Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 14.09.1896, Blaðsíða 5

Dagskrá - 14.09.1896, Blaðsíða 5
89 ur samskonar frá yngri árum Jóns of svæsin, of stórorð og grófyrt. En hvorttveggja á vel heima í þesskonar kvæðum. Þau eru ort í hita meðan á stríðinu stendur og þurfa að ná eyrum almennings strax. Pólitiskur ákafi var miklu meiri hjer á árunum næst fyrir '74, og þessi kvæði Jóns geymast sem minningarmerki frá þeim dög- um. Gífuryrði fara mönnum misjafnlega vel. Þau sóma sjer álika og þungt vopn í hönd þess manns, sem hefur góða krapta og skap til að veifa því. Og eins og Jón hefur verið stórorður hefur hann verið umsvifamikill og stórstígur í lífi sínu, og ekki hrokkið aptur- ábak fyrir smámunum. Þegar við lesum erindi eins og þetta úr kvæðinu Afram: Vjer skulum ei æðrast þótt inn komi sjór þó að endur og sinn gefi á bátinn. Nei. Að halda sitt stryk, vera í hættunni stór og horfa ekki um öxl, það er mátinn“. Þá hefur það góð áhrif á okkur að vita að höfundurinn hefur opt og tíðum lent í barningi, og veit hvað það er, að sigia hann krapp- ann, og að hann hefur ekki varpað árunum fyrir horð, þó stundum hafi gefið á bátinn. Flest pólitisku kvæðin eru frá fyrri árum. Ný Bjarkamál, sem ort eru í Reykjavik 1889, eru framhald hinna eldri kvæða. Það er miklu meir ádeilukvæði en hin, og ákafinn er minni en í hinum eldri kvæðum, en margt er þar vel sagt. Hann hefur ort eitt íslandsminni, eptir að hann flutti vestur, mjög fallegt kvæði, og er í því þetta erindi: Fjemætur er fornöld sjóður framtakssömum lýð, aðeins frækorn fyrir gróður, fyrir nýja tíð. Já, vjer elskum ísafoldu eins og verður hún er það fræ rís upp úr moldu árdags móti brún. Jón hefur lítið kveðið á síðari árum; langfiest kvæði liggja eptir hann frá æskuárunum. Hann byrjaði kornungur að yrkja og rita, en leggur skáldskapinn snemma að mestu leiti á hylluna til að gefa sig við öðru, blaðamennsku og pólitík. Og kvæði hans bera enn meiri merki þess, en fleBtra annara skálda okkar, að hann hafi haft kveðskapinn í hjáverkum, og að þau sjeu að eins tækifæris- kvæði. Hann hefur sjaldan vandað sig og síst á því, sem hann hefur kveðið nú á síðari árum. Og aldrei hefur hann látið frá sjer í ljóðum það besta, sem hann hefur hugsað; hann hefur aldrei ort eins gott kvæði og búast hefði mátt við frá honum, aldrei eins gott kvæði og hann hefði getað ort ef hann hefði lagt kveðskapinn meir fyrir sig á fullorðinsárunum en hann hefur gjört. En honum hef- ur nú sýnst að hafa það hinsvegin og er ekkert móti því að hafa. Hann hefur komið við margt og liggja spor hans víða. En skáld- skapurinn gefur lítið af sjer hjer á landi, og er bestur við að fást þeim, sem sitja í hægum embættum og hafa litlar áhyggjur fyrir lífinu. Og við lifum ekki á því að annarhver maður sitji með hönd nndir kinn og yrki. Þrátt fyrir það, sem hjer hefur verið sagt, eru mörg af kvæð- um Jóns Ólafssonar vel falleg; þau hafa náð vinsældum og verið lærð og sungin af alþýðu manna. Sumstaðar er hann nokkuð stirð- ur, en hvergi óaðgengiiegur. Og opt hefur honum tekist vel að yrkja alþýðlega og við allra hæfi; svoeru: Álfasöngvarnir, Sjóferð, Skógargildi o. fl., og má segja um þau kvæði, að hvert mannsbarn kann þan og þau eru sungin um land allt. Þau eru fjörug, ljett og auð- lærð. Smástökur hans eru og smellnar og alþýðlegar t. d.: Jeg fór hálfan hnöttinn kring og hingað kom jeg aptur; jeg átti bara eitt þarílegt þing og það var góður kjaptur. Sama er að segja um vísurnar: Til Kvöldstjörnunnar. Yfir þeim er sá blær, sem auðkennir íslenskar stökur. Og falleg vísa er þetta; „Loptið rauðri litar glóð ljóminn sunnu skæri; fagurt væri ef banablóð böðla Fróns það væri.