Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 14.09.1896, Blaðsíða 6

Dagskrá - 14.09.1896, Blaðsíða 6
90 manns eða meir vorn niðri í fjöru, þegar hann kom þar. í hinni fornu dðmbirkju Ólafs hins helga, fór fram þakkargjörð með mikilli viðhöfn; sðttu þangað menn úr öllum þrændalögum. Þar var meg- ÍDstyrkur landsins, segir Snorri; Nansen sagðist finna að hér væri hjarta Noregs. Það þótti Þrændum gott. — Prá Niðarðsi var sam- flot, því margir vildu verða „Fram“ samferða. En er þeir sigldu inn til Björgvinar, fór mikill floti skipa á mðti þeim, bæði gufu- skip og seglskip og enn smærri skip og bátar, svo að sundið var alþakið. Öll voru skipin sett blðmurn og fánum og prýdd á marga vegu; eitt var mest og skrautlegast í fararbroddi; á því skipi voru sendimenn frá borginni; einn af sendimönnum var Grieg. Síðan íylgdu öll skipin Nansen með hljóðfæraslætti og fagnaðarðpum. — Nansen var í Björgvin þegar hann fastrjcð förina; nú minntist hann þess, og kallaði bæinn fðstru og fæðingarstað fyrirtækisins. Slíkar voru viðtökurnar í Björgvin, og ekki voru þær minni þegar á land kom. Höfuðborgin er nú eptir og býr sig til þess að taka við þeim fjelögum eins og höfuðborg sðmir. Konungur kemur þangað til að taka á móti þeim, og mundi jeg ekki geta þess, ef sum norsku blöðin hefðu ekki tekið Bjer það til og óskað að hann gerði það ekki: Norðmenn vildu vera einir um Nansen, og þyrfti ekki út- lendinga við. Björnson á að balda eina aðalræðuna: „Þjóðin vill heyra sinn snjallasta mann segja, hvernig henni er innbrjðsts í þetta sinn“, sögðu blöðin, og Björnson var sóttur til útlanda. — Sverdrup, sá er tók við stjórn á „Fram“ eptir að Nansen fór af skipinu, er sagður hinn öruggasti, og segir Nansen sjálfur, að hann | eigi honum mest að þakka, að svona fór. „Framx hrakti langt til ) norðurs, lengra en nokkur annar hafði komizt, annar en Nansen. Þcim hafði liðið vel alla leíðina og mikið láta þeir af skipinu, hve traust það sje og haglega gert. — Það er sagt þannig frá því, þegar „Yindvard“, hið enska norðfaraskip, hitti Nansen. Einn morgun var skipstjóri uppi við og sá út yfir hvítgráan íshroðan ; haun sá svartan díl langt í burtu og kallaði eptir kíkinum sinum. Hann vissi ekkert hvað þetta gæti verið og hugsaði helzt það myndi vera rostungur, og á því máli voru skipverjar aðrir. Skipstjóri tók byssu sína og lagði af stað með nokkra menn vopnaða. Þetta var á hreifingu og færðist nær þeim, og sáu þeir skjótt að þetta var ekki roBtungur og alls ekki selur. „Það er maður!“ sagði einn. Þá sönsuðust hinir á það. En að hugsa sjer, — einn maður á þessum slóðum! Það var Nansen. En hann var eiginlega ekki sjelegur. Fötin voru bætt og stöguð og stóðu á honum eins og stokkur, af storknu blóði og óþverra. Hárið fjell um herðarnar, og andlitið var kolsvart af bjarnarspiki, sem þeir urðu að bera i andlit sjer til þess að þola kuldan. Marg- ar aðrar ýtarlegar sögur ganga um þá fjelaga alla. Norðmenn hafa gaman af þvr að ýkja þær eins og allt, sem snertir þá Nansen. Tyrkland. Þar eru þeir farnir að berjast í sjálfum Miklagarði. 