Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.01.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 28.01.1897, Blaðsíða 1
Uppsögn skrifleg bundin við i. júli komi til Utgefanda fyrir oktoberlok. Ve ð árg. (minnst 104 arkir) 3 kr., borgist fyrir janúarlok ; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. I, 52-53. Reykjavik, fimtudaginn 28. janúar. 897. Um þilskipaútveg íslendinga. (Framh.) Þann 24. þ. m. hjelt skipstjóri M. Bjarna- son enn fyrirlestur um þetta efni á sama stað, og flytj- um vjer hjer útdrátt úr honum: »Til þess að gjöra sjer sem ljósast hver skilyrði sjeu fyrir því, að þilskipaútvegurinn kcmi að gagni, er vel til fallið að líta á reynslu þá, er vjer höfiim aflað oss síðan hann byrjaði hjer syðra. Það mun hafa verið árið 1866 sem þeir fjelagar, hr. kaupm. G. Zoéga, Kristinn sál. Magnússon í Engey og Jón Þórðarson sál. í Hlíðarhúsum, keyptu fyrsta skip- ið, sem gjört var út til fiskiveiða hjer í Reykjavík; það hjet »Fanny«. Eptir því sem herra G. Zoéga hefur sagt tnjer, voru þeir fielagar á þeirri skoðun þegar í byrjun, að afli og arður væri þeim vís, ef þeir ættu þilskip eða haffært skip, en það vi.ldi þó ekki rætast vel í fyrstu. Þeir byrjuðu að gjöra þetta skip út til þorskveiða með dönskum yfirmanni, því þá var ekki um annað að gjöra, þar sem hjer var þá enginn innlendur skipstjóri. Þessir útlendingar voru óvanir fiskveiðum og sömuleiðis öll skipshöfnin. Sigldu þeir inn á höfn þegar nokkuð kaldaði og lágu þar í logni, jafnvel vikum saman. — Jeg man vel eptir dagbók skipsins, sem jeg las nokkr- um árum síðar; þar stóð ávallt skrifað á meðan skipið lá á höfninni: »Stille paa Havnen, Stortn udenfor« (Logn á höfninni, hvasst úti fyrir). Þessir menn öfluðu auðvitað ekki fyrir útgerðinni, svo fyrsta árið urðu þeir fjelagar fyrir stórtapi. Næsta ár höfðu þeir sama skip- stjóra, og útgerðin fór á sömit leið. Nú gáfust þeir upp við þenna mann og fengu þá innlendan mann úr Hafnarfirði, Jón nokkurn í Hraunprýði, sem var í miklu áliti fyrir sjósókn en ólærður, en hann aflaði einnig mjög lítið (8 tunnur af lifur og 6000 af fiski allt sumarið). Nú voru þeir fjelagar búnir að tapa um 2000 ríkis- dölum á þessum 3 árum og virtist nú ekki liggja ann- að fyrir en að selja skipið, ef kaupandi byðist. En hr. G. Zoéga mun hafa verið óljúft að hætta við svo búið, enda hefði þá að líkindum ekki vuknað fljótt hugsun um það aptur að gjöra hjer út þilskip. Þóttist hann sjá, að einhver mistök mundu valda því, að ekki tókst að afla á skipið; og sýndi reynslan skjótt að svo var. Það sem stóð þessum fyrstu tilraunum hjer syðra fyrir þrifum var foringjaleysið. i’að vantaði mann til þess að stjórna skipinu og skipverjum. Og varð þá hin fyrsta raun á því, að skipstjóra- kunnátta sameinuð þekking á fiskimennsku við Island ræður miklu um árangurinn af þessum útvegi, er þeir fjelagar rjeðu til sín einn af sonum hins alkunna Gránu- Petersens, og fengu honum fyrir stýrimann Sigurð nokk- urn Símonarson, vel vanan íslenskan þilskipamann af Vesturlandi, og voru þó hásetarnir allra mestu amlóðar og óvanir allri sjómennsku. Þá kom allt annað snið á útgerðina og fiskaðist mikið vel það sumar. Lýsi stóð þá mjög hátt í verði, svo nú sáu þeir fjelagar hinn fyrsta arð af tilraunum sínum, og höfðu nú líka lært það, að það dygði ekki að senda stjórnlaust þilskip út á haf til fiskveiða. Næsta ár fluttist jeg hjer suður (1869) og rjeðist jcg hjá þeim fjelögum. Það sumar aflaðist mæta vel, og svo úr því. En árið 1873 keyptu þeir fjelagar annað skip, kallað »Reykjavík«, og Ijetu þeir Sigurð Símonarson verða skipstjóra á »Fanny«; var jeg hjá honum stýri- maður árið sem jeg lærði hjá dócent Eiiíki Briem, en fyrsta árið voru danskir yfirmenn á »Reykjavík«. Nú vantaði margt útgjörð þessari til stuðnings og þar á meðal var seglagerð, því þá var ómögulegt aðfá hjer setta bót á segl. Þeir fjelagar sendu mig því til Danmerkur til að læra seglasaum, mjer að kostnaðar- lausu og var jeg vtra einn vetur að læra það handverk. En árið 1874 varð jeg skipstjóri á »Reykjavík«, og þá gátu þeir losast við hina dönsku skipstjóra. Eptir því sem fram liðtt stundir, æfðust hásetarnir, þó liægt færi og aflinn varð enn þá vissari eptir það; þekkingu hásetanna hefði getað farið mikið fljótara fram, ef þeir hefðu verið efni í sjómenn, en það var öðru nær og það var rjett af tilviljun, ef náðist í efnilegan mann. Bestu sjómannaefnin vildu þá ekki líta við sjóferðum á þilskipum, því slrax sem þeir voru fermdir voru þeir teknir fyrir formenn á bátana, og þótti það þá mesti upphefðarpósUir að vera formaður á báti. Það var þá og álit almennings, að það gerði ekkert til hve miklir amlóðar væru á þilskipum, og það var líka seilst eptir því, að koma þeim á þilskip, sem varla þóttu lilutgeng- ir á bátum. Var það almennt viðkvæði, að þeir væru »rækalli góðir skútumenn*, sem voru liðljettastir. Menn horfðu, yfir höfuð að tala, ákaflega langtniður

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.