Kvennablaðið - 30.05.1918, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 30.05.1918, Blaðsíða 1
Kvenn&blftðið kott- ar 3 kr.ínnanlands erlendis kr. 3 60 (1 dollar veatan- hafs) */» verðsins borgist fyrfram, en */» fyrir 16. júli. irítmaBIabib* Uppsögn skrifleg bnndin við flra- mót, ógild nema komin sé til út- get. fyrir 1. okt og kaupandi hafl borgað að fulln. Reykjavík, 30. maí 1918. M 5. 24. ár. pnaðarskilar kvenna. Landbúnaðarskólinn á Rimiorsa. III. Garðræktar námsskeið kenslukvenna fel- ur í sér matjurtarækt og blóma, alifugla- rækt og handavinnu. Á þenna hátt fá nemendurnir fullkomna kunnátta og æfingu i að standa fyrir um- ferðaskóla eldhús námsskeiðum og umferða- húsmæðra námskeiðum til sveita. Sömu- leiðis til að verða forstöðukonur við bún- aðarskóla kvenna til sveita, að verða kenslu- konur í matjurta- og garðrækt, »slöjd« og ýmsum af auka-atvinnugreinum búnaðar- ins. Til þess að fá inntöku í Rimforsaskólann útheimtist að hafa náð prófi frá hærri kvennaskólunum, eða að hafa fengið jafn- mikla mentun, eða að hafa gegnið gegn um allan alþýðuskólann og alþýðuháskóla- námsskeiðin. Þeir umsækjendur sitja fyrir, sem líka hafa fengið dugnaðarvottorð í praktiskum störfum, og eru vanir við al- menna sveitavinnu. Af þeim sem hingað til hafa gengið gegnum Rínforsaskólann, hefir 43% gengið gegn um hærri kvenna- skóla, eða haft tilsvarandi mikla þekkingu til brunns að bera, en */s lokið bæði al- þýðuskóla- og alþýðuháskólanámi. Nær því allar námskonurnar hafa verið vanar við alla sveitavinnu. Þekkingin á sparsemi og hagnýtni í öllu því, sem við kemur heimilisrekstrinum, á- líta menn vera hyrningarsteinana sem góð- ar húsmæður ættu að reisa heimili sín á. Því hafa margir, sem fást við þessi mál og þekkja bezt til alþýðunnar, álitið, að það væri einmitt í þessum efnum, sem kenslukonurnar sem tælcju próf frá Rim- forsaskólanum ættu sérstaklega að taka tillit til sveitafólksins. Aðaláherslan er því lögð fyrra skólaárið á þessar námsgreinar með því þá er í 3 mánuði einungis kend heimilisleg hagfræði, og 2 mánuðir, sem kend er slöjd, þvottur, hreinsun og tiltekt í húsinu. Innihús8YÍnnudeildin (huslig ökonomi). Grundvallarreglurnar eru ákveðin reglu- bundin og velgerð vinna, sem nemendurn- ir vinna eftir ákveðinni röð, og bera sjálfir alla ábyrgð á. Á hverjum degi eru 6 stundir ætlaðer til praktiskra starfa, enda verða nemendurnir að leysa af hendi alla vinnu, sem með þarf á hinu stóra heimili. Sömu- leiðis vinna þeir sjálfir alt, sem með þarf til allra hreinsunar og daglegrar ræstunar skólans og því sem í honum er, nema daglegan uppþvott matariláta, sem vinnu- konurnar gera sína sérstöku daga. Mest af skólastörfunum er unnið fyrri hluta dags- ins. Þó er oftast ætluð 1 klst. til ýmsra hreingerninga síðari hlutann, og svo til að sjá um kvöldmatinn. í allri kenslunni er lögð áhersla á að nemendurnir verði leiknir í öllu því, sem útheimtist á sveitaheimilum, af því að það er fyrir sveitirnar aðallega að þessi skóli var Stofnaður. Alt er útreiknað og unnið eftir venjum á stórum sveitaheimilum, eftir því sem unt er, enda er það hægra á heima- vista-sveitaskóla, en ef það væri skóli, sem gengið væri á nokkrar stundir á dag. Praktisk eldhússtörf eru: Einfaldur matartilbúningur á smábænda- heimilum, sem þó á að vera breytilegur, nærandi og verulega vel til búinn, og svo ódýr sem unt er með því móti. Af þessu er margt kálmeti. Af fínni matreiðslu er að eins svo mikið kent, að nemendurnir

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.