Kvennablaðið - 31.05.1915, Síða 7

Kvennablaðið - 31.05.1915, Síða 7
KVENNABLAÐIÐ 39 þessu í kring«, spuröi ég alt i einu, eins og ég hefði fengiö grun um aðalefnið. »Já«, svaraði Hermann alveg ráðalaus. »Ert þú pá á einhvern hátt á valdi hans?« »Ja-a, — það er að segja, á vissan hátt. Pað var víxill, scm fallinn var í gjalddaga, sem ég vildi fá framlengdan«. »En þvi snerir þú þér ekki til Fritz?« (það er maðurinn minn og bezta manneskjan í heirn- inum). Roðinn kom og hvarf stöðugt á and- litinu á móti mér. »Af þvi ég— skammaðist mín«, kom það lágt og án þess hann liti upp á mig. »Hann er nú tvisvar sinnum búinn að hjálpa mér, og hann hefir gert það á þann hátt, að mér heíir fundist ég vera reglulegur þorpari, aldrei eitt einasta ávítunarorð, aldrei nokkur ráðlegging, hara eins og þetta væri það allra eðlilegasta, sem til væri, að hann skyldi þurfa minna vegna að þræla eins og liundur. Og svo feitt heiir hann það ekki, að 2000 króna blóðtaka sé ekki tilfinning. Nei, Lisa. Heldur en að biðja Fritz aftur hjálpar, fer ég til fjand- ans með Gretu Hellgren«. Hann stóð alt í einu upp og fór aftur að þeytast fram og aftur um góllið. Blótsyrðin hans Hermanns hafa alt af verið stöðugt deiluefni milli okkar, en nú lofaði ég honum að halda þeim óskornum. Fað var auðséð, að aumingja drengnum var hreinasta fróun að því, að herða dálitið á þeim. Eg þagði og hann hélt áfram hlaupunum um gólfið, þang- að til hann staðnæmdist við gluggann og leit hugsandi út. »Aumingiun litli! Hún er víst ekki glaðari en ég«, sagði hann lágt, »þótt hún líka —«. »Hvað?« »Ójá, hún virðist hafa ímyndað sér að hún —«. »— sé skotin í þér«, bætti ég við. Það er óneitanlega einn af Hermanns elskuverðustu kostum, að hann er óvanalega laus við þess háttar ímyndanir, sem annars villa oftast flesta af þessum dásamlegu herrum sköpunarverksins, — til að halda að þeir gangi alstaðar yfir sprung- in kvennahjörtu af ógæfusamri ást til þeirra, hvar svo sem þeir eru í heiminum, ef þeim þóknast að sýna sig og af náð sinni að sýna oklcar veika kyni minstu athygli. Hann hneigði höfuðið samþykkjandiv »Karl- inn fullj'rðir það að minsta kosti, — en hvað hann hefir logið miklu, þorparinn sá, til þess að ná mér í klærnar -----«. »Gefðu mér nú almennilega skýringu á þessu öllu«, sagði ég, »og seztu nú aftur niður, þá ertu vænn. — Ég verð svo óttalega taugaveikluð af þessum kapphlaupum þínum og öllum þess- um djdgjum. Svona! — láttu mig nú lieyra það alt, frá upphafi til enda«. »Já«, byrjaði hann seinlega,— auðvitað þegar hann hafði náð sér í eitthvað til að glingra við á saumaborðinu mínu. Núna voru það spá- nýju útsaumsskærin mín, en ég gat ekki fengið mig til að segja neilt, þvi hann leit svo rauna- lega út, þar sem hann sat og var að klippa og klippa með þeim í ákafa. — »Ég hefi lánað hjá honum endrum og sinnum eftir hans eigin til- boði — þegar mér hefir legið mikið á. — Fað er svo fjandi erfitt að láta tekjur og gjöld standa heima, ef maður lifir ekki alveg eins og munkur (skærin dönsuðu og skröngluðust um saumaborðiö), og hann hefir altaf verið á- kaflega þægilegur við mig — ætíð beðið mig að vera bara rólegur og taka mér ekki nærri viðskifti okkar, og vextina hefir hann reiknað lága, eftir því sem honum er titt. Félagar minir hafa gamnað sér dálilið út af þessu og fullyrt, að hann hefði víst sínar sérstöku ástæður með þetta — þeir hafa líka verið að dj'lgja um hana — sagt það sama og karlinn — en mér hefir aldrei komið í liug, að það gæti verið ncitt satt í því. — Sjálfur hefir hann alt af sagt það væri að þakka mægðum mínum við Fritz, sem hann virðist hafa mikið álit á, og því, hvað ég sé einstaklega elskuverður, og haft það sem ástæðu fyrir þessu dekri sínu við mig. Og ég hefi verið nógu heimskur til að trúa honum og fundist hann vera allra bezti karl að öllu leyti, jafnvel þótt hann mataði dálitið krókinn i viðskiftum sinum við náungana. Jæja, það var nú siðasti dagurinn af láns- frestinum í gær og nú átti hann að fá þcssar 2000 kr., en ég hafði alveg árangurslaust reynt að reyta þessa upphæð saman, svo ég hafði engin önnur ráð en að heimsækja hann og biðja hann að gefa mér tveggja mánaða gjaldfrest. Hann var sá allra viðmótsbezti, langt fram yfir allar vonir — bað mig að vera ekki að hafa áhyggjur vegna þessara peninga — talaði um að hann liefði sömu tilfinningar fyrir mér eins og hann væri faðir minn, að hann vissi eitt ráð til að koma þessum litlu viðskiftum — eins og hann orðaði það — þannig fyrir, að ég skyldi héðan af algerlega losast við öll fjár- hagsleg vandræði — það væri tilboð, sem hann áliti að liann hefði ástæðu til að halda að ég mundi taka með gleði, þótt ég sem stæði mundi ekki koma mér að því að koma með það sjálfur, eins og nú stæði á, o. s. frv. Ég stóð þarna alveg eins og sauðkind og vissi ekkert við hvað hann átli. Allra suöggv- ast kom mér í hug, að hann mundi ætla að bjóða mér að ganga í ölgerðarfélagið með sér, en dylgjur hans um það, að ég hefði gefið

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.