“ Ýms af gamankvæðum og keskniskvæðum Jóns kunna og margir. Þunglyndið fer honum ekki eins vel; það á miklu betur við hann að líta á lífið frá björtu hliðinni. Það sem honnm semur ekki við eru einstakir menn og stefnur, en ekki heimurinn í heild sinni. Þessi erindi úr kvæðinu Lífið mitt eru góð: „Sje nokkur hlutur sorgar sár, sje nokkuð biturt til, þá eru það horfin æskuár ónýt í tímans hyl. Þá er það að lifa lífi því sem leyfir einga töf og varpar öllum vonu í válega, kalda gröf. Jeg set hjer eitt einkennilegt og gott erindi úr Bœn í þung- lyndi: „Guð minn, Guð minn! Lægðu, lægðu lífsins storm! Herra, herra! Yægðu, vægðn veikum orm! Hjer er sami ákafinn sem viða í pólitisku kvæðunum, og eins er í kvæðinu A Sierra Nevada, sem er eitt af allrabestu kvæðum hans. Eitt af kvæðum hans heitir: Til gamals manns, og hefur sá hinn gamli maður, eptir kvæðinu að dæma, verið breytingagjarn framfaramaður á yngri árum, eu með aldrinum orðið apturhaldB- maður og horfir nú með óhug og undrun á þá, sem yngri eru og á eptir honum koma til að rífa það niður eða breyta því, sem sjálf- ur hann var með tii að reisa. En þetta er ekkert einsdæmi, því svona fer mörgum gömlum mönnum. Ungir vildu þeir bæta um verk feðra sinna og fannst það þá kenjar og forneskja úr köllun- um að vera að malda í móinn, en nú þola þeir illa að verða fyrir hinu sama af sínurn eigin sonum. Það sem ein kynslóðin byggir upp, rífur hin næsta niður. Svo hefar það gengið og mun ganga til eilífðar. Og kvæðið endar svona: „Og guði sje lof, þeim gömlu máttur þverrar! Já, guði sje lof, þeir ungu eru tímans herrar!“ Höfundurinn hefur verið á undan sínum tíma, og eins og kunn- ugt er brotið að mörgu í bága við það sem eldra var. Hann hafði öll skilyrði til að verða brautryðjandi maður á vegi landa sinna til framfara og menningar, en hjer er að eins að ræða um þýðing hans sem skálds. Og hann er milliliður milli eldri og yngri skáldaflokks- ins hjá okkur. Hann kemur fram miklu fyr en Yerðandimennirnir um ’80, og heyrir þó nánast til þeim flokki. En áhrif hans sem skálds hafa orðið miklu minni, en þau hefðu getað orðið, vegna þess hve lítið hann hefur fengist við kveðskap á síðari árum. Og þó á hann sjerstakt sæti meðal helstu skálda okkar. Mörg þeirra hafa ort með meiri skáldlegri íþrótt, en ekkert þeirra hefur með lífi sínu lagt eins mikið inn i kvæði sín og hann. Útlendar frjettir. Kmh. 5. sept. 1896. Noregur. Þar hugsa menn ekki um annað en Nausen og hans afreksverk. „Fram“ kom, eins og fyrr er sagt til Wardö 24. ágúst, og síðan hefur hann verið í söðurför meðfram strönd Noregs. Fyrst komu þeir við í Niðarósi; þar höfðu þeir ágætar viðtökur; 30,000

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.