Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 14.09.1896, Blaðsíða 7

Dagskrá - 14.09.1896, Blaðsíða 7
91 áfengist. tðbakst. kr. kr. Keykjavíkurkaupstaðnr . . . 32,033 16,103 ísafjarðarsýsla og kaupstaður .... . . . 16,413 7,817 Eyjafjarðarsýsla og Akureyri .... . . . 14,855 7,500 Norðurmúlasýsla . . . 12,955 6,881 Árnessýsla . . . 10,870 4,944 Skagafjarðarsýsla . . . 8,600 3,876 Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla . . . . . . 7,167 3,461 Kjósar- og Gullbringusýsla . . . 6,372 3,355 Húnavatnssýsla . . . . 5,903 1,829 Suðurmúlasýsla . . . 5,531 5,103 Mýra- og Borgarfjarðarsýsla .... . . . 4,225 2,924 Strandasýsla . . . 3,945 2,549 Barðastrandasýsla . . . 3,577 3,822 SkaptafellBsýsla . . . 3,447 1,900 Þingeyjarsýsla *. . . . . . 3,138 2,327 Yestmannaeyjasýsla . . . 2,582 722 Dalasýsla . . . 1,315 986 Aðalvegabæt-ur er unnar voru þetta ár, 1895, voru: á Hellisheiði og í Ölfusi . . fyrir 20,000 kr. á Mosfellsheiði — 14,500 — í Hróarstungu í N.-Múlasýslu — 4,740 — Peningaforði landssjóðs var við síðustu áramót 465,000 kr. Vesta kom hingað í gærmorgun. Með henni komu frá Kaup- mannahöfn Jón Dórarinsson, skólastjóri í Plensborg kennari Jó- hannes Sigfússon og Dorvaldur læknir Jónsson á ÍBafirði, en frá Vestmannaeyjum Magnús sýslumaður Jónsson, Björn kaupm. Krist- jánsson, fröken Margrjet Arnljótsdóttir frá Sauðanesi o. fl. Quiraing kom hingað í gærmorgun frá Skotlandi með vörur, fór í dag til Akraness. Með pví var hr. G. Thordal með frú sína og flciri. Prestvíysla. í gær vígði Hallgrímur biskup Sveinsson guðfræð- iskandidat Björn Blöndal til Hofs á Skagaströnd. Smávegis. Mismunur á gáfnafari pilta og stúlkna. Kvennfrelsismál- ið, sem nú er svo mjög rætt, hefur komið vísindamönnunum á stað til að ransaka þetta efni. Nýlega var pað rætt á fjölmennum fundi, sem sænskir uppeldisfræðingar hjeldu í Stokkhólmi. Þar mættu kennarar frá ýmsum skólum, er valdir höfðu verið til að halda uppi umræðunum. Margir hjeldu því fram að munurinn á hæfilegleikum karla og kvenna væri jafnmikill hvort heldur væri litið til hins líkamlega eða andlega. Stúlkur eru bráðþroskaðri en drengir bæði líkamlega og andlega. En þegar þær eru fimmtán ára eða þar um bil verður breyting á sálarlífi þeirra; tilfinningarnar ráða þá meBtu hjá þeim um nokkur ár. Drengirnir þroskast seinna, en jafnara og hjá þeim verður ekki vart nokkurra svo snöggra breytinga. í skólunum er ljettara að fá stúlkurnar til að taka eptir; þær eru fijótari til að Bkilja og eptirtektasamari og fer því opt og tíð- um meira fram; en þær gieyma fyr, þvi sem þærhata lært. Dreng- irnir gleyma seinna, hafa betri skilning á þvi, sem þeir læra, og meira gagn af því. Þekking sú sem þeir ná verður fastari hjá þeim og áreiðanlegri, og við öll próf er stúlkunum hættsra við að missa huginn, tapa þræðinum og láta sjer fipast. Drengirnir eru yfirleitt miklu sjálfstæðari í hugsunum, sem meðfram er því að þakka að þeir hafa venjulega meira sjálfræði. Mikill munur er á því hvernig drengir og stúlkur passa skóla- nám sitt. Drengirnir eru miklu latari og skeitingarlausari. Sóma- tilfinningin er miklu ríkari hjá stúlkunnm; þær leggja meira að sjer og svíkjast minna um en drengirnir. Þeir eru aptur duglegri þegar á þarf að halda, kunna betur að snúa sjer út úr vandræðum