1 3 daga hafa Tyrkir gengið berserksgang gegn Armeníumönnum. Menn vita ekki hvernig það hefur byrjað, en fyrsta frjettín var, að einir 30 Armenar hafi sest í Bank of Ottoman og hótað að hatast þar við. Hvað þeim hafi gengið til, er ekki áreiðanlega víst. Lík- lega hafa þeir ætlað að kúga soldán til að ljetta okinu á Armeníu með hótunum um að sprengja upp bankann. Að 30 manns skyldi geta tekið hús þar sem meir en 100 manns er fyrir, það er næsta ósbiljanlegt. Hitt er þó enn meira, að þeir vörðust þaðan hermönn- um, ekki allskamma hríð, að sagt er, og ljetu tilleiðast að gefa upp vörnina móti því að fá grið þangað til þeir væru komnir út úr ríkinu. Þetta segja Tyrkir, og ennfremur að margir Armenar hafi verið á hlaupum til og frá um borgina, með sprengikúlur og önnur heljartól. Með öðrum orðum: Að þeir hafi ætlað að gera upphlaup. Þess vegna hafa hinir tyrknesku borgarbúar orðið æfir. En enginn veit til að nokkur sprengikúla hafi sprungið í allri borginni, og sum blöðin hafa gefið í skyn, að einhver hafi staðið á bak við skríl- inn og beinlínis stýrt honum til hryðjuverkanna. Þeim ljetti allt i einu, þegar sendiherrarnir skrifuðu soldáni að þeir slægust i leik- inn, ef þeim linnti ekki; það þykir grnnsamlegt. Vona menn ná- kvæmra frjetta síðar, en margir halda, að einhverjum geti orðið hált á þessu glæpaverki. — Það er talið að um 3000 Armena hafi verið drepnir í borginni þessa 3 daga, karlar, konur og börn. Sum- ir voru kvaldir herfilega og meiddir áður en þeir voru líflátnir, og svo mikið var blóðið sumstaðar, að það þurfti að fá lánaðar slökkvi- vjelárnar, til að þvo göturnar. Danmiirk. Dauft er hjer og viðburðalítið. Þó er eins manns- láts að geta: Júlíusar Lange, mesta snilldarmanns. Hann lagði stund á að þekkja listaverk og hefur skrifað mikið um það. Hann var gáfumaður og hinn besti drengur að allra rómi. Lobauov, utanríkisráðgjafi Rússa, vitur maður og slunginn, ljest nýlega; hann var frægur maður. Ensk blöð, sem bárust hingað með Quiraing frá 8. sept. segja miklar fregnir og illar frá Miklagarði. Armeningar eru höggnir þar niður sem trjeviði. Þeir, sem sjónarvottar hafa verið að þeim manndrápum þykjast aldrei hafa sjeð annað hryllilegra, börn og kvenfólk er myrt eigi síður en karlmenn. Því fer svo fjarri að herinn eða lögreglan reyni að hepta grimdarverkin, að þeim er jafn- vel fremur kennt um að auka þau. Armeningar þykja ekki verjast hraustlega. Einn af þeim mönnum, sem sjeð hefur á viðureignirnar, kveðzt hafa horft á einn tyrkneskan hermann drepa þrjá vel vopn- aða Armeninga einn eptir annan. Þeir veittu því sem næst enga mótstöðu og var eins og þeim hirfi algjörlega hugur, þegar Tyrk- inn veifaði að þeim vopninu. Peningar, sem Armeningum hafa verið sendir víðsvegar að, til að kaupa fyrir vopn og verjur, koma þeim að engu haldi. Tyrkir fletta þá fje og vopnum svo gott sem fyrirhafnarlaust. Frá Kríteyjaruppreisninni eru þær fregnir sagðar, að eyjan sje nú laus undan yfirráðum Tyrkja, en ekki er enn vist hvað um hana verður, hvort hún kemst i samband við Grikkland, sem lik- legast er, eða hún verður sjálfri sjer ráðandi, undir vernd einhverr- ar stórþjóðarinnar. Landsreikningurinn 1898. Tekjur landssjóðs voru áætlaðar það ár í fjárlögunum um 575,- 000 kr., en urðu nær 720,000, og er það hærra en nokkru sinni áður. Útgjöldin voru áætluð um 590,000 og urðu litlu meiri, eða 692,000. Varð því gróði landssjóðs eða tekjuafgangur þetta ár 127,751 kr. Tollarnir hafa allir farið langt fram úr áætlun: áætlun reikningur kr. kr. Fiskitollur . . , . . 30,000 57,675 Áfengistollur . . . 120,000 139,092 Tóbakstollur . . . 50,000 74,580 Kaffi- og sykurtoliur 125,000 163,950 Aukatekjurnar hafa og farið talsvert fram úr áætlun, orðið 31,384 kr. í stað 22,000; tekjur af póstferðum urðu nær þriðjungi hærri, 29, 277 kr. í stað 20,000 og viðlagasjóðstekjur 35,885 kr. í stað 28,000, ennfremur lausafjárskattur 29,426 kr. í stað 23,000 kr. Áfengis- og tóbakstollurinn hefur skipts þannig niður á lög- sagnarumdæmi landsins (eitt þeirra, Rangárvallasýsla, er kaupstað- arlaust):

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.