Kvennablaðið - 31.03.1916, Qupperneq 4
20
KVENNABLAÐIÐ
fólk þetta ætlaði að boða til friðarþings. En
nú hefir sú breyting orðið á, að það verður
ekki haldið þar, heldur i Stokkhólmi, og kjósa -
friðarnefndirnar eða friðarfélðgin, sem stofn-
aðar hafa verið á öllum Norðurlöndum, fleiri
eða færri fulltrúa til þessa þings. í Svíþjóð
hefir frú Frida Stéenhoff verið kosin fulltrúi
svenskra kvenna á friðarþingið, en varafulltrú-
ar frökenarnar Anna Lindhagen og Anna Kle-
mann. Fulltrúi danskra kvenna er fröken Henni
F’orchhammer, formaður í Alþjóðasambands-
Iandsráði danskra kvenna. Varafulltrúar eru þær
fröken kand. phil. Helena Berg og fröken Elina
Hansen eftirlitsmaður skólaeldhúsanna i Kaup-
mannahöfn, og fröken Jóhanna Petersen-Nord-
rup, form. i danska ungmennafjelaginu Pax.
Helstu fulltrúar frá Noregi eru þær frk. Fred-
rikke Mörck og varafulltrúi Fanny Schnelle,
bæjarfulltrúi frá Bergen.
Frá ófriðarlöndunum.
t’rátt fyrir hinn voðalega ófrið og aliar
hans skelfilegu afleiðingar fyrir ófriðar-
þjóðirnir, hafa þó konurnar í þeim lönd-
um ekki alveg lagt kvenréttindamálin á
hilluna. Þrátt fyrir hina miklu aukavinnu
í þarfir lands og þjóðar, sem stafar af
burtköllun karlmannanna frá sínum venju-
legu störfum, halda þær þó sínu jafnréttis-
merki á lofti við öll tækifæri. Um leið og
skorað er á þær af stjórnarvöldunum að
fylla nú hin ýmsu sæti og embætti karl-
mannanna, sem þær aldrei fyrri hafa fengið
aðgang til, þá krefjast þær jafnra launa
og þeir hafi haft og fá það venjulega. Og
þegar stjórnirnar eða aðrir mikilhæfir
menn halda ræður, sem konum þykja at-
hugaverðar, þá eru blöð þeirra óðara til
taks, til að flytja þessi ummæli og draga
af þeim eðlilegustu ályktanirnar.
Þannig skrifar Leopoldine Kulka í »Neues
Frauenleben«, blað frjálslyndra kvenna í
Austurríki, grein um útlitið eftir síðustu
áramótin. Hún gerir sér engar góðar vonir,
en sýnir þó ákveðinn vilja og skarpa víð-
sýni til að komast út úr þvi vonlausa
vandræða-ástandi, sem nú sé alstaðar ríkj-
andi í ófriðarlöndum.
Hún segir: »Því er ekki að leyna, að
við höfum verið sett ofan á fyrri tíma
siðmenningarstig. Þetta sést bezt á erfið-
leikunum með allar samgöngur, afnámi
heimsverzlunarinnar, framleiðslu matvæla
í stað iðnaðarins, undirokun prentfrelsis
og málfrelsis og mörgu fleiru þvílíku.
Engin von er heldur til að neitt af þessu
ástandi breylist til batnaðar meðan stríðið
stendur yfir. En það sem mest riður á er
að vaka yfir þvi, að þessar núverandi af-
leiðingar striðsins vari að eins urn stund-
arsakir«. — —
Ut af þessum athugasemdum dregur
hún svo í stórum dráttum upp myndir af
þeirri hæltu, sem liggi í þessari menning-
ar afturför fyrir frelsishreyfingu kvenna.
Þegar fyrri tíma hnefarétturinn komist
aftur i sætið í staðinn fyrir hugsanirn-
ar, skynsemina og tilfinningarnar, þá
verði konan aftur setl langt að baki karl-
mannsins. Og þegar svo langt niður sé
komið menningarstiginu, að manngildið sé
einskis melið móti höfðatölunni, þá verði
konunum hrundið ofan á siðmenningar-
leysisstig viltra þjóða, þar sem aðallifs-
starf þeirra er að fæða sem flest börn til
að fylla í skörðin eftir karlmennina, sem
stöðugt falla í hinum óaflátanlegu bardög-
um. Óaflátanlegar barnafæðingar séu af
þeim heimtaðar. Það sýni hin venjulegu
kveðjuorð afríkanskra höfðingja til gesta
sinna: »Mætti skaut konunnar þinnar
aldrei hætta að fæða«.
»Þegar menn lesa blöðin núna«, segir
Leopoldine Kulka enn fremur, þá er auð-
séð að það liggur sannarlega hætta í skrafi
karlmannanna á hinum tíðu kongressum,
sem eru haldnir um þessar mundir, þar
sem þeir halda því fram, að þessi veuju-
legu kveðjuorð afrikanskra höfðingja til
gesta sinna ætti að innleiðast hjá oss, með
viðbótinni: »Guð hegni Englandi«, — og
svo að lifað verði eftir þvi.« —
Undir þessum kringumstæðum leggur
hún áherzlu á að konur geri sér glögga
grein fyrir stöðu sinni og öllum ástæðum.
Að þær láti skýrt i ljósi, að þær vilji ekki