Kvennablaðið - 31.07.1918, Qupperneq 1

Kvennablaðið - 31.07.1918, Qupperneq 1
Kvennubltiðið koit- ar S kr.innanlands erlendis kr. 3 GO (1 dollar veatan- hafs) */» verðsins borgist fyrfram, en */» fyrir 16. júli. l>cmtatHíiíitb. tfppeögn sferifleg bundin við ára- m6t, 6gild nema komin sé til út- get. fyrir 1. okt ◦ g kaupandi hail borgað að fullu. 24. ár. Reykjavík, 31. júlí 1918 M 7. Aukaþingið i haust. Eins og öllum mun kunnugt heíir annað aukaþing verið kallað saman 2. sept. Aðal verkefni þess er að samþykkja á löglegan hátt opinberlega, hið nýja sambandslaga- frumvarp, sem aukaþingið i sumar sam- þykti á einkafundi, eftir meðmælum ís- lenzku sambandslaganefndarmannanna, og stjórnarinnar íslenzku. Hér skal ekki frumvarp þetta rætt né rakið. Það heftr staðið í öllum dagblöðum og vikublöðum landsins, svo það hlýtur að vera hverju mannsbarni kunnugt, sem nokkuð fylgist með aðalmáium þjóðarinnar. Flestallir menn og öll blöðin, að einu undanteknu álíta samning þenna mjög góðan í vorn garð, og betri en menn höfðu jafnvel búist við. Það er að mörgu leyti gamla sambandslagauppkastið frá 1909, en bætt að miklum mun. Má þar einkum tiltaka 1. grein, sem tekur skýrt fram að ísland sé frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku, sömul. að íslandi er ætlað þar af leiðandi þegar að fá sérstakan kaupfána, bæði á sjó og landi, að þótt ísland feli Danmörku um ákveðinn tima að fara með utanríkismál sin, þá er gert ráð fyrir að í utanríkisstjórninni sé maður, sem íslenzka stjórnin hafi bent á og óskað eftir, sem kunnugur sé liögum íslands, og gæti þar hagsmuna þess, að í sendiherrasveitunum dönsku erlendis séu islenzkir aðstoðarmenn eða menn kunnugir íslenzkum málum til að gefa ráð í þeim efnum, að ísland megi einnig setja konsúla eða fulltrúa sína, þar sem danskir ræðismenn eða sendiherrar eru ekki fyrir, og loks að þessir samning- ar eru uppsegjanlegi^ og gilda aðeins í 25 ár. há geta báðir málsaðilar annaðhvort endurnýjað þá, breytt þeim, eða felt þá úr gildi, ef þjóðin befir samþykt það. Til þess að sú atkvæðagreiðsla sé lögleg verða 75°/» af öllum kjósendum að hafa greitt atkvæði og 50°/o þeirra að samþykkja breytingarnar eða uppsögnina. — Ekki er unt að sjá að frumvarp þetta sé í nokkru atriði lakara, en núverandi ástand. Gallarnir, sem taldir hafa verið á því, sameiginlegur ríkisborgarréttur og fiski- veiðar, eru nú, eða það sem er verra. Og þetta er þó frjáls samningur sem tvö sjálf- slæð, óháð ríki gera sín í milli. Nú telja Danir (og aðrar þjóðir) ísland vera bjá- lendu Danmerkur eða wdanskan ríkishluta, með sérstökum landsréttindum«. Og það, sem að endingu tryggir oss gegn allri mis- beitingu á því valdi, sem við fáum með þessum samningi dönskum stjórnarvöldum í liendur, er: að allur samningurinn er upp- segjaniegur, og því óánægðari, sem við verðum með hann, því vissara er að við segjum honum upp að nokkru eða alger- lega, eftir hin ákveðnu 25 ár, sem hann á að gilda. — Auðvitað er það varla neitt efamál að þeir sömu 38 þingmenn, sem samþyktu þenna samning í sumar, muni gera það líka í haust, og þingið þannig lúka málinu fyrir sitt leyti. En þá kemur til þjóðarinnar kasta, því þá eru úrslit þessa máls komin undir atkvæðum kjósendanna, sem þá verða látnir greiða atkvæði með eða móti því. Við þessa atkvæðagreiðslu er það merki- lega atriði að athuga, að þá koma konur í fyrsta sinni fram til að taka beinan þátt í stór-pólitík landsins. Það eru þau mikil- vægu réttindí, sem kosningarrétturinn veit- ir, að þá verðum vér ekki strykaðar út úr »þjóðinni«. Nú verður engin ákvörðun

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.