennilega íslenzka muni til »Bazarsins«. »Bazarinn« tekur eins og' kunn- ugt er, alls konar ísl. iðnað til útsölu gegn 10°/o sölulaunum. t>. j. Islenzkar konur ættu allar að taka vel eftir ársskýrslum Thorvaldsens-bazarsins. Par má glögt sjá hvaða munir seljast bezt, og er það góð leiðbeining um hvað ábata- vænlegast ar að senda á Bazarinn. Sömul. ættu allir, sem þangað senda muni, að vanda þá sem þeim er unt. Öll slík félög annarsstaðar leggja áherzlu á, að vörur þeirra séu svo vandaðar, sem bezt má verða, og þykir jafnan áreiðanlegra að kaupa þá muni, sem vandaðir eiga að vera, hjá slíkum félögum, í útsöludeild þeirra, heldur en annarsstaðar. I sumar er sérstaklega æskilegt að, margir vel gerðir og smekklegir munir verði sendir á Bazarinn. Helzt ættu þeir að vera einkennilegir fyrir íslenzkan iðn- að og hentugir fyrir minnisgripi frá íslandi fyrir útlenda ferðamenn. Allstaðar þar sem mikill útlendur ferðamannastraumur er, þytur upp slíkur smáheimilisiðnaður. Verðið má ekki vera ósanngjarnt. Ferða- menn þekkja vel gildi slíkra hluta. Gott væri líka að eilthvað af sérlega vel gerðum stærri hlutum væri til á »Baz- arnum« í sumar, sem verið gæli heimilis- iðnaði landsins til sóma og vekti athygli úllendra lerðamanna. Miklu réttara er, að fólk noti sér »Baz- inn« til að selja muni sina, liéldur en að fá þá einstöku mönnum til sölu. Bazarinn l'æst ekki við neitt annað, og reynslan sýn- ir, að þangað kemur hver einasti útlendur ferðamaður, sem til Beykjavikur kemur, hvort sem hann dvelur hér lengur eða skemur. Bazarinn er líka á götuhorni við fjölförnusta götuna í miðbænum, rétt hjá Hotel ísland. Allir Reykjavíkurbúar, sem þurfa með einhverra slíkra muna, sem á »Bazarnum« eru, snúa sér fyrst þangað. Likurnar lil að munirnir seljist, eru því margfalt meiri þar, en nokkursstaðar ann- arsstaðar. Gaman væriað þangað gæti komið ýmsir vel gerðir nvir smámunir, sem sérstaklega væru einkennilegir fyrir ísland. Þantiig hefir þar verið nú á síðustu árum ýmsir útskornir mjög fallegir og vel gerðir smá- munir, úr ísl. steini, sem austfirzkur ungl- ingspiltur hefir búið til. Sömuleiðis hafa verið þar smámunir úr tré, skornir út, t. d. fuglar o. II., sem hentugir eru til minn- ingar um ísland, fv rir útlendinga. »Bazarinn« er framtíðarstofnun að þyí leyti, að þótt hann hafi staðið þessi 6 tyrstu reynslu ár, þá á hann eílaust eftir að færa kviarnar svo út, að hann geti haft deildir í helztu kaupstöðum landsins. Með tímanum verður hann eflaust*athvarf margra iðinna fátæklinga, til að breyta tómstundum þeirra í peninga, sem þeim gæti orðið góður stuðningur að. Öll þau fyrirtæki, sem leitast við að bæta atvinnu vora, koma henni í peninga og færa þá inn í landið, eiga skilið að liver góður íslendingur stvrki þau eftir mætti. Thorvaldsensfélagið hefir tekið að sér smælingjana, setn stóru framfaramenn- irnir líta svo sjaldan til. Vitanlega er skerfur hvers þeirra lítill. »En safnast þegar saman kemur«. En umfram all annað: Munið: að vanda hvern hlnt, sem þér leggið inn í út- sölu Thorvaldsensfélagsins. Ritst. „Janni aumingi“. Eftir Ceciliu Mllow. Þegar hann var lítill, var hann jafnan kallað- ur aumingfa litli Janni. En hann var ekki lítiit, en þvert á móti reglulega stór og efnilegur, eftir aldri. En þeir, sem kölluðu hann „aumingja" gerðu það af meðaumkun við munaðarlausa og inóðurlausa drenginn.

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.