Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.01.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 28.01.1897, Blaðsíða 3
207 við það sem vjer gætum átt og ættum að eiga af skipum. Eins og allir vita og viðurkenna, er sjávarútvegur vor annar aðalatvinnuvegur þessa lands, en því miður hefur honum ekki verið sýndur sá sómi, sem vera ber, þótt undarlegt megi virðast, og fyrir það sama stönd- um vjer mjög illa að vígi, til þess, að hagnýta oss auð- æfi hafsins, og er það orðið nógu áþreifanlegt hjer við Faxaflóa, hvert tjón vjer höfum bakað oss með van- rækslu þilskipaútvegsins. Það virðist nú samt á síðustu tímum sem menn sje farið að ráma í að þilskipaútvegur mundi geta bætt úr því böli, sem þeir nú bíða af hinu langvarandi aflaleysi. Menn eru og farnir að finna sárt til þess að alger- lega hefur verið forsómað að leggja stund á, að útbúa farsælii og arðmeiri sjávarútveg, en hinn stopuli og hættulegi bátaútvegur er og verður. Og það væri góð bót í máli ef vjer nú almennt vöknuðum af hinu gamla menningarleysis-móki, reyndum að búa oss betur undir framtíðina hjer eptir en hingað til og gerðum ráðstafanir til þess, að koma á fót öflugum þilskipastól og ötulli sjómannastjett. — Betra er seint en aldrei. Vegirnir liggja enn opnir fyrir með nýjum hjálpar- meðölum til framkvæmda, ef viljann að eins ekki vantar. Það eru ávallt einhverjar orsakir til allra liluta, og hið sama á sjer stað uni þann áhuga í þessa átt, sem hefur vaknað hjer hjá einstaka manni til að bjarga ' Faxaflóa. ííinn stórfenglegi veiðiskapur ensku botnvörpumann- j anna hefur reist menn af dvala. — Þótt langvarandi aflaleysi á opnum bátum hafi opt áður átt sjer stað, bæði af völdum náttúrunnar og sjálfra vor, þá hefur j sjaldan nein rödd látið til sín heyra að þörf væri á um- ! bótum. — Höfum vjer þannig ætlað náttúrunni sjálfri að bæta oss það upp á öðrum tímum, þegar hún sæi oss j það fyrir bestu, en brygðist það, hefur oss fundist að j vjer værum löglega afsakaðir, þótt vjer hefðum ekkert að leggja oss til munns. Það er raunar ekki nema eðlilegt, þótt vjer gerum lítið úr því sem oss er sjálfum að kenna; vjer höfurn þar ekkert að bera fyrir oss nema það sem oss er til hneysu. En nú þykjumst vjer hafa ástæðu til þess að kvarta og kenna botnvörpuveiðum Fnglendinga um ófarir vorar. Nú jæja, máske vjer höfum rjett fyrir oss. En vjer verðum þá líka að gæta að því, að vjer ráðum sem stendur jafnt við botnvörpuveiðar Englendinga hjer eins og við sjálfa náttúruna; þar á móti getur orðið rnikið lengri bið á því að þeir láti undan oss heldur en nátt- úran, því auðvitað róta þeir fiskinum upp á miðum vorum meðan þeir fá þann fisk, setn þeim líkar. Vjer höfum engu öðru að treysta en sjálfum oss; hvorki natt- úran nje Englendingar taka minnsta tillit til þess sem vjer krefjumst. Vjer verðum sjalfir að hjalpa oss. Því verður nú ekki neitað, að framtíðarhorfurnar hjer við Faxaflóa eru sem stendur allískyggilegar hvað aðdrætti á opnum bátum snertir. En fyrir það satna er líka einmitt ástæða til þess að reyna að breyta um veiðiaðferð og leggja stund a þilskipin. Uppgripaveiði Breta hjer við land ætti að knýja oss kröptuglega til þess að breyla út af vananum og koma oss á fót tryggari útveg en vjer almennt höfum haft, og hefðu þeir þá gert oss meira gagn en tjón tneð komu sinni hingað, og það nntn líka verða raunin á, ef vjer sofnum ekki algerlega út af. Þilskipaútgerðin á að taka svo miklum ftamförum hjá oss að aðalsjósóknin sje framkvæmd á þilskipunt, eu opnir bátar að eins hafðir í viðlögum og af þeim sem ekki geta stundað sjóferðir á þilskipum. Þær harmatölur og kveinstafir sem komið hafa t ljós bæði í ræðum og ritum út af veiði Englendinga hjer á flóanum, miða að mínu áliti fremur til þcss að gera oss lilægilega í augum annara sjálfstæðra þjóða, heldur en að slíkt komi oss að nokkru haldi. Hvcrnig getum vjer ætlast til þess, að Englcnd- ingar, hin mikla siglinga- og framfaraþjóð, láti það eptir oss að friða Faxaflóa utan landhelgi fyrir botnvörpu- veiðum landa sinna, svipti þá sjálfa atvinnufrelsi rtg baki sjer stórkostlegt peningatjón? Kröfurnar um slíkt hafa við mjög lítil rök að styðjast. Það sjer hver maður, að vjer ættum að eiga eins hægt með að senda haffær skip út fyrir tjarðarmynnin, þangað sem fiskvon er, eins og útlendingar, sem senda skip sín hingað til lands, svo mörgum hundruðum skiptir, til að afla fiskjar. En hvað erum vjer svo bættari með því, þótt vjer fengjum þá ósk vora uppfyllta, að Faxaflói yrði friðaður fyrir botnvörpuveiði innan »Skaga?« Ef vjer fengjum þá ósk vora uppfyilta, þá yrði af- leiðingin ekki önnur en sú, að vjer mundum enga hvöt finna hjá oss til þess að breyta um fiskveiðiaðferð og vjer værum jafnnærri öllum sönnum bjargræðisframförum eptir sem aður. Það er mín skoðun og það mun líka verða raunin á, ef rjett er að verið, að besti og beinasti framfaravegurinn fyrir þetta hrjóstruga og afskekkta land er öfl- ugur þilskipaútvegur. Ef hann er rekinn með raðdeild og dugnaði, er hann vegur til velrnegunar og arðs, sem ekki bregst, og það er ekki eitt, heldur er það allt, sem mælir með því að hið opinbera snúi sjer nú af alefli að því að auka þennan útveg. (Meira .

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.