Kvennablaðið - 30.04.1919, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 30.04.1919, Blaðsíða 1
Kr Atiuftbl«ðið ko*t- »r 3 kr.inBanlftnda erlendi* kr. 3 60 (1 dollftr reitftn- hftfi) '/« yerðiini borgiit fyrfrftm, en */• fyrir 16. júli. ticmia&labtíi. é Uppiögu ikrifleg bnndin rið ire- mót, ógild nemft komin 16 til út- geí. fyrir 1. okt og kftnp&ndi hftfl borgftð ftð fullu. 25. ár. Reykjavík, 30. apríl 1919. 4. t Frú Þóra Melsteð. i ____ Hún var fædd 18. des. 1822 í Skjelskör á Sjálandi, og dó 21. apríl 1919. Varð hún því rúmra 96 ára. Hún var dóttir Gríms amt- manns Jónssonar, sem margir hafa heyrt get- ið, og konu hans Bir- gitte Cecilie Breum, er var af norskum ætt- um. Ólst hún upp hér á landi á Möðruvöllum í Hörgárdal frá því hún var 4 mánaða gömul, til 10 ára. En eftir það í Danmörku til tvítugs- aldurs, fókk hún marg- háttaða mentun, bæði i bóklegum og verk- legum greinum, sem kom henni síðar að miklum notum við skólahaldið 1 Reykjavík. Með frú Þ. Melsteð eiga íslenzkar konur á bak að sjá einni af sínum merkustu konum frá 19. öldinni. Það var hún, sem fyrst allra kom á kvennaskóla hér á landi með tilhjálp manns síns. Og þann skóla elskaði hún sem móðir barn sitt. Henn- ar skólahugsjón var eiginlega reglulegur hús- stjórnarskóli. Hún vildi gera íslenzku stúlk- urnar sem færastar í húsmóður- og móður- stöðuna, sem væri þeirra eðlilegasta starf. Það er skýrt tekið fram í „ Ávarpi til íslend- inga“, sem 25 kvenna nefndin sendi út um land 18. marz 1871. Og með því það er mjög fróðlegt að bera saman þá skólahugsjón, sem fyrir henni vakti þá, við það kvenna- skólafyrirkomulag, sem nú er að verða efst á baugi hjá konum í mörgum löndum, þá skulu hór teknir aðaldrættirnir í þessu fyrsta hugsaða skólafyrirkomulagi frú Þ., sem því miður ekki gat þrifist hér, af ýmsum ástæðum. 1) Að guðsorð sé baft um hönd að minsta kosti á hverju kvöldi, til að viðhalda og efla hjá hinum ungu gott hugarfar og sið- samlega hegðun. 2) Að innræta þeim i öllum greinum reglusemi, áreiðanleika, þrifnað og skynsamlega sparneytni. 3) Að þær læri að halda herbergjum, hús- og bús- gögnum hreinum ogþokka- legum, hafa hvern hlut í röð og reglu, að búa til allan mat, sem venjulega er haíður hér á landi, hreinan og hispurslausan, með hagsýni og sparsemi; að sníða og sauma alls- konar fatnað, sauma alls- konar útlendan og inn- lendan útsaum, baldýra; ennfremur: að lita, vefa, prjóna ýmislegt (t. d. peys- ur), svo og útprjón, að bekla og knipla o. s. frv. Að þær læri skriít, hið einfaldasta og nauðsyn- legasta í reikningi, að rita móðurmálið nokkurn- veginn rétt, skilja auðvelda bók á dönsku máli, nokkuð í sögu og landafræði (þó fremur eftir frá- sögn eða fyrirlestrum, én að þær þurfi að læra slikt utanbókar); hið nauðsynlegasta í uppdráttar- og sönglist, þess utan hlýða á upplestur á kvöldum úr ýmsum fræði- og skemtibókum. 4) Kenslutíminn ætti að vera 3 ár, 9 mánuðir á ári hverju. Þó gæti skemri tími nægt en 3 ár, eftir efnum og ástæðum.-------- Það var merkilegt við hemiar skóla, og sömuleiðis þann, sem einu eða tveimur ár- um síðar var settur á Laugalandi í Eyjafirði, Frú Póra Melsteð.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.