Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 14.09.1896, Blaðsíða 2

Dagskrá - 14.09.1896, Blaðsíða 2
86 manna og annari ókeypis hjálp, en sveitastjórnirnar sjálf- ar hefðu átt að segja til hve mikið lán þær álitu hlut- aðeigandi sveitarfjelag þurfa. — Þá hefði verið hægt að skipta rjettilega milli roanna því sem fyrir hendi var af opinberu lánsfje, gjafafje, vinnuhjálp og samskotum. Og til þess að allar upplýsingar sem unnt var að út- vega, gætu legið fyrir, hefðí landstjórnin ekki átt að bíða eptir óljósum fregnum með hinum og þessum ferða- mönnum um það hve víðtækt tjónið væri orðið, heldur hefði átt að senda menn eptir tilhlutan hins opinbera, til þess að sækja og flytja sannnar sagnir um það. Ekkert af þessu hefur verið gjört. — Hin æðstu inn- lendu umboðsvöld hafa ekki, svo meun viti, hreift sig til annars en þess að veita nokkurs konar ádrátt um smálán á sínum tíma hauda sýslufjelögum þeim sem orð- ið hafa fyrir mestu tjóni. — Sjálfstæðar ráðstafanir í þá átt, að safna slcýrslum, bæta úr neydinni, eða hafa viðbúnað gegn nýjum vandrœðum, hafa ekki verið gjörð- ar að minnsta kosti ekki að ofan. Það lítið sem gjört hefur verið at nefndum í hjeraði, er auðvitað mjög á reiki og ekki til hálfs gagns, það lítið sem það er, vegna þess að alla yiirstjórn og yfirlit vantar. Eptir sveitastjórnarlögunum og öðrum reglum um verksvæði umboðsvaldsins hefði þó bæði verið heimilt og skylt að hið opinbera hefði hlutast til um þetta mál. En hve mikið sem skrjáfar í blöðunum og snarkar í pennunum á öllum þessum hrófatildursskrifstofum, þeg- ar ekkert liggur við, og menn vildu helst vita alla skriffinsku og borðahúfur óþarfra embættlinga sem fjærst byggðum lifandi manna, — er nú, þegar hefði mátt verða nokkurt gagn að þeim, ekki eptir öðru að fara en skýrslum hinna og þessara, sem tekið hafa upp hjá sjálfum sjer að segja af ástandinu í jarðskjálftabyggð- unum. Og um opinberar ráðstafanir til hjálpar eða viðbún- aðar er hið sama að segja. Þar hafa einnig einstakir menn í stað umboðsvaldsins gjörst til þess að bæta úr neyðinni, og er það að vísu lofsvert af hverjum sem er, að leggja sitt fram til slíkrar hjálpar. En eins og bú- ast er við er slikur lofsverður áhugi ekki jafnan sam- fara hyggindum eða hagsýni, og því síður er líklegt að einstakir menn eigi, hver í sínu horni, hægt með að láta hjálpina koma rjett niður. — Auk þess er það al- kunnugt, að hjegómagirni og framhleypni ýmsra manna, sem almennt mundu álitnir verst fallnir til þess að út- býta gjöfum rjettlátlega og til sannra b'ota, opt og tíð- um verður til þess, þegar skotið er saman fje hauda bágstöddum, að framkvæmdirnar á því sem góðir gef- endur meina, lenda í þeim höndum, sem heldur hefðu átt að halda sjer frá allri forustu í því efni, og láta sjer nægja að gefa sinn skerf þegjandi eins og hinir. Nefnd sú, er kosið hefur sjálfa sig hjer í Reykja- vík til þess að standa fyrir samskotum handa jarð- skjálftasveitunum er að vísu vel skipuð (bankastj. Tr. Gunnarsson, amtm. J. Havsteen, rektor B. Ólsen o. fl.). En það hefði verið mikið betra að h-ifa enga slíka nefnd. Samskotafjeð hefði átt að ganga í gegnum hendur land- stjórnarinnar, niður eptir, til nefnda og valdsmanna heima í hjeruðunum, til útbýtingar eptir ákveðnum regl- um, þannig, að lagðar væru til grundvallar skýrslur og virðingar þeirra manna, er kvaddir hefðu verið til þess eptir opinberri tilhlutan. Nefnd þessi hefur og þegar gjört töluvert tjón með því að gefa í skin að vjer væntum ekki hjálpar frá útlendingum — áður en menn hafa hugmynd um hve víðtækur skaði er orðinn á eignuin manna úti um land, og áður en þeir sjálfir, er þiggja eiga, hafa látið nokk- uð í Ijósi um það, hve mikillar hjálpar þeir þarfnist.— Það er alsiða að gefið sje í útlöndum til þeirra sem verða fyrir slíku tjóni, meðal auðugri þjóða en íslend- ingar eru, og ætti síst að sitja á fáeinum mönnum hjer í Reykjavík að fara fyrirfram að gerast til þess að firta útlendinga frá því að hjálpa jarðskjálftabyggðun- um — ef þörf gjörist, en um það getur enginn sagt enn. Spurningin um það, hvernig eigi að hjálpa þeim bág- stöddu, á að því leyti sem unnt er að leysast af þeim sem hjálpina eiga að fá, en alls ekki eptir geðþótta neinnar nefndar hjer eða einstakra manna. — Og til þess að koma þessu í rjett horf verður ekki fenginn neinn betri miðill milli þiggjenda og veitenda heldur en sveitastjórniruar. Þegar vjer gátum jarðskjálftanna síðast, höfðu að- eins lausar fregair borist að austan af eyðilegging þeirri er þar varð 5. þ. m. Síðari fregnir skýra frá, að þar hafi gjörfallið um þrjátíu býli í Ölfusi, en önnur sextíu skemmdust meira og minna. Prestsetrið á Arnarbæli hrundi algerlega og kirkjan þar skekktist á grunninum. Auk þess hrundu til rústa þessir bæir: Stöðlar, Nýibær, Egilstaðir, Alviðra, Tannastaðir, Laugarbakkar, Kross, Ossabær, Yxnalækur, Þúfa, Vötn, Kröggólfsstaðir, Þurá, Þóroddstaðir, Bakki, Hvammur, Árbær, Partur, Kot- strönd, Grljúfurholt, Litli-Saurbær, Þórustaðir, Hellír, Kirkjuferjuhjáleiga, Stríta, Ósgerði. Meiri og minni skemmdir urðu út að Hjallahverfi, en þar kvað minna að jarðskjálftanum. Fregnir að norðan segja og að skemmdir hafi orðið af þessuœ jarðskjálftakipp á Ási í Vatnsdal. í Flóanum gerði jarðskjálfti þessi voðatjón, eins og fyr er getið, og víðar þar austur hrundu bæir. Austan Þjórsár var jarðskjáiftinn vægari. í Biskupstungum kvað haun lítið tjón hafa gert, en

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.