Kvennablaðið - 30.05.1918, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 30.05.1918, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ 37 yHþýðufrxfcla og skilaelðhús. Margir halda því fram að alþýðufræðsl- an verði að byggjast á heimilunum. t*au séu eini, rétti grundvöllurinn. Skólarnir taki börnin alveg burtu frá þeim. Par sé of langur námstími, börnin þreytist og eft- irtekjan, eða hinn andlegi þroski barnanna verði ekki þar eftir. Bezt sjáist þetta á þekkingu fólks í sveit og kaupstöðum. — Sveitafólkið sé venjulega betur að sér, en hafi þó notið miklu styttra náms í barna- skólum en kaupstaðarfólkið. Heimilin verði því að annast barnafræðsluna, ef hún eigi að verða góð og eðlileg. Annars missi þau ábrifin yfir börnunum, sem sé svo nauð- synleg við alt barnauppeldi. Auðvitað œtta heimilin helzt af öllu að annast alt uppeldi barnanna. Heimilin, eða foreldrar og vandamenn barnanna, sem ala þau upp og hafa alla ábyrgð á þeim, hafa heldur ekki af fúsum vilja gefið frá sér barnafræðsluna. Það hafa að eins ver- ið hinir breyttu tímar, sem hafa gert þeim ómögulegt að annast hana lengur, svo í lagi færi, og hún samsvaraði þeim kröf- um, sem þessir timar útheimta. Auðvitað eru góð heimili bezti skólinn, sem börn og unglingar geta fengið. — En þau eru því miður orðin fá, sem hafa á- stæður til að taka alla þeirra fræðslu að sér. Alt er að verða því til fyrirstöðu. Vinnufólksleysið tekur upp tíma húsbænd- anna. Jafnvel börnin og unglingarnir fengju varla nokkurn vissan námstíma daglega á þann hátt, fyrir alls konar óró og heim- ilisönnum. Víða eru heldur hvorki hús- bændur né aðrir á heimilinu færir um að veita reglubundna undirstöðufræðslu. Hafa oftlega hvorki hæfileika né þekkingu til þess. Slíks er heldur ekki að vænta, því að alt fræðslufyrirkomulag þessara tíma er alt annað en hín gamla sjálfsmentun heimilanna. Nú nægir ekki að læra að stauta, og komast svo fram úr þeim fáu sögum og kvæðum sem börnin gætu náð sér á heimilunum, eða utan þeirra, eftir því sem þau eru til þess fallin. Fullorðinsárin þurfa alt annan undirbúning en áður. Nú bíða unga fólksins alt önnur störf oft og tíðum, en ^foreldra þeirra á sama aldri, og þau útheimta alt aðra þekkingu. Og því kjósa menn auðvitað það næst bezta, sem er skólafræðsla, þegar hitt virðist orðið ó- mögulegt og ófáanlegt. Á þessu byggjast fræðslulögin og barna- skólarnir, hvort sem það eru skólar í kaupstöðum, heimavistarskólar í sveitum eða umferðakensla. Það verður þá að eins aðkomandi kenslukraftar sem annast fræðsl- una og bafa að meira eða minna leyti á- byrgð á henni, en heimilin, sem eiga að annast undirbúninginn undir fræðslustund- irnar. Og það veitir þeim oftlega fullerfitt. Margir halda því fram að of mikil áherzla sé lögð á bóklegt nám barna á unga aldri. Af því verði þau löt og sljó. Efbóklegu kenslu- stundirnar væru færri, en verklega kensl- an meiri, ásamt leikfimi, þá mundi heilsa barnanna verða betri: og sjálft bóklega námið mundi einnig engan skaða af því bíða; með færri kenslustundum mundu börnin geta þá lært það sama og áður, eða jafn vel meira, og um leið hafa lært ýmsa nauðsynlega vinnu. Og það væri æski- legast. Eins og nú sé komið, taki skólinn börnin frá heimilunum, einkum í kaup- stöðum. Drengirnir venjist á götulíf og telpurnar líka. Hvorutveggja verðí bæði löt og ófær til heimilsstarfa, enda hafi þau lítinn eða engan tíma til að læra þau, að frádregnum námstima sínum, bæði í skóla og heimahúsum, og nauðsynlegum frí- stundum, til hressinga og leikja. En það er þetta tvent sem skólinn á að sameina, að fræða börnin og gera þau hæfari til starfa á heimilunum. Öll kensla á að stefna að því. Barnafræðslan er fyrsti grundvöllurinn undir góða alþýðufræðslu. Svo kemur framhaldsfræðsla og sérnám. Þess vegna er það nú orðin almenn krafaþeirra, sem nokkuð þekkja tilfræðslu- mála og er ant um alþýðufræðsluna, að í barnaskólann sé bætt handavinnu, leikfimi og kenslu í heimilisstörfum, einkum mat-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.