Dagskrá - 13.03.1897, Page 3
fari að loknu dagsverki sínu með stóran böggril af ó-
hreinum þvotti inn í Laugar; standa kr þar a!la nóttina
við þvoltinn og koma svo með hann á morgnana heim
og eru síðan stundum við vinnu ailan daginn.
A seinni árum hefur farið að risa óánægja út af
þessu, og tók því »kvennfjelagið«, sem margar merkar konur
eru í, það ráð, að útvega vagn til að aka þvottinum á
inn í Laugar; en eins og mönnum mun kunnugt hjer fór
svo að þetta borgaði sig ekki; vagninn var eigi nóg
notaður og var því sá einn kostur að hætta við ailt
saman.
Tók þá maður nokkur að sjer Laugaflutninginn á
kostnað sjálfs sín og mun það hafa borgað sig skár,
en þannig lítur þó út sem hann liafi ekki mikla atvinnu við
þetta, þó ástæða sje til að ætla að þetta muni lagast
smám saman, enda væri hart ef þessi eini vagn fengi
ekki nóg að gjöra.
Enn þá er að minnast á kolaburðinn fyrir kaup-
mennina.
Eins og allir vita, er það farið að tíðkast i mörgum
smákaupstöðum landsins, að vagnspor gatigi frá versl-
unarhúsunum niður á bryggju, og ganga eptir þeitn
vagnar, sem kaupmenn flytja á vörur sinar, og muntt
þeir bæði hafa talið sjer þetta fjársparnað og einnig talið
það minnkun fyrir sig að lata menn burðast með þunga
poka langan veg að verslunarhúsum sínum. Hjer í bæ
er þar á móti ekki eitt einasta vagnspor niður að sjón-
um, og verður því að hafa hinn gamla skrælingjas-ið, að
láta karla og konur bera á bakinu poka af kolum og
annari þungavöru. Blöskrar mörgutn að sjá konur ýmis-
lega á sig komnar og ungar stúlkur með þungar byrðar
á baki og opt svo biksvartar af kolaryki að ekki er
mannsmynd á þeini. Verða þær á þennan hátt að vinna
til jafns við karlmenn, en fá þó venjulega ekki nema
hálf laun á við þá.
Er lítt trúlegt að þetta varpi neiniun dýrðarljóma
yfir vinnuveitendur, og hlýtur útlendingum aö þykja slíkt
blöskrunarleg sjón í sjálfum höfuðstað landsins. -
Það er og sannarleg furða að menn sem árlega eru í
útlöndum og þekkia erlenda menningu, skuli geta unað
við þetta. En svo lítur út sem sumir sjeu svo hræddir
við allt er að framförum lítur, að þeir telji skyldu sína
að sporna við því, af því að þeir í fjarska þykjast sjá
sjer einhverja hættu búna af því.
Þar á móti mun sá ósiður þó eigi viðgangast hjer,
að kvennfólk sje látið bera fisk á bakinu, eins og surn-
staðar tíðkast á landinu. Eru þess dæmi, að einn kvenn-
maður ber upp frá sjónutn 4 hluti, og þegar stundum
er 50—100 fiska hlutur á dag, má geta nærri hvílíkt
sældarlíf þetta er. Þegar svo kvöld er komið verða þær
að gera að fiskinum. Verða þær eins og auðskilið er
gagndrepa á bakinu af bleytunni, og eru þess dæmi að
þær eru bókstaflega meiddar á baki eins og áburðardýr,
enda er þetta auðvitað gjört til þess að spara sjer hesta-
hald.
Auk þess hvað það er viðbjóðslegt að hafa fójk
fyrir áburðardýr, hvort heldur um karla eða konur er
að ræða, þá er það mjög óhollt, einkum fyrir konur.
Getur það ollað sjúkdómum, sem þær aldrei losast við
það sem eptir er æfinnar. Er hættan mest konum sem
nýkomnar eru af barnssæng eða eru þungaðar, og er
lítill efi á að þær mundu tæplega leggja á sig vinnu
þessa þegar svo stendur á, ef þeim va^ri Ijóst hvílík
hætta lífi þeirra og velferð er búin af því.
Guðm. Guðmimdsson
læknir.
ísSenski fáninn.
Af því sem ritað hefur verið eða rætt um íslenska
fánann er ritgerð Pálma Pálssonar skólakennara (Andv., bls.
136—147) hið fróðlegasta. Hafði Sigurður Guðmundsson
málari þá fyrir löngu hreift þessu máli, en nokkru eptir
að ritgerð Pálma kom út hjelt dr. Valtýr Guðmundsson
skörulegan fyrirlestur um það í fjelagi Hafnar-stúdeuta
og er sá fyrirlestur prentaður sjer (Rvk 1885).
Hjá öllum þessum höf. og ýmsum öðrurn er rætt
hafa útn málið, þingmönnum o. fl. hefur komið fram
heitur áhugi á því að fá viðurkennt og lögleitt þjóðar-
tnerki fyrir Islendinga. En að því er virðist hefur þar
ekki verið gjörður jafnglöggur greinarmunur á fána ís-
lands og merki þess, sent skyldi, og sýnist svo sem þetta
hafi valdið nokkrunt ruglingi á málinu og jafnvel tafið
fyrir framgangi þess.
Flestir sem um þetta hugsa munu einkum hafa það
fyrir augum að íslendingar fai lögleiddan sjerstakan
7’erslvnarfána; um gunnfána eða sambandsmerki í ríkis-
flagginu hggur auðvitað fjarri að tala. — En þessu ntáli
um verslunarfánanti hefur verið illa blandað saman við
annað, sem sje spurningunni um það hvort hið illa þokkaða
þorskmerki sje lögleitt á bindandi hátt fyrir íslendinga,
og hvort ekki beri að afmá það, sem ósætnilegt og ósam-
boðið einkenni lands og þjóðar.
Þessi tvö málefni eru hvort öðru alveg óháð, og
verða að liðast sundur, ef ræður eða rit um þetta efni
eiga að leiða til nokkurs árangurs.
Merki ríkja og landa eru venjulega þannig komin
til, að stjórnararnir (konungar, hertogar, greifar o. s. frv.)
tólcu þau upp sem tignareinkenni sín, innsigli eða ættar-
merki, og voru rnerkin síðan varðveitt mann fram af
manni í stjórnarættunum, þannig að þau táknuðu jöfnum
höndunt tign eða embætti stjórnarans og ijelagsheild þá
er stjórnað var. Merki þessi eru opt samsett og þannig
gjörð að þau eru alls ekki fallin til þess að greinast
glöggt langar leiðir að, t. a. m. á siglingum. Þannig
eru alls konar dýr, kórónur, vopn, skildir, turnar o. s. frv.