Kvennablaðið - 31.07.1916, Side 2

Kvennablaðið - 31.07.1916, Side 2
5° KVENNABLAÐIÐ telja þessi réttindi kvenna ekki einungis óþörf, heldur jafnvel skaðleg fyrir þjóðfé- lagið. Vitaskuld má í þetta sinn margt færa oss til málsbóta: Deyfðin, sem nú er yfir öllum stjórnmálum, og sýnir sig bezt i al- mennu ábugaleysi fyrir þessum kosningum, mjög óheppilega valinn tími, tvístringur á fólki og fólksfæð í sveitum, hlýtur eðlilega að hafa sin áhrif á hvernig kosningarnar verða sóttar. En nauðsynlegt og sjálfsagt ætti það þó að vera fyrir konurnar sjálfar að haga þannig störfum sínum þenna eina dag um nœstu sex ár, að þær gætu upp- fylt þessa borgaralegu skyldu sina vansa- laust. Svo vel vill til fyrir þær, að víðast hvar verða einhverjar yngri konur eftir, þótt þær, sem fertugar eru, sæki kjörfund- ina, sem geta leyst af hendi nauðsynlegustu heimilisstörfin fyrir þær, sem skreppa í burtu þessa litlu stund úr degi. Og ein er ástæðan enn fyrir oss eldri konurnar að nota oss þessi réttindi ein- mitt nú: Sú, að margar af oss hafa náð svo háum aldri, að líklegt er að brugðið geti til beggja vona, hvort við lifum fleiri þingkosningar. Væri því vel skiljanlegt og eðlilegt, að vér hefðum fundið svo mikið til þess alla vora liðnu æfi hve réttlausar vér erum í þessum efnum, að það væri oss gleði að finna til þess, þó ekki væri nema einu sinni á æfinni, að vér værum einnig annar hluti þjóðarinnar, fullveðja til þess að ráða því, hverjir með völdin færu í landinu, og að þann rétt vildum vér nota. Auðvitað verða kosningarnar 5. ágúst um garð gengnar þegar Kvennablaðið kemur út um land með þessar áminningar, svo ýmsum mun finnast að þær séu ótíma- bærar. En — dagur kemur eftir þenna. — Fyrsta vetrardag í haust fara aftur fram kosningar, þegar kjósa skal þingmenn kjör- dæmanna, og þá höfum vér enga afsök- un fyrir oss að bera til að verða heima, heyskaparannanna vegna, eða annara anna, sem sumrinu fylgja. Þá höfum vér líka fyrir framan oss reynsluna frá þessum landskosningum, sem þá sýnir ótvíræðlega I áhuga vorn eða áhugaleysi, og eftir því verður oss til sæmdar eða vansæmdar. — Mörg mál geta verið efst á baugi, sem vér konur vildum láta næsta þing tak'a upp, sem til almenns gagns væru. En sér- staklega ættum vér þó að sameina kröfur vorar um þau mál, sem mest hafa verið vanrækt hingað til, en það eru flest þau mál sem beinlínis varða oss konur fyrst og fremst. Uppeldismál vor eru öll í mol- um. Vér konur verðum að fá betri undir- búning undir iífið, en hingað til, Fað er ekki nóg, þótt vér höfum fengíð aðgang að skólunum, og loforð á pappírnum fyrir að mega síðar nota oss þá þekkingu, sem þeir geta veitt oss. Skólarnir eru eðlilega alveg sniðnir eftir karlmönnunum. Nú verður að fara að taka tillit til vor líka. Og sérstaka iðnskóla verðum vér líka að fá. Flestar konur hafa fyr eða síðar á æfinni meira eða minna með hús eða heimili að gera. Og enginn getur neitað því, að uppeldi barnanna liggur algerlega í höndum kvenna á heimilinum, og að miklu leyti í skólun- um líka, með þvi konur eru í miklum meirihluta við barnakensluna. Það hlýtur því að verða ein af vorum fyrstu og sjálf- sögðustu kröfum, að tekið verði tillit af löggjöf og landssljórn til oss í þessum efn- um, og að vér fáum þá fræðslu og þekk- ingu i heimilisstjórn og uppeidisfræði, sem húsmæðrum og mæðrum þjóðarinnar er nauðsynleg, til þess að geta leyst störf sín af hendi, samsvarandi kröfum tímans og þörfum þjóðarinnar. Þá eru mörg þau lög, sem snerta konur og börn mjög óheppileg og úrelt og þyrftu breytingar við. Erlendis standa ekki kon- urnar þegjandi og áhugalausar hjá nú á timum og láta alt reka á reiðanum, hvort landslögin gangi á rétt þeirra eða tryggi hann. Þær velja sér n^ndir, samansettar af þeirra beztu konum, til að íhuga, hverjar lagabætur séu komjm nauðsynlegastar, og hvernig þær ættu að vera, til þess að alt lagalegt misrétti yrði upphafið. Til þessa þurfa þær pólitisku réttindanna við. Því I þegar þau eru fengin, þá fara karlmenn-

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.