Kvennablaðið - 30.04.1919, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 30.04.1919, Blaðsíða 4
28 KVENNABLABÍÐ úr garði, að þau menti sig sjálf síðar. Og þá er þeim einmitt mikilsvarðandi að hafa fengið góða undirstöðufræðslu. Auðvitað er það satt, að margir agnúar geta verið á skólamentuninni. En hvaða fyrir- komulag er það, sem er alfullkomið og agnúalaust? Ef við ekki getum fengið það besta, þá tökum við það næstbesta. og get- um við ekki fengið góða fræðslu handa börnunum á heimilunum, og það er ómögu- legt að fá alment nú, þá veitum við þeim skólaíræðslu og reynum að gera skólana svo vel úr garði og kensluna svo hagnýta sem íöng eru á. Eg játa það, að mér er sárt um börnin og barnafræðsluna. Eg man ofvel eftir því, hvað ónóg og örlítil tæki voru á mínum æskuárum fyrir börn alment, til að ná nokk- urri bóklegri þekkingu. En við höfðum þó meiri ró og næði en börnin hafa nú alment, og þessvegna tókst einstöku unglingi að komust upp á eigin spítur dálítið áleiðis, til þess síðar að geta notað sér bækur, þótt litla hjálp væri að fá. Og þegar við svo höfum séð bömunum fyrir góðri undirstöðufræðslu, þá vona eg að „Þýðingarnar" eigi gott og mikið erindi til íslensku alþýðunnar. Misrétti. „Eg vildi að kvenfrelsið hefði byrjað á fót- unum, sagði stúlka ein“, er hún eftir erflða vinnudaga varð að taka það í hvíld sína, að hirða skó og sokkaplögg karlmanna. — Og heimskuleg eða ósanngjörn ósk var þetta ekki. Því að misrétti er það, þegar konur og karlar koma samtímis* frá sömu vinnu, að þá skuli karlmaðurinn undir eins geta gengið til hvildar, en kvenmaðurinn skuli oft og einatt verða að taka mikið af sínum sjálf- sagða hvíldartíma til að hirða plögg karl- manna. Áð þetta skuli viðgangast, er nokkuð sök okkar kvenna, er yfir stúlkum eiga að ráða. Það erum vanalega við, er biðjum stúlkurnar að hafa þjónustubrögð þessi á hendi, þó að þ'ær hinsvegar aftur á móti vilja okkar verði að nota hvíldartíma sinn til þess, sakir óhjákvæmilegra anna, sérstak- lega um sumartímann. Hið réttlátasta og sjálfsagðasta í þessu efni er það, að karl- menn hirði plögg sín sem mest sjálflr, þótt auðvitað geti komið fyrir undantekningar frá þeirri reglu, eftir því hvernig á stendur. Hús- bændur þurfa sem fyrst að gera gangskör að því, að þetta verði alment gert. Eg veit af eigin reynd, að þetta getur vel gengið, þótt sumataðar megi búast við mótspyrnu í byrjun. J. Krisijánsdóltir Fjalldal á Melgnuevri. Mjólkursendillinn. Sagan um mannlegt réttlestl. Þýtt. Það sást ekki mikið af götunni úti fyrir glugg- anum, því óveðrið var svo vont og stormurinn þyrlaði snjónum í allar áttir, eins og hann ætlaði að grafa litla smábæinn undir djúpri fannabreiðu. En inni í húsunum var hlýtt og notalegt. Og 1 salnum hjá majórnum stóð langt og mjótt borð á miðju gólfi, hlaðið með allskonar góðgæti, sem þó var farið að minka, því gestir og heima- fólk höfðu gert sér í besta lagi gott af þvf. Loginn í gamla rósótta leirofhinum lýsti upp og gerði herbergið enn ánægjulegra. Fólkið kring um borðið var nú líka farið að tala saman. — »Skárri eru það nú ósköpin, sem við höfum rutt í okkur,« sagði majórsírúin. »En góða Kaisa mín, mundu eftir að þú ert matmóðirin,* sagði majórinnn brosandi. »Já, eg veit það. Þetta lætur líklega heldur ókurteislega f eyrum. En hvað á maður að segjar Hversvegna þurfa allir að troða svona miklum mat í sig við öll tækifæri? Þvi getum við ekki fundið upp betri siði og betri skemtanir?* >Það er af því, að einhverntíma verða menn að taka á sig sitt rétta eðli. Við erum öll gráðug rándýr, en höfum stritast við að bera menningar- haminn það mesta af árinu. Við vetrarsólhvörfin fleygjum við af okkur spennitreyjunni og þá nýtur dýrið sín,« sagði læknirinn. »Einhverntíma verður maður að fá að draga almennilega andann eftir öll fínheitin, Og þegar nú siðvenjan leyfir mönn-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.