Kvennablaðið - 30.04.1919, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 30.04.1919, Blaðsíða 2
26 KVENNABLAÐIÐ að fyrir hvorutveggju stofnendunum vakir eingöngu húsmæðraskóli. En nemendurnir, sem á hessa skóla gengu, og aðstandendur þeirra voru óánægðir með það. „Við þurfum ekki að læra að skúra gólf“, sögðu ungu stúlkurnar. Og mæðurnar tóku víða i sama strenginn. Skólarnir urðu því að breytast eftir óskum og viija þeirra, sem þá notuðu þá. En það var að fara alveg í öfuga átt frá hinni upprunalegu stefnu. Frú Melsteð á mikið þakkiæti skilið af fs- lenzku konunum fyrir alian hennar áhuga á mentamálum vorum, og það ætti því að vera ]júf skylda þeirra, einkum sunnlenzku kvenn- anna, að sjá um að sæmilegur minnisvarði yrði reistur yfir leiði hennar, sem lítill sýni- legur þakklætisvottur frá þeim, sem notið hafa, og njóta munu ávaxtanna af þessu lífs- starfi hennar. Það væri sú minsta þökk, sem vér gætum látið í ijósi við minningu þeirra tveggja forstöðukvenna fyrstu kvennaskól- anna, hins sunnlenzka og norðlenzka, að láta ekki leiði þeirra týnast alveg í kirkjugörðun- um, svo komandi kynslóðir vissu hvar þeirra væri að leita. Alþýðumentun og alþýðufræðsla. Þegar eg las „Þýðingar" Sig. Ncrdals pró- fessors í Skýrni, fanst mór þar vera á svo margt drepið, og um svo auðugan garð að gresja, að mér að minsta kosti veittti ekki af að Iesa þá grein tvisvar sinnum. Og eg las greinina aftur og aftur, með andakt og eítirtekt. Þar eru svo margar góðar hugsanir settar fram, sem æskilegt væri að kæmust lengra en á pappírinn. Og þar er talað um okkur af svo mikilli velvild og hlýleik, að manni getur orðið hlýft til höfundarins sjálfs. Það er auðséð að fjarlægðin hefir ekki dregið úr ræktarsemi hans til lands og þjóðarinnar hér heima. Miklu fremur mætti segja, að hún hefði breytt einhverja fegurðarblæju yfir margt i þjóðlífi okkar í augum hans, svo að kostirnir hefðu mænt upp úr eins og fjalla- tindar í fjarska, en það lægsta alveg horfið. Eg ætla mér ekki þá dul, að gagnrýna þessa ritgerð, eða að fara að draga neitt úr því lofi, sem hún hefir fengið hjá mörgum. Aðalhugsunin í henni, að veita hingað straum- um af því besta úr heimsbókmentunum, mundu allir kjósa að kæmist í framkvæmd. — En það var annað atriði í henni, sem eg ekki gat orðið höfundinum eins fyllilega samdóma um. Það er um islensku alþýðu- mentunina. Þar stend eg líklega of nærri, til þess að sjá aðeins „tinda“ þessarar ment- unar, og geta óskað eftir að hún haldist altaf í sama horfinu. Sig. Nordal segir að það, sem gefi alþýðu- mentun okkar gildi sitt, só sjálfsmentunin. Það sé viðleitni alþýðunnar sjálfrar til að menta sig, sem gefi yfirburði yfir skólament- unina. „Og eðlileg ástæða sé til þess, að Is- lendingar séu ekki allir skólagengnir. Það sé fátæktin og strjálbygðin. — Og mikill sé ábyrgðarhluti þeirra manna, sem vilja rísa gegn forlögunum og staðháttunum og koma upp barnaskólum í hverjum hreppi eftir út- lendri fyrirmynd, í stað þess að hlúa að heimilismentuninni og byggja á þeim grund- velli, sem aðstæður og aríhættir hafa lagt.“ — Hér get eg með engu móti orðið prófessorn- um sammála eða samferða. Eg held að fjar- lægðin skapi hyllingar fyrir sjónum hans, og þannig verði tindar alþýðumentunarinnar og sjálfsmentunarinnar hærri í augum hans, en ef hann hefði altaf staðið mitt á meðal sjálfrar alþýðunnar og fylgst með hennar andlegu og líkamlegu högum og þekt þær breytingar, sem á þeim eru orðnar, einmitt nú á siðari árum. Auðvitað er það ólíku skemtilegra fyrir okkur Islendinga, að fá að heyra aðdáun yfir alþýðumenningu okkar, heldur en að fá svo kalt bað yfir höfuðið á allri okkar sjálfsdýrkun, sem Einar Hjörleifsson Kvaran slengdi framan í okkur hér um árið: að íslenska alþýðan væri illa mentuð og orðin eftirbátur margra annara þjóða í menningu og þekkingu. Það þurfi.i einurð til að segja slikt opin- berlega. Og eg verð að segja, að mér þótti vænt um að einhver vildi og þorði að segja það, af þeim mönnum, sem tekið var mark

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.