Kvennablaðið - 31.03.1916, Blaðsíða 8

Kvennablaðið - 31.03.1916, Blaðsíða 8
X 24 KVENNABLAÐIÐ V er*zliiiiiii Björn Kristjánsson, Reykjavík, Vesturgötu 4, - selur allskonar VEFNAÐARVÖRUR af vönduðustu tegundum; litirnir óvenjulega haldgóðir. Meðai annars má nefna: Klæði, enskt vaðuiál, fatatau allsk., kjólatau, svuntutau, sjöl stór, mikið úrval; herðasjöl, karlmannaföt, prjónnærföt fyrir börn og fullorðna o. m. m. fl. Verðskrá sendist ókeypis þeim er óska. stykkia sem notast í plokkfisk til morgunverð- ar eða kvöldverðar, ef nóg er til af fiski til miðdegis, eða kjötmatur er á borðuni. Fiskisúpuna má lika búa til með soðnum gulrótum smáskornum í fallega bita og hvít- káli í. Þykir mörgum það mjög gott. Að öðru leyti er súpan þá eins búin til nema súpujurtir, rætur og sveskjur eru pá ekki í henni. Síldarpönnukaka. Litlar sildir eru hreinsað- ar, lagðar i salt í hálfa kl.st., teknar svo upp úr pvi og perraðar með hreinu lérefti, velt í pykkum hveitijafning og síðan i muldum tví- bökum. Pá er feiti brúnuð á pönnu og síld- irnar lagðar á hana í hring, pangað til pær eru orðnar eins og pönnukaka í laginu. Pegar pær eru orðnar liæíilega brúnar öðru megin, pá er smeygt undir hana kringlóttum köku- málsbotni eða diski, og henni snúið og sett aftur ofan á pönnuna, sem aftur er bætt á dá- litlu af brúnaðri feiti. Siðan eru 2 egg hrærð með einni matskeið af hveiti og pessi jafning- ur settur yfir síldina, sem er steikt mjög hægt. Ekki er nauðsynlegt að láta pennan eggjajafn- ing yflr síldina, ef menn vilja heldur éta kar- töflur með henni. Sildarkakan er svo látin heil upp á fat og borin á borð með brúnni sósu. Heitt kartöflnsalat með morgunverði. Laukur er skorinn í sneiðar, soðinn í smjöri eða góðu smjörlíki, pangað til sneiðarnar eru meyrar. Petta er kryddað með ediki — góðu, helzt estragon-ediki, paprika, salti og kartöflum, sem eru skornar í punuar sneiðar og hrært innan um feitina og laukinn á pönnunni. Petta er svo alt saman látið á litla asíettu og borið á borð heitt. Ef kálmeti er til, pá er asíettan skreytt ofan með fínt saxaðri péturselju og fint söx- uðum graslauk. Frá útlöndum. í Danmörku heflr stjórnin lagt fyrir ríkis- daginn frumvarp um jöfn laun handa konum og körlum, sem eru undirkennarar og yflrkenn- arar æðri almennu skólanna og Sóreyjar skóla- stofnunarinnar. Yflrkennarar og kenslukonur fá eftir pví 3600 kr. byrjunarlaun, sem hækka 4. hvert ár með 400 kr. til 4800 kr. En undir- kennarar byrja með 2400 kr., hækkandi 4. hvert ár með 300 kr., til 3600 kr. (par hafa karlmenn 4000 kr.) í Hollandi hefir stjórnarírumvarp verið lagt fyrir pingið sem fer fram á að úr stjórnar- skránni 'verði tekin pau ákvæði sem banni pólitiskan kosningarrjett kvenna. Útgefandi: Briet BiamhéOiiisd6ttir. — Prentsmiðjan Gutcnberg.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.