Kvennablaðið - 30.04.1919, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 30.04.1919, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ 27 á hvað sögðu. Mér fanst það vera satt og rótt, og verða að segjast einmitt nú. Eg er ekki að gera lítið úr okkar gömlu alþýðumenningu fyrir það. Hún var góð og þakkarverð á sínum tíma. En nú eru tímarnir alt aðrir og alt annað ásigkomulag og ástæður fyrir hendi hjá þjóð- inni, svo að sú aðferð hennar, sem þá var algengasta mentameðalið, heimilisfræðslan, getur nú ekki átt sér stað nema mjög óvíða, af þeirri einföldu ástæðu, að nú útheimtist miklu margbreyttari þekking og kunnátta í öllum efnum en áður. Nú er fólksleysið orðið víðast svö tilfinnanlegt, að mikinn hluta árs- ins verður fjöldi heimila að bjargast áfram með litla eða enga vinnukrafta aðra en hús- bændanna sjálfra, og barnanna, jafnóðum og þau vaxa upp, því vantar börnin bæði kennarana og tíma til þess að geta sjálf lært nokkuð. Skólastjóri séra Magnús Helgason hefir drepið á margar af þeim ástæðum, sem nú gera heimilisfræðsluna ómögulega, í skóla- uppsagnarræðu sinní, sem tekin er upp í „Tímann", og munu flestir, sem kunnugir eru hór á landi, vera honum samdóma í því efni. En svo er einnig á það að líta, að oft er ofmikið gert úr þessari alþýðumentun. Það var alls ekki alment, að karlar og því síður konur næðu miklum þekkingarforða, né andlegum þroska. Það voru miklu fremur undantekn- ingarnar, gáfuðustu og námfúsustu ungling- arnir, sem, þrátt fyrir mótstöðu og hvers- konar erfiðleika, öfluðu sér meiri eða minni fræðslu og þekkingar. Alþýðumentun okkar bygðist á gömlum, þjóðlegum grundvelli. Það er satt. Hún bygðist á ritum og sögnum forfeðra okkar. Það var auðvitað góður og hollur grundvöllur, en til lengdar nægði hann þó ekki. Við gátum ekki altaf haldið áfram að lesa ekkert nema „rímur, riddarasögur, Vídalínspostillu og Islendingasögurnar*. Og kennararnir, sem börnin fengu á heim- ilunum, meðan heimilisfræðslan var ein um hituna, voru ekki ætíð af betri endanum. Að minsta kosti man víst margt af eldra fólkinu eftir körlum og kerlingum, sem litið eða ekkert gátu gert til gagns á heimilinu annað en „að kenna krökkunum að stafa" og þegar lengra var komið, þá kverið. Og úr mörgu barninu var oft murkuð öll náms- löngun á þann hátt. Víst var það merkilegt, hvað einstöku menn gátu eignast af þekkingu og andlegum þroska með þeim óblíðu skilyrðum, sem þá voru fyrir hendi. En eitt höfðu þeir oft fram yfir nútíðar unglingana. Þeir höfðu oft óskiftari tíma. Þá glapti færra fyrir. Og þá var bóka- lestur hverjum námfúsum unglingi besta nautnin, sem unt var að fá. Ekki trufluðu skemtanirnar á þeim árunum. Nú eru alt aðrir tímar. Nú nægir ekki lengur að vita eitthvað meira eða minna um íortíð okkar eigin þjóðar, sagnir hennar og bókmentir. Nú verðum við að kynna okkur ásigkomulag annara þjóða. Við verðum miklu meira að búa okkur undir lífsbaráttuna en áður var gert. Nú er sam- kepnin orðin margfalt meiri, atvinnuvegirnir einnig alt aðrir og fjölbreyttari. Nú er sér- námið og iðnnámið að komast til valda. Til þess' þarf margháttaða þekkingu. Og undirstaðan undír allri núverandi alþýðu- mentun hlýtur að vera barnafræðslan. Ofan á hana má svo byggja og á að byggja alla aðra fræðsiu sjálfsmentunarinnar og skólanna, bóklega og verklega. Og þessa barnafræðslu geta heimilin mj ög óvíða veitt. Það dugar ekki að óska eftir henni og stara á hvað hún var og hvað hún ekki var. Þeir tímar eru liðnir og koma aldrei aftur. Því skal fúslega játað, að best væri að hvert heimili væri svo vel mannað á allan hátt, að það gæti hjálparlaust annast alt upp- eldi barna sinna. En þegar það getur ekki orðið, þá verður að styrkja þau til þess að meira eða minna leyti. Og barnafræðslan verður að vera svo góð sem unt er, því þá fræðslu mega margir láta sór nægja með að mestu leyti, um æfina. Mörg fátæk börn geta varla beðið eftir ferm- ingunni heima hjá foreldrum sínum, eða þar, aem þau alast upp. En þegar hún er afstaðin, þá er þeirra námstíma lokið, nema guð og þeirra góða hamingja hafi gert þau svo ríkulega

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.