Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.01.1897, Blaðsíða 4

Dagskrá - 28.01.1897, Blaðsíða 4
2o8 Svar til ,,íslands“. í 4. tölubl. »íslands« stendur all-löng grein, stýluð til ritstj. xDagskrár og virðist höf. greinarinnar hafa ætlað sjer að gjöra sjálfstjórnarmálið þar að umtalsefni. Höf. (ritstj. íslands«) hefur kallað grein þessa »Kunningabrjef«, en sökum þess að vjer kunnum ekki við tóninn í þessu svokallaða brjefi, verður svar »Dagskrár« ritað í öðru formi, sem oss þykir eiga betur við ( blaða- greinum um almenningsmál, og viljum vjer biðja lesendur vora afsaka að höf. er svarað hjer í þetta sinn. — Hann] hefur að vísu ekki komið við málefni það sem um var að ræða, en hann hefur þó gert ýmsar at- huganir við innihald þeirrar greinar í 46.—47. tölubl. »Dagskrár«, sem hann þykist ætla að svara með þessu brjefi, og viljum vjer ekki leiða þær hjá oss að öliu leyti. Fyrsta atriðið sem höf. leggur mikla áherslu á í deilunni um hvort heppilegra sje nú að fara frarn á al- gerða aðskilnaðinn eða endurskoðun stjórnarskrárinnar er þetta, að faðir útgef. »Dagskrár« hefur tekið mikinn þátt í sjálfstjórnarmálinu á þingi, og skal þess þá um leið getið, að hann hefur ekki síður fylgt fram ýmsum öðrum landsmálum á alþingi. Oss virðist nú harla einkennilegt að koma með slíka röksemd í umræðum um stjórnarmál. Fyrst og fremst mundu fæstir verða til þess að fullyrða opinberlega, að raunalausu, að menn geti ekki haft sjálfstæða skoðun eða óhlutdræga á þeim málum er annar maður í sömu ætt hefur haldið fram áður, og í öðru lagi höfðum vjer áður skýrt það fyrir greinarhöf. að endurskoðunarfrumvarp undandanfarandi þinga hafa hvað eptir annað unnið svo einhuga fylgi allflestra þeirra manna í landinu er tekið hafa þátt i opinberum málum, að það er ógerlegt lengur að saka nokkurn fylgismann endurskoðunarinnar um það, að skoðun hans hljóti að byggjast á persónulegn með- haldi með forvígismönnum málsins. Það virðist og frem- ur hart, ef menn ættu að halda sjer frá því að ræða almenn mál fyrir þá sök eina, að einhver ættmaður þeirra hefði áður hlutast til um þau. Um þetta atriði viljum vjer ekki evða fleiri orðum, enda hyggjum vjer að fáum muni þykja röksemdir af þessu tagi vel eða viturlega valdar til þess að byggja á þeim, þegar ræða er um hverri stefnu Islendingar eigi að fylgja í sjálfstjórnarmálinu. Hið næsta er höf. tekur fram virðist að sínu leyti jafnljettvæg athugasemd í þrætu >Dagskrár« og íslands« um þetta málefni. — í grein nokkurri, »Sundrung krapt- anna«, er »Dagskrá« liutti í ofangreindu tölubi., stóð meðal annars þessi setning: »Nú er baráttan fyrir frelsi \oru háö eins og málaferli«. Þessa setningu vill höf. álíta ranga, og la:tur það álit sitt í Ijósi, að það geti ckki verið um neitt líkt málaferlutn að ræða vegna j>ess að dómarann vanti milli málsaðila, sem sjc Danastjórn- ar og íslendinga. En í þessu skjátlast höf. Eins og flestir menntaðir menn vita, er skipun þjóðafjelagsins þannig háttað, að þar eru að vísu til rjettarreglur, sem hverri einstakri þjóð ber að fylgja að sínu leyti eins og einstaklingnum ber að fylgja lögum þjóðarinnar. — En aptur vantar þjóðafjelagið allt skipað stjórnarvald og er rjettarreksturinn allur í höndum þeirrar þjóðar sjálfrar, er verður fyrir lagabroti, gagnstætt því sem venjulegt er um einstakling þjóðfjelags. Hinar siðuðu þjóðir hafa framkvæmdarvaldið í sinni eigin sök, en rjettlætisdómur þeirra sem standá fyrir utan hefur siðferðisleg áhrif á hegðun þeirra í rjettarrekstrinum. Um leið og vjer þannig hrekjum þessa útásetning höf. þykir rjett að taka fram að hin ofannefnda setning kom fyrir í grein sem var skrifuð algerlega fyrir utan þessa ritdeilu, og hefði því ekki átt að blanda henni inn í þrætu þá sem fyrir lá, og því síður virtist ástæða til þessa, sem allir menn geta sjeð, að þessi samlíking á viðureign Dana og íslendinga við málaferli er rjett. Hver aðilinn fyrir sig byggir málstað sinn á skjölum og skilríkjum og útlistar mál sitt á þann hátt að vel má líkja því við sókn og vörn fyrir dómi. Einnig virðast tilvitnanir höf. til málaferla er ritstj. þessa blaðs hafi átt þátt í sem málflytjandi eða dómari, ekki eiga hjer heima, og síst fallnar til þess að sannfæra nokkurn um það að höf. haldi fram rjettu máli. Þessu næst kemur sú spurning frarn hjá höf. hvort ritstjóri »Ðagskrár« muni vita hvað »stjórn« er, og byggir hann efasemdirsínar um það á annari setningu erstóð í »Dagskrá«, sem hann prentar rangt upp í blaði sínu. í »Dagskrá« 'stóð meðal annars: — »hætter við því að höf. gleymi þar að taka hæfilegt tillit til þess að ekki eru allir jafngrunnhyggnir í Danastjórn eins og hann ert. En höf. lætur setninguna enda svo:---------»að ekki eru allir jafngrunnhyggnir í Danastjórn sem hann«, og getur hann þess um leið, að setningin hljóði svo orðrjett í »Dagskrá«, og segir síðan að þetta verði naumast skilið öðruvísi en svo »að vjer álítum hann eiga sæti í Dana- stjórn«. Þó svo hefði verið, að setning þessi hefði ekki verið rangfærð hjá honum, mundi engum hafa virst vel snúið út úr þeirri setningu á þann hátt sem höf. hefur gert. — Fæstir mundu freistast til þess að ætla að ritstj. »íslands« ætti sæti í neinni stjórn, enda liggur ekkert slíkt í setningunni, þó rangfærð sje. En þegar setningin er lesin eins og hún hljóðar í »Dagskrá« hlýtur mann að furða á því hve smátt höf. týnir til og hve ófimlega honum tekst að snúa út úr, og ekki bætir það um frammistöðu hans í þessu efni, að hann lætur það alit sitt í ljósi, að nkonungurinn sje ekki í Danasjórn . Minna virðist þó naumast heimtandi af mönnum, sem gerast til þess að tala um grundvallarlög ríkisins og stjórnarfar, en að þeir vissu að konungurinn er beinlínis starfandi stjórnaraðili t löggjöf og æðstu umboðsmálum, og látum vjer nægja í þessu efni að benda höf. á stöðu konungsins í ríkisráðinu. Líklega hefur höf. haldið að

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.