Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 14.09.1896, Blaðsíða 3

Dagskrá - 14.09.1896, Blaðsíða 3
87 í Grímsnesi gerfjellu tveir bæir í Hestfjalli 5. þ. m. og víða útihús. Tjón varð og nokkurt í G-rafningi. Bær- inn á Torfastöðam hrundi aigerlega og komst fólkið með naumindum út; varð þar að kasta börnuuum út um giugga. í Þingvallasveit fjell bærinn að Svartagili. Nokkrar skemmdir, en þó eigi stórkostlegar hafa orðið á brúnum á Þjórsá og Ölfusá. Hrunið hefur und- an trjebrúnni austanvið Ölfusárbrúna og hefur hún af því laskast nokkuð, svo að eigi verður nú farið þar yfir- um með hesta, en vel fært gangandi mönnum. Mun að- gerðin ekki taka langan tíma. Einnig hefur hrunið úr bakkanum austan við Þjórsárbrúna og þarf þar nokk- urra aðgerða áður fært verði þar yfirum með hesta. 10. þ. m. kom allsnöggur kippur, en ekki fara sög- ur af því, að hann hafi nokkurstaðar valdið tjóni. Allra þessara jarðskjálfta hefur orðið nokkuð vart hjer í Reykjvík, en engar skemmdir hlotist af. Margar óljósar og rangfærðar fregnir hafa borist um það, hvort nokkur merki hafi sjest til eldgoss. Eptir því sem komist verður næst eru þó allar líkur til þess að eldur eða vatn hafi brotist út, fyrst á sunnudag eða mánudag eptir jarðskjálftana 5. og 6. þ. m., einhvers- staðar austur í jöklum. Hjeðan úr Reykjavík sást mökk- ur mikill í austri. að sjá í áttina til Heklu, 7. þ. m., er líktist mjög eldgosmekki, og sást þessi sami mökkur af Skeiðunum enn glöggvar, og fullyrtu menn þar að ekki gæti stafað frá öðru en gosi. — Af landsskipinu „Vesta“ hefur sjest sterkur eldbjarmi um miðja nótt utan af hafi sunnan við land, í áttina norður og austur af Mýrdalsjökii. — Af hvalveiðaskipinu Friðþjófi sást einnig afarmikill mökkur á austurloptinu, er skipverjar ætluðu vera af jarðeldi. — Aska kvað hafa fallið á þil- farið á kaupskipi frá Keflavík fyrir nokkrum tíma síð- an, og einnig hefur heyrst að menn hafi þóttst sjá eld úr Fljótshlíðinni fyrir 2—3 dögum. Allt þetta er þó svo óvíst, að ekki verður á því byggt með vissu, enda þótt það sje miklu sennilegra í sjálfu sjer að gos fylgi þessum jarðskjálftum, eptir þeirri reynslu er ísland hefur haft að undanförnu, og er það fremur hjákátlegt að heyra menn, sem hvorki þekkja upp nje niður í neinu er lýtur að jarðfræði eða jarðeldasögu, romsa langa dælu um það þessa dagana, að ekkert gos muni hafa verið eða muni verða þessum umbrotum sam- fara, enda þótt þess konar hræringar að vísu sjeu al- gengar í eldfjallalausum löndum. íslensk blöð. Mörgum þykir sem nú sje orðið ofmikið um blaða- útgáfu hjer á landi; og það er þeirra skoðun, að hvergi í veröldu sje jafnmikið ritað og prentað að tiltölu við fólksfjölda og hjer. Væri nú þetta rjett, mundi bágt að mótmæla hinu fyrra. Og þó ekki væri gefið hjer út jafnmikið sð til- tölu og víða annarstaðar, getur það samt sem áður ver- ið of mikið. En það mun vera tilfellið hjer sem optar að menn tala út í bláinn. Veit nokkur maður í hvaða hlutfalli við stöndum að þessu leiti við aðrar þjóðir? Hefur nokkur lagt sig niður við að ransaka það? Vjer höfum ekki gjört það. Og þó væri nógu gaman að þekkja þetta. Blaðaraönnunum sjálfum þykja blöðin of mörg. Hver um sig kysi helst að ekkert blað þrifist í landinu ann- að en hans eigið blað. Því hver um sig vill skara eld- inn að sinni köku, og blaðamennska borgar sig ekki ýkjavel á voru landi, sem skiljaniegt er. Og menn halda að með samkeppni hljóti blöðin að draga kaup- endur hvert frá öðru líkt og kaupmennirnir viðskipta- menn þar sem samkeppni á sjer stað. En hjer er ólíku jafnað saman. Því það er miklu takmarkaðra, hve mik- ið hver einstakur maður getur látið í sig og á af vör- um frá kaupmanninum, heldur en hitt, hve mikið hann getur komist yfir að lesa af dagblöðum. Mönnunum er af náttúrunni sett miklu þrengri takmörk fyrir því, hve mikils þeim sje hollt að neyta af líkamlegri fæðu, en af andlegri. Bóndinn þarf visso.na fjölda af mjeltunnum til búsins, en ekki vissan fjölda af prentuðum pappírs- örkum. Ef blöðin eru góð og honum finnst það svara kostnaði að kaupa þau, þá eru takmörkin víð, hve mikið er hægt að brúka. Það mætti helst likja blaðakaupunum saman við vínkaupin; ef mönnum finnst þau hressa og fjörga og bragðið gott, eykur nautnin lystina án afláts. Það er enginn efi á því, að blaðalestur er hjer miklu minni en í útlöndum, vegna þess hve blöðin eru hjer lítil og koma sjaldan út. En það mundi líka reynast svo, að minna sje gefið hjer út af blöðum að „tilltölu við fólksfjöldann en víðasthvar annarstaðar í hinum menntuðu löndum. Það sem hjer er gefið út árlega af blöðum, mundi ekki gjöra betur en fylla upp einn ár- gang af ýmsum hinum stóru blöðum erlendis, sem út koma daglega. Það mundi jafnvel ekki gjöra betur en fylla upp einn árgang af stærstu blöðum annarar eins smáþjóðar og Dana. í hverri borg, sem talin er fjöl- menn, koma mörg svo stór blöð út, auk vikublaða og mánaðarblaða. Þar að auki hefur hver landshluti, eða hvert hjerað sjerstakt blað út af fyrir sig, sem útkem- ur daglega. Á hverjum degi lesa verkamenn erlendis blaðið sitt, og það er eins mikið í því og fimm eða sex íslensku blöðunum til samans. Ef rjett er að gáð hyggj- um vjer að t. d. í Danmörku komi töluvert meir út af blaðamáli að tiltölu við fóiksfjölda en á íslandi.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.