Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.01.1897, Blaðsíða 5

Dagskrá - 28.01.1897, Blaðsíða 5
209 ábyrgðarleysi og friðhelgi koaungs »skákaði honum út úr Danastjórn«, en ekki virðist oss það varkárt af höf., að bera á borð slíkar staðhæfingar um það sem hann ber ekki skyn á. Hefði hann leitað sjer fræðslu um þetta hjá ein- hverjum betur menntuðum manni, mundi hann ekki hafa farið að flagga þeirri dæmafáu lokleysu að kon- ungurinn eigi ekki sæti í Danastjórn. Höf. hefur viljað nefna sjalfan sig saman við Dana- stjórn, og vinnur það til að rangfæra mælt mál á þann hátt sem að ofan er greint; en naumsst verður sagt, í hvoru höf. fer kátlegar, þar sem hann vill skáka kon- unginum út úr Danastjórn, eða þar sem hann vill skáka sjálfum sjer inn í hana. Þó það sje ekki skemmtilegt verk að eltast við annað þessu líkt 1 grein höf., viljum vjer minnast á næsta atriðið, er hann virðist ætla að hafi mikla þýð- ingu fyrir málstað hans. — I Dagskrá hafði það álit verið látið í ljósi að endurskoðunarmálið mundi vinna festu og tryggara fyigi eptir þann apturkipp, er varð í því máli a síðasta þingi og var komist. svo að orði: að hin þroskaða, fasta endurskoðunarbarátta mundi byrja á næsta þingi. — Höf. hefur alls ekki snúið sjer að því að ræða, hvort þetta sje sennilegt í sjálfu sjer, heldur finnur hann að því hve iila sje komið orðum að hugs- uninni í þesari setning, og virðist það vera í góðu sam- ræmi við allan rithátt hans í þessari deilu. En vjer getum heldur ekki verið honum samdóma um það að athugasemdir hans um þá setning sje á rökum byggð- ar. — Endurskoðunarmálið er rætt og hugsað milli þinga, og virðist ekkert rangt í því þó sagt sje að endurskoð- unarbarátta vor vinni festu og þroskist þegar sannfæringin um það að þar sje farið með rjett mál eflist og breiðist út meðal landsmanna. ■— A hinn bóginn getur þessi barátta ekki komið til neinna framkvæmda fyrri en á þinginu. — Slíkt er svo augljóst að ekki virðist eyðandi fleiri orðum um þessa lítilvægu tilraun höf. tii þess að sýnast skarpari » hjfgsunarfræðingur« en hann er. Setning hans um »leiðtogaleysið sem kom af áhuga- leysinu og áhugaleysið serri kom af leiðtogaleysinu« þykir honum þar á rnóti enn þá vandlega hugsuð og vel framsett, og skulum vjer ekki þrátta meira um það við hann. — Vjer höfum áður rakið hana til rótar í Dagskrá — ekki af því að hún væri vanhugsaðri held- ur en svo margar aðrar setningar í greinum höf., held- ur af því að hún átti að fela í sjer grundvallarajthug- anir hans um það mál sem fyrir lá. En meðal annara »logiskra« dæma, er höf. setur upp þessari hringhugsuðu setning sinni til rjettlætingar nefnir hann það tilfelli, að menn borguðu ekki Dagskrá af því að hún kœmi óreglitlega út o. s.j'rv., samkvæmt hugsunarganginum. — Nú veit hann að gjalddagi blaðs- ins var ókominn þegar hann skrifaði þetta, og ennfrem- ur veit hann að Dagskrá hefur kontið út eins og til hef- ur verið ætlast. — Þetta er að eins hugsað tilfelli, sem höf. velur sjer til dæmis, af því að honum finnst það eiga svo vel við — og var höf. óhætt að .velja þetta dænti án þess að óttast að það mundi vinna Dagskrá peningalegt tjón. Islendingar eru ekki svo. Menn munu þykjast geta skilið, að höf. greinar- innar sje kunnugt um að útgefandi Dagskrai' er ekki auðugur maður, og að hann mundi því ekki þola vel vangreiðslu á andvirði fyrir blaðið a frumbýlingsari þess. — Fæstum mundi því þykja trúlegt að ritstj. Mslands hefði viljað hvetja kaupendur »Dagskrár« til þess að borga hana ekki. En væri það svó að ntönnutn \irtist ástæða til að skilja orð hans svo, mundi Dagskra naumast geta óskað sjer annara betri meðtnæla til góðra skila á blaðsverðitut. Að lokum viljum vjer einungis geta þess að vjer munum ekki þreyta lesendur vora með því framvegis að svara öðrum eins greinum og þessari orði til orðs, og að vjer felum öðrum að dæma ttm gildi þess setn ritað hefur verið í »Dagskrá« um sjálfstjórnarmálið, og eins hitt sem eptir greinarhöf. liggur um það mál. En ekki kæmi oss á óvart þó þessi rithöfundur yrði þess áskynja, að mönnum þætti röksemdir hans, sem að framan eru greindar, nokkuð ljettvægar því til sönnunar, að Islendingar eigi að fleygja fyrir borð öllu sem þing og þjóð hefur gjört í sjálfstjórnarmálinu um undanfariu ár, og fara nú þegar fram á algerðan aðskilnað íslands frá Danmörk, eptir ráði hans og tilvísan - tncð : leiðtogann sem aldrei kemur af því að áhugann vantar, ; og með áhugann sem aldrei kemur af því að leiðtogann vantar! Dags k rá. Af því að menn kynnu ef til vill að misskilja þögn Dagskrár við ýmsu því sem um hana er talað af mis- jafnlega góðum huga viljum vjer taka fram það sem hjer segir: Blaðið á að koma út 104 sinnunt á ári, eins og hver maður getur lesið fremst á blaðinu, Þetta er sama sem að blaðið eigi að koma út tvisvar í viku (að meðaltali), og hefur útg. rjett til þess að veija útkomudaga blaðsins. Ðagskrá hefur nú þegar komið út i yfir 50 örkum, og er orðin, nú á miðju ári, jafnstórt blað eins og ýms blöð er ntenn áður hafa borgað með jafnmiklu eða meira | verði, heilan árgang. Blaðið skeytir því þess vegna lítið, þó einn eða fleiri atvinnurógberar kunni að vilja niðra Dagskrá fyrir það þótt hún hafi komið út stundum optar og stundum sjaldnar vikulega, sem útgefandi hefur fullkominn rjctt j til og nauðsynlegt er samkvæmt fyrirætlunutn Idaðsins, j enda mun ekki verða sótt um leyfi til slíkra manna til þess að haga útgáfu blaðsins eins og álitið er rjett- ast og henta best.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.