Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.01.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 28.01.1897, Blaðsíða 2
20 6 fyrir sig á þilskip í þá daga. Það var nærri frágangs- sök að fá fermdan ungling fyrir matsvein. Það þótti hin mesta hneisa að vera kallaður »kokkur á fiskijakt« Þeir urðu þó auðvitað bestu sjómennirnir sem lærðu ungir; þeir ólust upp við aga og lærðu undirstöðuatriðin fyrir sjómennsku, en þeir sem voru uppkomnir þegar þeir byrjuðu þoldu engar skipanir, þekktu ekkert til aga og voru þrjóskir, og ef það kom fyrir að skipstjóri ávítaði þá fyrir einhverja yfirsjón, urðu þeir reiðir og þutu í land frá skipinu við fyrsta tækifæri. Nú þegar útvegur þeirra fjelaga var koniinn svo langt að hann gat gengið með alinnlendum mannafla, fóru einstaka menn að horfa á þennan atvinnuveg, og fóru því nokkrir menn hjer í og kring um Reykjavík að gera út þilskip til fiskveiða, mig minnir það væri á árunum 1874—77, en það heppnaðist ekki nema fyrir einum sjávarbónda, Olafi heitnum i Mýrarhúsum á Sel- tjarnarnesi, en hann byrjaði líka skynsamlega. Hann keypti ekki skipið fyrri en hann hafði búið sjer til mann- inn til að stjórna skipi og mönnum, og hans útgerð gekk líka ágætlega, ög var það helst fyrir þá sök eina, að hann kunni að hagnýta sjer reynslu hinna fyrstu útgerð- armanna. En útgerðin hjá flestum öðrum fór öll í mola. Eigendurnir voru búsettir hingað og þangað, og þó þeir væru búsettir hjer í bænum, gátu þeir hvorki nje vildu hafa það eptirlit með útgerðinni sem með þurfti, og þegar til kom að eitthvað vantaði, þá vísaði hver frá sjer. Á þessi skip safnaðist líka allt versta ruslið af mönnum sem til var, og þótt það heppnaðist að ná í brúklegan skipstjóra, þá gat hann ekkert ráðið við þennan óaldarlýð, sem honum var úthlutað á skipin. Þegar svo lítið var í aðra hönd gáfust menn upp við útgerðina og förguðu skipunum aptur, þeir sem gátu. Frá þessum tíma og til 1880 voru ekki fleiri en 4 skip sem stöðugt gengu til fiskveiða, 2 sem þeir hr. G. Zoéga og hans fjelagar áttu og 2 frá Mýrarhúsum, og svo einstöku smáþilbátar, sem að eins fiskuðu hjer í flóanum á hásumrum, en þeir voru flestir frá Hafnarfirði. Á tímabilinu frá 1873—74 gerði stórkaupm. Fischer tilraun til að gera út skip á fiskveiðar. Fyrsta skipið sem hann byrjaði með, Ijómandi fallegt smáskonnortu- skip, sem hann kallaði »Guðrúnu« eptir dóttur sinni, fórst á leiðinni til landsins fyrstu ferðina hingað, og nokkru seinna fórst annað skip nýsmíðað, »Hekla«, á leiðinni hingað. Að sönnu hjelt hann úti vöruskipi einu á hákarlaveiðum í 2 ár, en það heppnaðist ekki, þvi »þeim gráa« líkaði illa við danskinn, svo Fischer hætti við þá útgerð. Það var hinn mesti skaði að þetta misheppnaðist svo, því hefði útgerð hr. Fischers lánast hefði efalaust orðið hjer bráðari og rneiri framför í útveginum. Eptir 1880 fór heldur að fjölga þilskipum, en þó einkum eptir það að kennsla í stýrimannafræði byrjaði 1885, og það var líka eina meðalið til að beina huga einstakra manna að þilskipaútgerðinni. En útgerð þessari gat þó ekki farið fram eins og æskilegt hefði verið og var það einkum að kenna skuld- bindingarleysi hásetanna, Enginn var formlega ráðjnn á skipin og hásetarnir vissu varla hvað þeir áttu að hafa í kaup fyrri en þeir fóru í land. Þá voru engin lög að fara eptir og skipstjórarnir höfðu ekkert yfir hásetunum að segja. Skipstjórinn varð að varást að styggja ekki hásetann, þvi þá gat hann átt á hættu að hásetinn færi burt af skipinu strax sem að landi var komið. Og þegar komið var á höfn þá saust sumir af hásetunum ekki fyr en átti að leggja af stað aptur, og stundum varð að gjöra langar leitir eptir þeirn, að jeg ekki tali um vinnubrögðin, þegar verið var þar við land sem hægt var að ná í áfengi; þá varð ekkert við þá átt meira, en öll vinnan lenti á fáeinum mönnum, náttúrlega þeim sem bestir sjómenn voru og samviskusamastir. Jeg fann ákaflega mikið til þessarar skaðlegu óreglu sem stafaði af lagaleysi og agaleysi. Svo skrifaði jeg dálitla grein í »Isafold« um þessa óreglu, og hún kom því til leiðar að stjórnin lagði fyrir þingið 1889, að til- hlutun landshöfðingja, lög um farmennsku á íslenskum þilskipum, sem þingið saðfesti, og sem fengu konungs- staðfestingu 22. rnars 1890, og ennfremur fól þingið landshöfðingja að semja reglugjörð um viðurværi skips- hafna á þilskipum hjer við land, eins og kunnugt er. Þetta var ákaflega mikil rjettarbót og eitt hið þarf asta verk sem þing vort hefur afrekað. En þótt undar- legt megi virðast urðu útgerðarmenn þessara fáu skipa alveg uppvægir út af farmannalögunum og vildu þau hvorki sjá nje heyra, og meira að segja álitu það jafn- vel heimildarlaust að skuldbinda þá til að gera löglega samninga við skipshafnir sínar. Nú eru samt flestir farnir að sætta sig við þau, og eru menn nú loks farnir að sjá hverja þýðingu farmanna- lög hafa. Enn fremur lagði landsstjórnin fyrir þingið lög um atvinnu við siglingar, sem þingið samþykkti, og fengu þau gildi í fyrra I. júlí. Þessi lög voru heldur ekki tekin með þökkum. Menn álitu að þau færi of nærri eignarrjettinum, enn slíkt hefur við engin rök að styðjast, því engin eigandi skipa má hafa þau rjettindi, að hann fyrir augnabliks- hagsmunasakir geti stofnað lífi manna og eignurn í hættu; og í öðru lagi er rjett, að svo sje gengið frá að útvegur þessi geti orðið sem tryggastur, þjóðtjelagsins vegna, þar sem heill og hagsæld svo mikils hluta lands- manna veltur á þeirri atvinnu ; eru slíkar reglurog algengar í öllum heiminunp og eru bæði farmannalögin og lög um atvintiu við siglingar, • óumflýjanleg skilyrði fyrir reglu- bundinni sjómennsku og notkun þilskipa. Síðan lög þessi voru löggild, hefur áhuga á þil- skipa-útgerð fleygt fram, en vjer erum samt komnir of skammt á veg í þeirri grein. Hjcr í Rcykjavík og á Seltjarnarnesi eru aðeins 23 þilskip stór og smá, en þetta er ekkert í samanburði

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.