Kvennablaðið - 30.04.1919, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 30.04.1919, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ 29 um að eta um jólin svo mikið af kjöti í fjórtán daga, sem þeir geta og vilja, þá taka menn til sín af réttunum, án þess að lesa borðbænina.* »Uss, hvað þú ert grófur,« sagði læknisfrúin, en hún sagði það eins og hún meinti það ekki. >Já, þú ert voðalegur,« sagði majórinn. »Á svona kvöldi ættu menn bara að tala um eitthvað fallegt, eða segja fallegar sögur. — En hvað gengur að þér Karin mín! Mér sýndist þú svo sokkin ofan í sjálfa þig, og svo ferðu alt í einu að hálf hlægja.* »Já, vel á miust. Þú varst að tala um sögur. Er nokkur hér inni sem heldur að eg sé reglulega voðalega samansaumuð grútarsál?« Læknirinn lagði frá sér pappírshnífinn, sem hann sat með í hendinni, og beygði sig niður yfir borðið. »Mér líst nú aldrei á, þegar fólk fer að hlægja að sjálfu sér. eða spyrja aðra að kynlegum spurningum.* >Já, — eða haldið þið að við Ernst séum f sllkum fjárhagskröggum, að við verðum að fara í handalögmál við viðskiftamenn okkar, eða berja smábörn, sem koma með reikninga frá þeim?« »En, góða Karin, hvað gengur að þér?« sagði læknisfrúin og settist upp í hægindastólnum. »Já, það segi eg líka,« sagði majórinn. >Já, getið þið svarið að þið munduð ekki trúá þvl þótt þið heyrðuð það?« »Af hverjum ættum við svo sem að fá að heyra það?« spurði læknirinn. >Ef þið farið niður til kaupstaðarins og biðjið um upplýsingar um okkur, þá fáið þið vfst eitt- hvað að heyra; svo framarlega sem þar hefir ekki komið fyrir ennþá verra hneyksli siðan, sem hefir borið skugga á okkur. Við áttum sem sé heima þar fyrir 15 árum.« »Hneyksli? Um yður?« Læknisfrúin var mjög efandi í málrómnum. »Já, það var óttalegt hneyksli. Og mig dreymir um það stundum ennþá, og þá verð eg öll í einu köldu svitabaði þegar eg vakna. — En annars var það f raun og veru afarmerki- leg saga, — mér liggur við að segja þýðingar- mikil og djúp saga, sem mér skyldi þykja vænt um að heyra ef eg væri rithötundur. En enginn þeirra gæti fundið upp slíka sögu. Það er saga um velgerning, gerðan á aðfangadagskvöldið, svo að það er að því leyti eiginlega ein af fallegu sögunum, — að minsta kosti f byrjuninni. Þið hafið sjálfsagt heyrt orðtækið, að guð elski glaðan gefanda. »Já,« sagði læknisfrúin. »En það er alveg skakkt; það veit eg. Suma gefendur elskar hann vist ekki, eða hann getur þá dulið þær tilfinningar sínar mjög vel. Eg veit það af reynslu, því eg gerði einu sinni velgerning.« »Þú?« sagði kapteinsfrúin. »Já, eg. Blessuð vertu ekki svona undrandi. Mundu að eg hefi boðið þér til miðdags- verðar. »Nú verðið þér að koma með söguna, áður en þið farið í hár saman,« sagði læknirinn. »Já, þá bjuggum við í . . . . kaupstað. Við vor- um þar 4 fyrstu árin ettir að við giftumst. Þá var það eitt aðfangadagshvöld að það snjóaði voða- lega mikið, alveg eins og í dag, með þrjátíu stiga frosti. Það var ómögulegt að ljúka upp gluggunum, þeir höfðu frosið fast saman. Hneykslið byrjaði einmitt með því, að eg stóð við svefnherbergis- gluggann og reyndi að opna hann.« »Hneykslislega klædd?« spurði læknirinn. »Nei, ónei, víst ekki. Hneykslið var ekki svo venjulegt. Eg var einmitt ákaflega vel klædd. Eg var í ljósbláum morgunfrakka, með ekta knippl- ingum. Svo fín hefi eg hvorki tyr né síðar verið, því þá vorum við alveg nýgift, svo Ernst horfði þá ekki báðum megin á húshaldspeningana. »Þakka!« sagði majórinn. »Og svo át hgnn þá sfldarbfting, svo maður gat verið almennilega snoturt klæddur. Nú, nú, eg stóð þarna í mínum ljósbláa og reyndi að opna gluggann, en um leið varð mér litið út á götana.« »Mjög einkennilegt,« heyrðist frá lækninum við ofninn. »Verið þið nú svo væn að lofa mér að vera f friði, meðan eg segi söguna. Og úti á götunni sá eg nokkuð, sem gerði mig frá mér af undrun og meðaumkun. Munið eftir, að það var jólamorgun. — Nú, hvern haldið þið að eg sæi koma pjakk- andi gegn um snjóskaflana, sem náðu honum al- veg upp f magann?« »Við þorum svo sem ekki að tala eitt orð,« sagði læknirinn. Þess þurfið þið heldur ekki. Eg spurði bara til að auka forvitni ykkar. Jú eg sá drenginn, sem venjulega kom með mjólkina á morgnana. Hann var örlítill og sýndist helblár af kulda. Hann pjakkaði þarna í sniónum, með tvo voðastóra koparbrúsa. — Mér lá alveg við að fara að gráta. Þið verðið að muna að klukkan var bara 8 um morguninn og veðrið var voðalega vont. Eg hela eg hafi staðið þarna og hórft á hann í heilar fimm mínútur, og svo mikla jafnaðarmenskutil- fiuningar hefi eg aldrei fundið til, fyr né sfðar. — Eg hugsaði með mér, að þarna stæði eg, fullvaxin mannnskja, í hlýju fínu herbergi, nýstaðin upp úr ágætu, mjúku rúmi, og þyrfti ekki einusinni að stinga nefinu út í Ir.uldann, fremur en eg vildi. Og svo kæmi þarna lítill, fátækur krakki pjakk- andi í gegnum snjóskaflana, og dragandi tvo þunga mjólkurbrúsa á litlu handleggjunum sínum í slíku veðri. Og ef til vildi hafði hann orðið að gera þetta í fleiri tfma um morguninn.« »Uss, þetta hugsa eg líka stundum,* kom nú úr hægindastólnum. »Eg skil ósköp vel hvernig þér leið.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.