Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 14.09.1896, Blaðsíða 4

Dagskrá - 14.09.1896, Blaðsíða 4
88 Og þar er líka meiri þörf fyrir blöð en hjer, því miklar samgöngur og fjörugt viðskiptalíf heimta tíðar frjettir. Og eptir því sem samgöngur aukast og við- skiptalífið verður fjörugra eykst blaðaþörfin hjer á landi sem annarstaðar. Almenniugur getur ekki kvartað um að blöðin sjeu of mörg. Hver um sig kaupir að eins það, sem honum sjálfum lýst og er gott að hafa úr mörgu að velja. En menn geta kvartað um að blöðin sjeu of lítil, of dýr eptir stærðinni og of vond eða ónýt. Og í öllu þessu hafa menn talsvert til síns máls. Ekkert af blöðum okkar er enn svo stórt, að það geti bæði rætt innlend mál og flutt fregnir frá útlönd- um eins vel og vera ætti, og fullkomin þörf er fyrir. En stærð blaðanna hlýtur að miðast við tvennt: verð og kaupendafjölda. Og íslensku blöðin eru dýrari en erlend blöð í hlut- falli við stærðina af því að kaupendatalan er lægri. ís- lendiugar eru líka fátækari en aðrar þjóðir, þar sem jafnvel margur verkamaður lætur árlega tólf til tuttugu krónur til blaðakaupa. En þeir, sem annars kaupa og lesa blöð, munu fæst- ir neita þvi, að betra sje að gefa litlu meira fyrir blað- ið og fá þá það í því, sem menn ættu að hafa hugsað sjer að geta fengjð með því að kaupa blöð. En það fá menn ekki enn sem komið er í neinu af íslensku blöð- unum. Og verðið á blöðunum þyrfti ekki að hækka að stór- um mun, til þess að það borgaði sig eins vel fyrir blaða- útgefendur að hafa blöðin t. d. helmingi stærri en þau nú eru. Það er vanakredda að mönnum flnnst hjer að ekkert blað megi vera dýrara en fjórar krónur. Er fimmta og sjötta krónan svo mikils virði að það ekki borgi sig fyrir þá, sem annars langar til að halda blað, að láta hana til þess að fá helmingi stærra eða meir en helm- ingi stærra blað? Það er ekkert skemtilegt að sjá það, þegar íslensku blöðin eru marga mánuði að mylkja úr sjer einni ein- ustu grein. Kaupendurnir út um landið fá ef til vill upphafið í janúar og endirinn í júní. Menn kaupa blöð hjer miklu minna en ella mundi, af því að blöðin eru svo lítil og ónýt. Yæru þau stærri og betri mundu þau betur keypt, þótt þau væru litlu dýrari. Blöðin gerðu meira gagn og kaupandinn fengi miklu meira fyrir hverja krónuna, sem hann ver til blaðakaupa en nú. Eitt af því, sem gjörir blöð hjer dýrari en þau aun- ars þyrftu að vera, eru vanskilin. Skilvísu mennirnir borga fyrir óskilamenniua. Ef rjett væri, ætti póststjórnin að hafa alla útsend- ing og innheimtu á hendi fyrir blöðin. Kaupendur ættu að panta þau hjá næsta póstafgreiðslumanni og standa honum skil á andvirðinu, en póststjórnin að ábyrgjast útgefanda borgun fyrir blaðið. Svo er það annarstaðar og gæti eins farið vel á því hjer. Póststjórnin græddi á því að fá innheimtulaunin, blaðaútgefendur græddu á því að fá borgunina fljótt og skilvíslega greidda, og gætu selt blöðin fyrir minna verð; kaupendum, sem standa í skilum, má vera sama hverjum þeir borga. Hinir einu, sem töpuðu við þetta eru þeir sem halda blöðin nú og aldrei borga, því auðvitað yrði póststjórnin að krefjast borgunar fyrirfram t. d. fyrir hverja þrjá eða sex mánuði. Blöðin hjá okkur ættu að vera og gætu verið miklu stærri en þau eru; en jafnframt hlytu þau að verða nokkru dýrari. Fyrir hverja krónuna, sem blaðakaupandi ljeti til að kaupa t. d. sex til átta króna blað, gæti hann fengið helmingi meira til að lesa en nú, meðan hann ver henni til að kaupa tveggja til fjögra króna blöð. Þ. Q. í s I e n s k s k á I d. Jón Ólafsson. Þau eru fæst af íslensku skáldunum sem gripið hafa með kveð- skap sínum beint inn í tímann, eða rás viðburðanna. Bn það gjörði Jðn Ólafsson strax. Prá fyrstu hefur meira borið á honum sem stjðrnmálamanni en skáldi, eða, þjóðmálagarpurinn Jón Ólafsson hef- ur í áliti manna staðið fyrir framan skáldið með sama nafni. Pðli- tíkin fyllir og allmikið rúm i kveðskap hans, og þar er hann á vegi, sem önnur íslensk skáld hafa að mestu sneitt hjá. Það eru einkum hin eldheitu, stðrorðu og kjarnyrtu frelsiskvæði og hvata- kvæði sem auðkenna hann og skipa honum einum sjerstakan bekk í hvirfing hinna íslensku skálda, þótt öll kvæði hans sjeu einkenni- leg og mark höfundarins ljðst á hverju fyrir sig. í kvæðum Jóns getum við lesið ágrip af stefnu hans i þjóðmál- um okkar. Og við sjáum höfundinn alltaf gegnum kvæðin. Líf hans og æfi, eða saga hans, gefa þeim tvöfalt gildi. Hann hefur sjálfur verið svo mikið frammi á leiksviðinu og tekið svo öflugan þátt í stríðinu um skoðanir þær, sem fram eru settar í kvæðunum, að við hugsum ekki einasta um að kvæðin sjeu vel kveðin, heldur minna þau okkur líka á manninn sem kvað þau og það stríð, sem hann hefur háð fyrir skoðunum sínum frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið. íslendingabragur minnir okkur á aliar sögurnar, sem við höfum heyrt af fyrstu framkomu Jóns í sjálfstjórnarbar- áttunni fyrir ’74, og við vitum að fyrir það kvæði varð hann að flýja land um stundarsakir. Það sýnir okkur hann sem ungan, eld- fjörugan frelsispostula eða æsingamann, ef menn heldur vilja kalla það svo, sem ekkert taumhald þolir, en vill halda beint fram og brjóta á bak aptur alla mótstöðu gegn því, sem hann sjálfur telur rjett og satt. Annað erindið i bragnum er best: „Eu þeir fólar, sem frelsi vort svikja“ o. s. frv. Þar er hann i mestum hita og kemnr á hann berserksgangur eins og hann vilji ganga milli bols og höfuðs á hólmsmönnum sínum. Og við finnum að hugur fylgir máli, að kjarkur og ákafi fylgir stóryrð- unum. Höfundurinn trúir á málstað sinn og finnur enga afsökun þeim sem öðruvísi hugsa. Ýmsum þykir bæði þetta kvæði og önn-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.