Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.01.1897, Blaðsíða 8

Dagskrá - 28.01.1897, Blaðsíða 8
212 „Fjórða rúmstigið“, eða dulspeki og skáldlist talnanna. (Þýtt úr Kringsjá). V. (Niðurl.). Vjer skulum nú að endingu víkja til arkarbúanna aptur. — í stað þess að þeir byggja pappírsörk, getum vjer htigsað oss að þeir byggi yfirborð ai'armikillar kúlu. Það er enn sem fyrri, að þeir bafa ekki nerna af tveimur rúmstigum að segja, lengd og breidd, og þeir mega ekki skynja aðra hluti en þá sem eru á yfirborði kúlunnar; allt sem liggur fyrir utan eða innan í kúlunni er þeim hulið. Þvi stærri sem vjer hugsum oss þessa kúlu, þvi erfiðara er að gjöra sjer ljóst í hverju er fólginn mis- munurinn milli arkarinnar — er vjer áður höfum talað um — og kúlunnar, enda er þeim misrnun þannig háttað, að hann kemur fyrst í ljós við afarmiklar mælingar fram og aptur. - Munurinn er meðal annars í því innifaiinn, að á sljettum fleti er sú lína bein, sem framicngja má takmarkalaust, þær línur samhliða, sem aldrei mega skerast, og horn þríhyrnings,- ins nákvæmlega 1800, en í þessum knattmyndaði heimi rnundi beina línan vera hringur. Þvi fyrir öllum þessum tveggja stiga verum hlýtur sem sje bein lína að vera lina í knattfletinum sjálfum (og þannig i raun rjettri bogin lina, þó boginn ekki skynjist eða sjáist); linan mun því fara knöttinn í kring og hitta sitt eigið upphaf aptur, ef hún er framlengd. Styttsta leið milli tveggja punkta er hringbogi. Þríhyrningarnir verða þar í raun rjettri hvolfhyrningar og horn þeirra þess vegna nokkuð meira en 180° Væri nú hnöttur þessi næstum óenrl- anlegur ummáls, roundi þetta ef til vill aldrei verða sannað, og arkarbúarnir gætu til eilífðar og þó ranglega trúað á rúm- málsfræði Euclids og haldið að geimurinn í kring urn þá væri flatur og sljettur i stað þess að hann í raun rjettri væri hring- myndaður. Arkarbúunum myndi aldrei detta í hug að hugsa um neitt »þriðja rúmstig«, svo lengi sem þeir byggju í flata arkar- heiminum sínum, eða í kúlu sem þeir höfðu engan grun um að væri kúla. En undir eins og hin »hærri« stærðfræði þeirra benti til að rúm það sem þcir lifðu í ef til vill kynni að vera »hringmyndað« en ekki flatt mundu þeir strax fara að.hngsa um þriðja rúmstigið, sem þá mundi verða algengt ransóknar- og umtalsefni. Því hringmyndunin heimtar nauðsynlega eitt rúmstig fram yfir það sem sjálft hið hringmyndaða rúm hefur. Til þess að lína verði beygð verðum vjer að hafa tvö rúmstig, en til þess að flötur geti beygst verðum vjer að hafa þrjú rúmstig, því flöturinn getur ekki beygst í sinni eigin stefnu; þegar rnenn segja að flötur beygist segja menn að flötur sje beygður út úr sjálfum sjer, út úr þeim rúmstigum sem í fletinum felast. Til þess að vor »þrírúmstiga«-heimur geti verið hvolfmyndaður, útheimtist þannig af sömu ástæðum að til sje fjórða rúmstigið. Samstundis og hin hærri stærðfræði vor tekur að gefa oss í skyn að Euclid muni hafa skjátlast, er hann gerði ráð fyrir að rúmið væri einnar tegundar, og skoðanir vorar fara að hallast að þeirri kenningu að rúmið muni vera »hvolfmyndað«, þá cr huga vorum óumflýjanlega stefnt að hinu fjórða rúm- stigi, og »fjórrúmstiga«-heiminum í allri sinni afarstærð. Eins og vjer höfum þegar drepið á, hefur einnig síðari tíma rúm- málsfræði vikið algjörlega burt af vegum Eucliös og hallast að kenningunni um hvolfmyndað rúm (Cayley, Klein), og enda komist svo langt áleiðis að samin hefur verið rúmmálsfræði á þessum grundvelli (Simon Newcomb).- Af þvf sem að frarnan er skráð, verður oss Ijóst að stærð- fræðin segir skýlaust að rúmið geti verið margs konar, og að þar á byggist aptur mögulegleikinn fyrir þvl að til sje »fjórða rúmstigið«. Úr því hægt er að hugsa sjer öðru vísi vaxið rúm en flöt þann sem Euclid byggði á sína rúmmálsfræði, þá er eklti framar óhugsandi að til sje »fjórða rúmstig«, heldur verður það þvert á móti óhjákvæmileg afleiðing hins hvolfmyndaða rúms. — Ef vjer með stærðfræðislegum ransóknum gætum sannað, að öll horn þríhyrnings væru, þó ekki sje nema brot úr sekúndu fram yfir 180°, þá hefðum vjer í höndum óræka sönnun þess að vjer byggjum endanlegt, takmarkad, hvolfmyndað rúm, sem er falið eins og fis innan í öðrum rneiri og víðari algeirn, og að vjer erum jafn skammt á veg komnir í því að þékkja alheimsvíðáttuna, eins og arkarbúarnir, sem vjer höfum áður rninnst á. Vor sjóndeildarhringur er þröngur og vor skilningur nær skámmt inn f hina ýmsu leyndardóma náttúrunnar. — Vjer megum ekki kippa oss upp við það, þó stærðfræðin strjúki frá vorum lágfleyga anda og hverfi oss sjónum um hríð. Inni í þokumyrkri ráðgátunnar sjáum vjer eldfipgrum skráðar ýmsar kynlegar tölur og reikningslegar ályktanir sem benda oss að halda lengra í áttina út yfir djúpið sem staðfest er milli þess sem vjer skiljum og þekkjum og hins sem er þar fyrir innan og ofan. Já, þær eru skrítnar, þessar tölur. Ibsen í allri sinni dular- dýrð er sjóndapur í anda og orði í samanburði við X-in og og Y-in, sem bera oss ( líkingum og talgátum boðskap nýrra heima, og þó eru þessir tölustafir, sem geta sveiflað hinum há- fleygasta mannsanda kring um sig eins og leikfangi, svo þægir og þýðir í höndum vorum við vor daglegu störf, — og það sje oss öllum til eptirdæmis og uppörfunar. Samsöngur verður haldinn í hinu nýja húsi iðnaðarmannafjelagsins næsta laugardag 30. þ. m. og sunnudaginn 31. þ. m. kl. 8V2 e. m.. Húsið opnað kl. 8. Aðgöngumiðar verða seldir á laugardaginn og sunnu- daginn hjá kaupm. Birni Kristjánssyni og við inngang- inn. Almenn sæti kosta 75 au., standandi pláss 50 au. og fyrir börn 40 aura. Agóðanum verður varið til oigelkaupa handa húsi iðnaðarmannafjelagsins. Reykjavík 26. janúar 1897. Steingrímur Johnsen, Björn Kristjánsssn, Jónas Helgason. S&F~ Nærsveitamcnn vitji eða láti vitja DAGSKRÁB á afgreiðsíustofuna þegar ferð- ir falla. Afgreiðslustofa Dagskrár í prentsmiðjuhúsi blaðsins (fyrir vestan Glasgow). Opin allan daginn. — Utanáskript: Dagskrá, Reykjavík. Abyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.