Kvennablaðið - 30.05.1918, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 30.05.1918, Blaðsíða 6
38 KVENNABLAÐIÐ reiðslu, og þeim námsgreinum sem heyra þar undir, t. d, heilbrigðisfræði, efnafræði og náttúrufræði, að því leyti, sem þær námsgreinar snerta matreiðslu og heilbrigði manna. Þetta yrði, eins og alt barnaskóla- nám á að vera, að eins byrjunarstig, sem gerði stúlkubörnin fær um að skilja betur heimilisverkin og þýðingu þeirra fyrir sál og likama manna, og gæfi þeim undir- stöðuþekkingu í þeim störfum, sem dag- lega fara fram á heimilunum. Nú er það öllum vitanlegt, að meiri blutinn af stúlkubörnunum eiga það ætl- unarverk og lífsstöðu fyrir hendi að stjórna heimili og verða mæður. Þær verða sem eiginkonur og mæður síðar að sjá um bú og börn, og þá ætti einnig frá barnæsku að búa þær undir það. Þær ættu þegar í barnaskólanum að fá undirstöðukenslu á fyrstu byrjunarstigunum að heimilisstörf- um, svo sem í handavinnu, t. d. saumi, prjónaskap, fataviðgerð og matreiðslu. — Það er þessi kensla, sem með hverju ári verður almennari i alþýðubarnaskólum annara þjóða. Auk þess, sem vissar kenslu- stundir á viku eru ætlaðar til handavinnu, þá eru skólaeldhús sett upp við bvern barnaskóla, þar sem stúlkubörnin fá sína fyrstu kenslu í daglegum, góðum matar- tilbúningi, og öllum eldhússtörfum. Um leið og skólinn því gefur stúlkuhörnunum æfingu í þessum störfum, með tilliti til þeirrar væntanlegu húsmóður- og móður- köllunar og starfsemi síðar á æfinni, þá gefur hann þeim einnig fyrstu iðnmentun og sérþekkingu þeirra, sem þó ekkikemur í bága við reglur góðs uppeldis á nokkurn hátt. Húsmóður- og móðurstörfin eru svo margbreytt og mikilvæg, að uppeldi þeirra, sem síðar verða að taka þau að sér, verð- ur að vera enn þá fullkomnara og fjöl- breyttara en drengjanna. Ríkin eða löggjafarvaldið reka börnin í skólana, og því ber því að sjá um að sú fræðsla verði bæði holl og hagkvæm, svo hún uppfylli þann tilgang sem lögin hafa, sem sé að skapa dugandi og heiðarlega þjóðfélagsborgara. í samræmi við þessa stefnu og tilgang löggjafarinnar eiga heim- ilin að vinna: fóstrandi og fræðandi, vernd- andi og styrkjandi, sem lítil heild út af fyrir sig, en þó einn sterkur liður í þjóð- félagsheildinni. Það er þetta ætlunarverk sem litlu hús- mæðraefnin eiga síðar að uppfylla, og það er sannarlega hvorki létt né lítilmótlegt. Allir virðast sammála um, í orði kveðnu, að það sé háleitt og lifsnauðsynlegt, hverju þjóðfélagi. Þess vegna er það einnig skylda rikisins að leggia sinn skerf til, að hús- mæðraefnin fái allan nauðsynlegan undir- búning undir þetta mikilvæga starf. Og til þess verður að byrja á byrjuninni. Það er ekki nóg að styrkja einn eða tvo kvenna- skóla, sem eru handa efnaðri stúlkunum. Það verður að byrja á sjálfum alþýðu- skólunum. Allar konur verða að hafa feng- ið undirstöðukenslu í heimilisverkum og heimilisstjórn. Og þá verður að byrja á barnaskólunum. Við þá alla ætti að vera skólaeldhús,sem stúlkubörnin fengju kenslu- stundir í, vissa daga á viku, að minsta kosti tvö síðustu skólaárin. Það væri of hörð og ósanngjörn krafa að heimta að hver einasta kona væri fœdd góð húsmóðir. Kynferðið er ekki einhlýtt til þess, þar þarf einnig þekkingu og þroska til. Heimilin standa og falla með hús- mæðrunum, og séu þau hyrningarsteinar þjóðfélagsins þá ættu þeir að reisast á traustari grundvelli en hendingu einni. Því það má sannarlega hending kallast, ef ó- undirbúinn maður er settur í vandasama stöðu, og leysir hana vel af hendi. En það er vandasöm staða að skapa góð heimili, sem ekki verður af öllum konum lieimtað hjálparlaust. Ríkin leggja karlmönnum til sérnámið, að meira eða minna leyti. Jafn vel |óbreyttustu iðnir útheimta sitt langa nám og æfingu í því. Húsmóðurstaðan og móðurstaðan er sériðn kvenna, sem þær verða að undirbúast til allar sem bezt. í vöggunni er naumast hægt að skilja pip- armeyjaefnin frá húsmæðra- og mæðra- efnunum. Allar þurfa þær sérstakan undir- búning undir þessa slöðu, sem byrji í al-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.