og bjarga sjer sjálfir. Mismun á gáfnafari pilta og stúlkna má einnig sjá á því, hvern- ig þau lesa einstakar námsgreinir. Stúikurnar hafa mestgaman af því i sögunni sem snertir einstaka mann, drengirnir aptur á móti hata mest gaman af viðburðunum. Drengirnir eru betur að sjer i almennri náttúrufræði. Aptur á móti er það órjett að stúlkurnar eigi óhægra með að læra reikning og hugsanfræði. Sómatilfinningin lýsir sjer hjá stúlkunum í skyldurækni og sam- viskusemi. Kennararnir kafa meira vald yfir þeim og þær eru leiði- tamari. Hjá drengjunum lýsir sómatilfinningin sjer öðruvísi. Þeir eru sjáifstæðari, þola ver að þeim sje gjört órjett og eru tryggari í öllum fjelagsskap. Aðrir sem töluðu á fundinum mótmæltu þessu, og hjeldu því fram, að munurinn á gáfnafari pilta og stúlkna væri enginn, þau dæmi sem hinir komu með væru einstök og sönnuðu ekkert. Svefninn og jarðsuúningurinn. Það hefur víst fæstum kom- ið til hugar að ekki standi á sama hvort heldur þeir snúi rúmun- um sínum í austur og vestur eða norður og suður. En nafnkunnur enskur læknir heidur því fram, &ð það hafi allmikla þýðing fyrir heilsu manna, einkum þeirra, sem vesælir sjeu eða veikbyggðir hvern- ig þeir snúa meðan þeir sofa. Jarðsnúningurin, segir hann, hafi á- hrif á blóðrásina. Ef menn snúa höfði til vesturs rennur blóðið meira til höfuðsins en ella, en snúi menn höfði til austurs verður blóðrásin til höfuðains minni. Sjálfur sefur iæknirinn best þegar hann snýr höfði til vesturs, en kveðst ekki hafa ransakað málið eun til fullnustu. Litblindni. Enskur læknir, sem sjerstaklega hefur ransakað litblindni, uppástendur að kennfólk greini liti betur en karlmeun. Hann segir að fimmtihver karlmaður sje litblindur, en þar á móti ekki nema ein kona af hverjum tveim þúsundnm. Tóbaksreykur á að hafa ill áhrif á menn í þessu tilliti. Hægri og vinstri hlið eru nokkuð mismunandi á flestum mönn- um. Til að finna hvernig þeim mismun sje varið hafa læknar í Breslau mælt meþ mikilli nákvæmni 5000 hermenn. Það reyndist að á flestum, 82 af 100, voru bæði handleggir og fætur mislangir. Á 75 af 100 var hægri handieggur lengri en hinn vinstri, en á 9 af 100 var hinn vinstri lengri. Þar á móti var vinstri fótur lengri á 52 af 100, en hægri fótur að eins á 16 af hundraði. Mismunur- inn var ekki alllítill. Á fótunum allt að 2, og á handleggjunum allt að 3 centim. Stuttir menn eru ætíð í hlutfalli til annarar stærð- ar fótleggjastuttir, en háir menn fótleggjalangir. Hryggurinn or í fæstum mönnum beinn. Á 52 mönnum af 100 hallast hann til hægri hliðar, en á 16 af 100 til vinstri. Áhrif söngsins. Á síðustu tímum eru menn farnir að nota sönglistina á sjúkrahúsum til að hafa áhrif á heilsu þeirra sem veik- ir eru og eru hverjum sjúkling valdir þeir tónar sem við hann eiga, eptir því hvað að honum gengur, og tónunum þannig úthlut- að eins og hverju öðru læknismeðali. Söngurinn hefur áhrif á hárvöxt manna. Á Englandi eru ekki meir en 8 af 100 sköllóttir at' þeim mönnum sem fást við söng, en 14 af 100 af öðrum yfir höfuð. Það er alkunuugt að söngur fjörgar menn við vinnu auk þess sem hann skemmtir. Og nú taia sumir um að fara að innleiða söng á vinnustofunum til að skemmta fólki meðan á vinnunni stendur og flýta verkinu.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.