Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.01.1897, Blaðsíða 7

Dagskrá - 28.01.1897, Blaðsíða 7
211 landar hans fóru fyrir ofurefli Englendinga. Meðan [ hann dvaldi í París samdi hann agæta ritgjörð og afar- þýðingarmikla um loptbáta, og margt ritaði hann þar annað, sem var ágætt og nytsanilegt eins og allt, sem hann Ijet frá sjer fara. Um þær mundir komst hann einnig í kynni við marga hina mestu vísindamenn og ágætustu ritsnillinga Frakka, svo sem Voltaire, og gjörð- ist með þeim hin kærasta vinátta. Svo sem alkunnugt er, endaði frelsisbaratta Norður- Ameríkumanna með friðargjörðinni í Versailles 1783; var þar ákveðið, að þær 13 nýlendur, er í öndverðu höfðu sagt ensku stjórninni upp hlýðni og hollustu, skyldu frjálsar og sjálfum sjer ráðandi. Sneri Franklin þá heim aptur við mikla frægð og ágætan orðstír fyrir afrek sín og framkvæmdir. Landar hans fögnuðu honum sem best þeir máttu við heimkomu hans; hann var þá orðinn háaldraður ntaður, en þrátt fyrir það var hann fleygur og fær og engin apturför á honum að sjá. Gegndi hann enn mörg- um vandaverkum á fósturjörðu sinni og átti hann ásamt Washington mestan og bestan þátt í stjórnarskrá þeirri, er samin var fyrir hið nýstofnaða lýðveldi. Hann dó 1790; var hann þá á 85. ári og mátti með sanni segja, að hann hefði varið fáum tímum af liinni löngu æfi til ónýtis. Öll ameríska þjóðin syrgði hann sem föður og foringja og fylgdu þakkir hennar og blessun honum til grafar. F armaðurinn. (Framh.). Mjer fannst eins og allir skipsmenn gætu sjeð það á mjer að jeg hafði misst unnustu mína. Jeg skildi reyndar ekki í því hvernig þeir færu að sjá það, því jeg var kaldur og rólegur. En hvernig stóð á því að skipstjórinn gaf mjer svo undarlegt auga og hálfglotti við þegar hann gekk hjá mjerr Jeg vann fyrir tvo meðan við vorum að koma skipinu út. Jeg hljóp fram og aptur svo hart sem jeg komst til þess að hlýðnast skipunum yfirmannanna, og jeg togaði í keðjur og kaðla fastar en nokkur hinna, en jeg tók ekki undir í siglingar- söngnum. — Einu sinni var jeg sendur upp í reiða til þess að greiða kaðla rjett fyrir neðan körfuna. »Etruria« var stórt, þrímastrað barkskip, og afarhátt niður á þilfar þaðan sem jeg hjekk. Jeg horfði niður fyrir mig eitt augnablik og Ijet kaðl- anaeiga sig, — en þásájeg skipstjórann nema staðar við sigluna beint fyrir neðan mig, og mjer sýndist hann hlæja og velta vöngum framan í mig. Hugsunin um »fall úr reiðanum og fljótan dauða« hvarf frá mjer aptur áður en jeg hafði hugsað hana til enda, og jeg flýtti mjer að ljúka þvi sem jeg átti að vinna uppi milli himins og jarðar. Loks komst »Etruria« út úr höfninni og sigldi fyrir mjúk- um byr vestur Eyjahafið, á leið til Njörvasunds, en jeg horfði opt og lengi aptur til eyjarinnar, þar sem Darja átti heima, og mig sveið i hjartað þegar hæsti turninn i eyjarborginni hvarf undir sjáfarbrún. Við höfðum siglt þannig all-langan tíma. Þessi tími dags- ins var hvildartími ininn, en jeg hjelst ekki \ ið undir þiljunum, heldur stóð jeg aptur á, og saug að mjer sjáfarloptið. 