Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 14.09.1896, Blaðsíða 1

Dagskrá - 14.09.1896, Blaðsíða 1
Verö árg. (minnst 104 arkir) 3 kr., borgist fyrir janúarlok; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. Uppsögn skrifleg bundin viö 1. júli komi til útgetanda fyrir októberlok. DAeSKRA. I, 22—23. Iteykjayík, mánadaginii 14. september. 1896. Til íslenskra skálda og kvæðavina. Það hefur haldist við frá fornu fari hjer á landi, að margir, bæði lærðir menn og ólærðir, hafa vanið sig á að kasta fram vísum, stökum eða kviðlingum við tæki- færi um hítt og þetta, sem við ber í daglegu lífl, ýmist um náuugann, um hina eða þessa viðburði, eða þá eins og menn segja: út í veður og vind. Það er auðvitað að margt flakkar þar misjafnlega gott, og að fjöldi af þesskonar kviðlingum skilst að eins til fulls af þeim, sem kunnugir eru mönnunum eða viðburðunum, sem kveðið er um. En hitt er líka víst, að mörg stakan eða smákviðlingurinn. sem svo er til orðinn, hefur á ör- stuttum tíma flogið í munnmælum landshornanna milli, og að það hefur laungum þótt góð skemmtun hafi fróð an gest borið að garði, er kunni að segja frá mörgu þesskonar. Vísur og kviðlingar eptir Pál skálda, Grisla í Skörðum, Ólaf stúdent og marga aðra þeirra líka flökkuðu á sinum tíma, og flakka enn í munnmælum um land allt. Og enn eru hjer á landi margir menn vel hagorðir, sem kasta fram kviðlingum við tækifæri, er síðan ganga mann frá manni og frá einu landshorn- inu til annars, þótt ekki sje þeir prentaðir. Og margt af þessum kviðlingum er svo sjerstaklega íslenskt og svo vel kveðið, þótt eigi sjeu allir höfundarnir færðir á lista þjóðskáldanna, að þessi kveðskapartegund verður að telj- ast einn aðalþátturinn í skáldskap okkar enn í dag. Og skáldhöfðingi þessarar kveðskaparstefnu er þjóðskáldið Páll Ólafsson. Það væri nú líklegt að mörmum þætti eigi síður gaman að lesa úrval úr þessum landfarskviðlingum á prenti, en að hlusta á aðra hafa þá yfir hvað eptir ann- að. Og því hefur okkur undirrituðum komið til hugar að ekki væri úr vegi að gefa út safn af þeim áprenti. En til þess að það safn geti orðið í lagi þurfum við að njóta aðstoðar manna víðsvegar út um land. Viljum við því biðja, fyrst og fremst þá sem þesskonar kvæði hafa kveðið og vilja láta þau frá sjer til safnsius, að senda þau öðrumhvorum okkar og um leið að greinafrá nafui sínu og heimili. Nöfnum má ieyna eins fyrir því, ef höfundar æskja þess. í öðru lagi biðjum við þá, sem hafa þesskonar kvæði undir höndum eða kunna þau, að senda okkur þau, greina frá höfundum og útvega okk- ur leyfi þeirra ef með þarf til að prenta vísurnar eða kvæðin. Safnið mun koma út svo fljótt, sem kostur er á, og biðjum við þá, sem vilja styðja að því, að senda okkur kvæði þau eða vísur, sem þeir geta látið áf hendi, sem allra fyrst. Fyrst og fremst þurfum við að fá sem mest af óprentuðum vísum og kviðlingum eptir núlifandi höfunda, og þar næst samskonar kveðskap frá eldri tím- um, vísur og kviðlinga, sem alþýða hefur valið úr og gjört að uppáhaldskvæðum sínum, eða hinar svokölluðu „húsgangsvísur". Fyrst mun koma út, eitt sjer, safn af stökum og kvæðum sem núlifandi höfundar gefa okkur leyfi til að prenta, eða nánustu ættingjar höfundanna, sjeu þeir sjálfir látnir. Þetta safn mun koma út jafnskjótt og nógu mikið efni er komið inn, og biðjum við því þá sem vildu leggja til þessa safns, að senda okkur kvæði til þess sem allra fyrst. — Auðvitað nær þessi beiðni jafnt til íslendinga vestan hafs sem austan. Reykjavík, 12. sept. 1896. Einar Benediktsson, Þorsteinn Gíslason. Jarðskjálftarnir. Þegar litið er yfir það litla, sem gjört hefur verið enn í þá átt að hjálpa þeim sem hafa orðið fyrir tjóni af jarðskjálftunum, og búa sig undir að taka á móti nýj- um skaða, reka menn fyrst augun í það, hve afskipta- smá stjórnarvöld vor eru í því máli. Það hefði þó, að því er virðist hjer næst öllum þess- um nefndum, ráðum og borðahúfum, hverri upp af ann- ari, að láta nú til sín taka og sýna það í verkinu að valdsmenn á þessu landi væru ekki settir einungis til að skrifast á aptur og fram um endalausa smámuni og hjegóma sem fara fyrir ofan garð og neðan, framhjá lífinu sjálfu og öllu því sem landsmenn, húsbændur em- bættismannanna þarfnast. Það sem átti að gjörast fyrst, var að safna skýrsl- um um afleiðingar jarðskjálftanna, fyrir milligöngu op- inberra starfsmanna, jafnóðum og skemmdirnar urðu, og tilkynna það þangað sem væuta mátti að hjálp fengíst, í lengstu lög, eða með öðrum orðum hingað til Reykja- víkur, þar sem æðstu ráðamenn opinberra sjóða sitja, og þar sem best föng eru á mannafla og fje til bjargar í bráðiua. — Óvilhallir menn utan sveita hefðu átt að vera nefndir ti! þess að meta skaðann hjá bændum, svo að hægt hefði verið að jafna niður gjöfum einstakra

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.