Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.01.1897, Blaðsíða 6

Dagskrá - 28.01.1897, Blaðsíða 6
2TÖ Dagskrá gekk ekki að því óvísu er hún byrjaði, að hún rnundi fyrst utn sinn hafa einn og einn snata af þessu tagi í hælununr, og mun því ekki fjölyrða um það þó gjálfra heyrist í þeim við og við. Blaðið þykist fullvisst um það að óhlutdrægir menn muni sjá það rjett, hver kjör blaðið býður og hvað það þegar hefur uppfyllt, enda mundu fæstir menn sem þekkja til blaðaútgáfu hjer á landi, saka »Dagskrá« um að hún sje eigingjörn í viðskiptum við lesendur sína. — Hvað hinir segja gjörir minnst til, og mun því -jafn- lítill gaumur geftnn, hvort þeir dylgja um tilhögun á útkomu blaðsins, eða hitt að blaðið er minna þetta árið heldur en ætlast var til í fyrstu. Það er alkunnugt, að stórauðugar bókaverslatiir senda opt boðsbrjef til bóka eða rita með tilteknum kjörum, en gefa þau öðruvísi út á eptir ef kaupenda- fjöldi ekki fæst nægur eða önnur atvik hindra hina upp- haflegu fyrirætlun. Dagskrá gerði rækilega grein fyrir því, hvers vegna blaðið kæmi ekki optar út þetta fyrsta ár, og tók skýrt fram að enginn áskrrfandi væri bundinn við blaðið, og náðu þeir ekki einum tug alls á landinu, sem sögðu sig úr blaðinu fyrir þá sök — af meira en 2000 áskrifendum, — enda er ekki minna heimtandi af siðuðum mönnum, en að þeir viti að »boðsbrjef« (tilboð með skilyrðum) er ailt annað en »loforð« (skilyrðislaus yfirlýsing). — Boðsbrjef eru og gefin út þeim að kostnaðarlausu, sem tilboðin eru gerð, en flest loforð eru gefin svo eitthvað komi á móti. Jafn fánýt illkvittni er það af óvinum Dagskrár, að finna henni til foráttu, þó hún geti ekki lækkað verðið að sömu tiltölu sem tölublöðum fækkaði. Því hver skynberandí maður sjer undir einS að útbreiðsla blaðs- ins, sem er aðalskilyrðið fyrir ódýrleika þess, hefði auð- vitað orðið mikið meiri, ef blaðið hefði getað komið út 200 sinnum á ári og loks var það einmitt tekið fram að Dagskrá varð fyrir ófyrirsjáanleg atvik að kosta meiru til sín í annari prentsmiðju í byrjuninni, heldur en gjört var ráð fyrir í boðsbrjefinu. Dagskrá mun komast leiðar sinnar þó illgjarnir menn finni henni það til lasts sem hún á ekki skilið. Hitt sem abótavant er, mun heldur ekki allt verða skrifað á reikning blaðsins sjálfs, heldur munu rjettlátir menn sjá það vel að ástæður landsmanna leyfa elcki að lagður sje sá kostnaður í blöð, sem þarf til þess að gjöra þau fullkomin, og verður »Dagskrá« ef til vill ekki dæmd öllu ófullkomnari en önnur íslonsk blöð þegar öll kurl koma til grafar, enda þótt hún flytji ekki mikið af eptirmælum, þakkarávörpum eða rigningatíð- indum. Benjamín Franklín. Nú laust upp ófriðnum. Enska stjórnin sendi her- skip mörg til Boston og ljet þau halda borginni í her- kvíum og krafðist skaðabóta fyrir spellvirkin. En Ameríkumenn svöruðu engu góðu til og gjörðust nú viðsjár miklar með þeim og hermönnum stjórnarinnar og að lokum bardagar og blóðsúthellingar. Síðan var mönnum stefnt til þings um alla Norður-Ameríku; kom það þing saman í Filadelfiu 1776 og lýsti því yfir, að nýlendur Englendinga í Vesturheimi væru að öllu laus- ar undan þeirra yfirráðum, Oddvitar Ameríkumanna í þessum ófriði voru þeir George Washington og Franklin. Washington var her- foringi þeirra og hermálastjóri, en Franklin tók það starf að sjer, að gjöra erlendar þjóðir og einkum Frakka vinveitta Ameríkumönnum og sveigja þá til liðveislu við uppreisnarmenn. Verður nú ekki meira sagt af ófriðn- um nema að því er snertir afrek Franklins og fram- kvæmdir í þarfir landa sinna. Hann fór til Frakklands þegar í byrjun ófriðarins. Kom hann þegar að máli við frönsku stjórnina og tal- aði langt erindi og snjallt um ofríki Englendinga og hina rjettmætu baráttu landa sinna. Varð hann skjótt hvers manns hugljúfi í Paris og gat hann innan skamms með frábærlegum viturleik og stjórnkænsku komið svo ár sinni fyrir borð, að franska stjórnin hjet uppreisnar- mönnum fulltingi sínu og sendi að lokum allmikið lið til hjálpar þeim. En svo hafði Franklin flutt sitt erindi skörulega, að margir ungir menn og ákafir, sem þótti stjórnin síðbúnari til liðveislu við uppreisnarmenn en þeim líkaði, höfðu farið með allan þann afla, er þeir gátu fengið til Ameríku og barist þar vel og drengi- lega undir merkjum uppreisnarmanna. Einn þieirra var Lafayette, ungur maður og svarinn óvinur alls þræl- dóms og kúgunar; vann hann Ameríkumönnum margt þarft verk. Hann kom síðan mjög við sögu stjórnar- byltingarinnar á Frakklandi og varð víðfrægur maður. Og það var ekki nóg með það, að Franklin fjekk snúið Frökkum og frönsku stjórninni til liðveislu við landa sína; hann útvegaði þeim einnig ógrynni fjár úr ýmsum áttum til þess að halda ófriðnum áfram og gat þannig ávallt komið nýjum her og nýjum flota á lagg- irnar, ef svo barvið, að Washington beið ósigur heima fyrir. Hann hafði einn á hendi alla fjármálastjórn hins nýja lýðveldis og var engum öðrum en honum ætlandi að leysa það verk af hendi. Nú myndi rnargur ætla, að .maðurinn hefði haft nóg að starfa, þar sem hann varð að berjast fyrirfrelsi og sjálfforræði fámennrar og fátækrar þjóðar gegti slíku ofurefli, sem við var að eiga. En honunt var það ekki nóg; hann hafði tíma til þess að gefa sig við vísinda- iðkunum og ritstörfúm meðan ófriðurinn stóð sem hæst og hann varð að halda hverja ræðuna á fætur annari og eiga málfundi við slungna og slægvitra stjórnmála- menn og borga með slegnu silfri allar þær ófarir, er

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.