'l'vo farþega sá jeg ganga fyrir inn í lyptingu, aldraðan tnann og konu, og veitti jeg þeini litla eptirtekt, því við höfðum flutt farþega milli hafna a flestum ferðum »Etrnriu« síðan jeg kom þar um borð. Þegar komið var að því að varðtími minn byrjaði, gckk jeg fram á, þangað sem skipshöfnin hafðist við, en 1 m:ðjum stiga þeim er lá niður i hásetarúmið, rak jeg mig á skutilsvein skipstjóra og bendir hann rnjer að koma með sjer aptur í lyptingu. Skipstjóri þessi var Itali að ætterni og mjög vel látinn af skipverjum, og ekki strangur vfirmaður. Mjer datt strax í hug að hann mundi hafa komist að því að jcg ætlaði að strjuka um morguninn, og þó hann væri mildur og ekki afskiptasamur \ issi jeg að hann nnindi taka hart á þessari ráðagcrð. En í þetta sinn skeytti jeg lítið urn reiði hans eða annara, cn fór fúslega á fund skipstjóra, þó jeg að vísu ætti von hins versta. Hann var reiðulegur rnjög er jeg gekk fyrir hann, og mundi jeg ekki eptir því að hafa áður sjcð hann svo bistan á bragðið. En jeg nam staðar fyrir framan hann þegjandi, með liúfit mína í hendi og beið eptir þungum refsidómi af skipherranum. En er hann hafði yglt sig og hleypt brúnum framan í mig nokkra stund, rak hann allt í einu upp ráman og óhæv- erskan sjómannshlátur, gekk fast að mjcr þar sem jeg stóð á káetugólfinu og gaf mjer »selbita< ( magann. Svo vatt hann sjer lit, upp á þiljur, en í sömu svipan fann jeg tvo mjúka konuhandleggi vefjast ttm hálsinn á mjer. Jeg þckkti þá strax og hófst í sjöunda himin áðttr en jeg sá hver handleggina átti. — Þar var Darja kontin. Jeg lýsi ekki fundi okkar. Við höfðum bæði sýnt að ást okkar var af því tagi sem endist frá höfn til hafnar, hún með því sem hún hafði gjört og jeg nteð því sem jeg hafði ætlað að gjöra. Og liti á þessari fljótandi ey, sem bar okkur hratt fyrir fullum seglum þangað sem forlögin ætluðu okkur, var fögnuður okkar enn dýpri og sterkari heldur en áður, nteðan við vissum ekki bæði hvernig leiðir okkar ættu að leggjast saman. Jeg fjekk að vita að Darja hafði komið um borð í »Etruria« daginn eptir að við sáumst fyrst og gjört boð fyrir skipstjóra. Hún hafði spurt hann að því blátt áfram, hvort nokkur vegur væri til þess að hún gæti fylgst með rnjer á skipinu til þeirrar hafnar er jeg var ráðinn að. Hún sagði skipstjóra frá því að hún ætti ekki foreldra, lifði á vinnu sinni og væri engum háð — og beið svo þess að hann svaraði. Skipstjórinn sagði rnjer að hann hefði undrast einurð hennar og fegurð — og hve kvennleg og prúð hún hefði vcrið í framgöngu. Hann sagðist hafa hugsað sig um stutta slttnd, og svo boðið henni að vera þjónustumey grískra hjóna. er höfðu tekið sjer far nteð skipintt til Norður-Spánar. Jeg þakkaði skipstjóra svo vel scm jeg hafði vit á, sagði honttm að jeg hefði ásctt mjer að ’fara mcð heitmey mína heim til Islands, og nefndi honum hve mikið jeg ætti óeytt af því fje cr jeg hafði unnið mjer inn í förum frá því fyrsta. Skipstjóri leit alvarlega til mín cr jeg skýrði honunt frá þessu, klappaði síðan á öxlina á tujer og gekk frá mjer. Ræddum við svo ekki nteira um þetta, cnda töluðutnst við í þetta sinn síðast saman. (Meira .

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.