Kvennablaðið - 30.04.1919, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 30.04.1919, Blaðsíða 6
30 KYENNABLASIS „Já, það var óttalegt. Og einhverstaðar úti í bænum stæði svo aumingja hestbykkja. Hugsið ykkur að mér fanst eg yrði að gráta reglulega, svo eg hljóp fram í eldhúsið-------“ „Skil ekki samhengið," sagði læknirinn spyrjandi. „Ætlaðir fram í eldhús til að gráta í vatnsleiðsl- una?“ „Svei þérl Nei, en eg ætlaði að gleðja drenginn svoiltið. Fyrst fékk hann kaffi, fullan tebolla, og svo tróð eg hann alveg sívalan, með Saffransbrauð í hvem einasta vasa, þegar hann kom ekki meiru í magann. Og svo fanst mér að eg skyldi :iú setja smiðshöggið á allar góðgerðimar. Því krakkinn var í raun og veru að sjd glaður yfir þessu, og svo gaf eg honum tvær krónur, og sagði að áðra þeirra skyldi hann eiga sjálfur, en hina ætti kúsk- urinn að fá, því kúskurinn þurfti líka dálitla hressingu, því veðrið var hræðilegt." — „Nú, en hesturinn, fékk hann enga peninga?" spurði kapteinninn. „Hann fékk kökubita. Að minsta kosti sendi eg honum hana, og hann hefir eflaust fengið hana líka," sagði majórsfrúin hikandi, eins og henni heföi komið eitthvað í hug. — »Það var fyrir stríðið, svo drengurinn át auðvitað ekki hart brauð." „Nú, nú,“ sagði læknisfrúin, án þess að taka eftir hikinu á majórsfrúnni. „Já, þið getið getið nærri að drengurinn var glaður. Augun ljómuðu reglulega. Það var svo- lítill indæll drengur, það hafði mér altaf fundist. En þegar hann stóð þarna á miðju eldhússgólfinu, þá fanst mér hann eins og engill á jólaspjaldi. Það var eitthvað í andlitinu eins og forklárað. Mér fanst eg vera ákaflega ánægð með sjálfa mig. mér fanst ekkert jafn dýrlegt eins og að gera gott.“ -- „Þetta er reglulega falleg lítil jólasaga," sagði læknirinn. „Ealleg? Bíðið þið, svo skuluð þið fá að heyra meira. Drengurinn hneigði sig víst nftján sinnum, og svo tók hann koparbrúsana og fór. En \ dyr- unum sneri hann sér við og sagði: >Vill frænka ekki kaupa einn liter af rjóma? því þá get eg út- vegað hann, því kúskurinn hefir einn liter af rjóma til, það veit eg.“ „Eg skil ekki,“ — sagði kapteinnínn. „Það var annars alveg ómögulegt að fá nokkra ögn af þykkum rjóma, skal eg segja ykkur. Við höfðum fengið aðeins Va líter rjóma til jól- anna, hvernig sem við höfðum grátbeðið um meira fyrirfram. Og þér getið þá skilið hvað glöð eg varð. Eg hugsaði með sjálfri mér: Nú fer Drottinn strax að gefa mér vextina af þessum tveimur krónum minum. Agnes móðursystir sagði altjend að sá sem gæfi fátækum fengi það sjöfalt aftur." „Jæja, fékst þú það?“ spurði kapteinsfrúin. „Já, eg fékk það, en eg kem seinna að því. Eg rak svo drenginn út eftir þessum rjómapotti, sem var arbragðs góður og kostaði eina krónu og fimmtíu aura. En þið skiljið víst að eg var óvön við að gera svona gott af húshaldspeninuunum og gat því ekki stilt mig um að spyrja drenginn, hvort kuskinum hefði þótt vænt um að fá krón- una.“ „Nú, nú,“ sagði læknirinn. „Jú, jú,“ sagði drengurinn. „Anderson varð svo glaður.« »Og svo'?« spurði kapteinsfrúin. »Svo liðu jólin, og eg hugsaði aldrei um þessar tvær krónur — hvort sem þið trúið mér nú eða ekki — fyr en á nýársmorguninn, þá kom kúskurinn sjálfur upp með mjólkina, eg var af hendingu f eldhúsinu. En hann var alveg eins í viðmóti og vant var, og það fanst mér undarlegt, þegar hann hafði fengið heila krónu að gjöf.« »Oskiljanlegt,« kom nú frá kapteininum. »Ef fólk gæfi mér eina krónu 1 drykkjupeninga, þá mundi það sjást á mér undireins.« Majórsfrúin fátaði dálítið með ávaxtahnífinn. >Eg hlýt að vera illa löguð fyrir góðgerðastarf- semi, það veit eg nú, þvf mér fanst það reglulega dónalegt af karlinum að þakka ekki fyrir sig. En eg sagði auðvitað ekkert, því maður verður að látast hafa takt. Og eg hugsaði að hann hefði ef til vill ekki skilið að það var eg, 'en haldið að það hefði verið einhver annar. Og það gerði líka ekkert til, þó það værí leiðinlegt. En þegar hann svo kom dag eftir dag og aldrei inti neitt í þá átt — því drengurinn var alveg hættur að koma — þá fór þetta að gera mig dálítið órólega. Mér fanst, að þegar maður hefir verið vingjarnlegur og gefið þeim krónu — — Þá ætti það eiginlega að koma í blöðin," bætti læknirinn við. »Vertu nú ekki ertinn.« — »Svo þegar eg var einn morgun í eldhúsinu þegar hann kom, þá gat eg ekki þagað, þótt líf mitt hefði legið við. En eg vildi ekki vera frffhta- leg, heldur talaði utan að því og sagði: Jæja, kúskurinn kemur þá sjálfur með mjólkina. Hvert hefir litli drengurinn farið, sem áður kom hingað? Og vitið þið hvað hann sagðiÞ1 „Lfklega eitthvað ekki sérlega lofsamlegt um strákinn?" sagði læknirinn spyrjandi. »Já, vertu viss, en hvernig vissir þú það?« »Jú, af því eg hefi sjötta skilningarvitið. Og að hann hafði aldrei fengið krónuna, það gat eg skilið með hinum fimm venjulegu.« (Frh.)

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.