Kvennablaðið - 31.03.1916, Side 2

Kvennablaðið - 31.03.1916, Side 2
is KVENNABLAÐIÐ skyldum hlj'ða, og hver laun vér skyld- um fá fyrir störf vor. Og síðast en ekki sízt hefir hann skamtað oss og úthlutað öllum þeim margvíslegu skyldum, sem oss bæri að uppfylla. Um ekkert af þessu höfum vér verið spurðar sjálfar. Vilji vor hefir ekki verið tekinn til greina. Alt þetta hefir að sögn þessa ríkjandi hluta þjóðarinnar,. verið sniðið eftir eðli voru og eiginlegleikum. Svona hefir það verið um margar aldir, þótt skoðanir manna hafi á síðari árum nokkuð breyzt i þessu efni. Og árangur þeirrar breytingar eru hin ýmsu nýju rjett- indi sem oss hafa verið veitt. Þegar á alt þetta er litið, þá er ekki að furða þótt vér vildum á einhvern hátt bæta og breyta vorum eigin kjörum. í fyrsta lagi finnum vér að uppeldi voru er að ýmsu leyti allmjög ábótavant. Oss hafa verið ákveðin lífsstörf, en undirbún- ingurinn undir þau verið næsla lítill. Oss hafa verið lagðar þungar skyldur á herðar, en skilyrðin og þekkinguna til að uppfylla þær hafa verið af skornum skainti. Og i þeim málum, sem oss eru nátengdust og mikilvægust, höfum vér engin áhrif getað | haft. Væri þá nokkuð undarlegt þótt vér I vildum fá einhverju af þessu breytt? Þótt j vér notum þau áhrif sem vér nú getum j haft til þess að gera kvenþjóð þessa lands j færari í allar stöður en hún nú er? Þótt j vér líka reyndum að sjá hag barna vorra j betur borgið, en nú er, svo að færri yrðu i olnbogabörnin, og meiri trygging fyrir þvi j að líf manna og heilsa og framtíð fari j ekki að forgörðum fyrir skammsýni lög- ; gjafar og venjunnar. Hvervetna þar, sem konur eru farnar að taka þátt í opinberum málum, hafa þær byrjað á þvi að bæta sín eigin kjör, og þroska. Þær hafa fundið að með þessum nýju réttindum fengu þær líka ný'jar skyld- ur og ábyrgð, nú bæri ekki lengur að kenna karlmönnum einurn um alt, sem af- laga færi í löggjöf og landsstjórn. Með réttindunum hefðu þærlíka fengið skylduna til að nota þau, og ábyrgðina á því hvern- ig þeim væri varið. Með sínu pólitíska atkvæði réðu þær hverjir færu með fé og stjórn þjóðarinnar og legðu henni skyldur og skatta á herðar. Á því bæru þær nú sömu ábyrgð og karlmennirnir. Til þess að geta fyllilega og með góðri samvizku notið þessara réltinda vorra og kiafta, þurfum vér meiri þekkingu í öll- um efnum. Fyrir valda afsal karlmann- anna eigum vér að gefa þeim góða félaga og aukna starfskrafta. Hingað til hafa flestöll nauðsynjamál þjóðarinnar innan- lands kafnað i hinu langa stórpólítíska moldviðri. Nú eigum vér að koma fram á pólitíska starfssviðið, með nýjar kröfur, nýjar hugsjónir og nýja starfskrafta. Til alls þessa þurfum vér þekkingu og undir- búning, en þekkinguna fáum vér með því að kynna oss hvernig framfaraþjóðirnar haga sínum innanlandsmálum, því þólt þar geti margt verið ólíkt, þá eru þó einnig allmörg mál af sömu rótum runnin hvar sem er í heiminum, sem miða að því að tryggja heill og hagsmuni þeirra sem veik- astir eru í lífsbaráttunni. Vel getnr verið að vér konur verðum ekki eins stórpólitískar og karlmennirnir, og er það ekki teljandi sérlegt tjón. Leyf- um þeim að bj'ggja girðingarnar og setja landamerkjasteinana, eða að minsta kosti að búa til dráttmyndina af þeim. Sjálfar getum vér hjálpað til, og innan girðing- arinnar erum vér jafnlíklegar til að raða hlutunum niður. Vér erum vanari en þeir að sjá um smámunina. Oss lætur betur að gera heimilin vistleg og notaleg fyrir heimilisfólkið. Við erum sagðar nærgætn- ari og hugulli. Notum þá þessa eigin- leika ef við eigum þá, til að gera vistlegt og notalegl fyrir þjóðina í heild sinni. Tökum þau málin á stefnuskrá vora, sem miða lil að gera hana þroskaðri, betri og sælli: Uppeldismál, siðgæðismál, heilbrigð- ismál, mannréttindamál. Vörumst æsing- arnar, höfum allstaðar bætandi áhrif. En þrátt fyrir þetta verðum vér að vaka yfir vorum nýfengnu réttindum. Vér verð- um að standa á verði fyrir þvi að þau

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.