Dagskrá - 13.03.1897, Page 4
mjög tíðkanleg í þessum merkjum, og eru þau í raun-
inni alveg sama eðlis eins og hin margvíslegu merki
aðalsættanna, sem komið hafa upp á öllum tíinum og
ótölulegur fjöldi er til af um allan heiin.
Fánar eru þar á móti alls annars eðlis.
Þeir eru ætlaðir til þess að sjást langan veg, hvort
heldur þeir blakta á skipsmöstrum yfir fylkingutn eða á
húsum, og eru fanamerkin því venjulega höfð einföld og
óbrotin. En auðvitað eiga þau eins og merkin að
einkenna hlutaðeigandi þjóð eða fjelag, og litir þeir sem
hafðir eru á flöggunum eru því valdir eptir því.
Engin siðuð þjóð hefur dýrsmynd í versunarfána
sínum. Hið eina fánamerki sem telja mætti hjer til er
íslenski fálkinn, en þetta flaggmerki er ekki löglcitt hier
enn, og verður það að líkindum aidrei, því fálkinn er
allt of ógreinilegur í fjarlægð auk þess sem hann er ó-
samræmilegur við flögg annara kristinna þjóða.
Þjóðlitir Islands eru blatt og hvítt, er tákna himin-
inn og snjóinn, og þessa tvo þjóðliti eina eiga engir
aðrir en Islendingar. Nú er krossinn eins og kunnugt er
hið algengasta og hentugasta flaggmerki, og er hann
auðvitað hið besta, fegursta og greinilegasta merki, ef
hann verður settur rjett, yfir allan fánann. Danski fán-
inn er því með rjettu talinn einn hinn fegursti og frumleg-
asti fáni. En Islendingar geta einmitt tekið upp fana
sem er jafneinfaldur, frumlegur og hentugur eins og sá
danski. Það er úvítur kross í bláum feldi. — Aptur
er f lkinn fagurt og þjóðlegt merki fyrir Island og
ætti að setjast í stað þorsksins, sem má með rjettu
teljast valdboðinn sem þjóðmerki íslendinga að þeim
nauðugum og ekki löglega. En fánimi á um franr allt
að vera hentugur og þó um leið þjóðlegur og í sam-
ræmi við flaggstíl Evrópumanna, en þessum skilyrðum
öllum fullnægir fálkinn ekki.
Flaggmálið er löggjafarmál, og líklegt að það verði
tekið bráðlega upp á aiþingi. Að líkindum væri rjett
að fara einungis fram á sjerstök flaggrjettindi fyrir íslensk
skip á innanlandssiglingum, fyrst um sinn, einsogNorð-
menn höfðu á sínum tíina, og mundi þá varla verða
langt þangað til hægt væri að færa sig lengra upp á
skaptið.
Grjótaksturinn um Bankastræti.
Svo að segja daglega, frá morgni til kvölds, renna
nú grjótlestirnar á fleygingsferð niður eptir Bankastræti,
sem er hin brattasta af aðalgötum Reykjavíkur, og al-
faravegur allra sem fara eða koma til bæjarins.
Menn hafa talað mikið um það, að gangstígar frarn
með þessari götu sjeu bráðnauðsynlegir, og
vísu æskilegt að slíkir stígar vseru lagðir sem víðast í
bænuru, þar sem mikil umferð er með hesta, vagna og
sleða.
En hvað dugar mönnum að hafa gangstíga, nema
því að eins að þeir sem fara um meginstrætið ráði við
pað sem þeir fiytja eða fara með.
Grjótakstrarmennirnir ráða ekki við sleðana sína
þegar þeir fara um Bankastræti, og það er hreinasta
undur að slík sleðaferð skuli vera leyfð þar.
Grjótinu er venjulega ekið á smáurn sleðakrílum,
sem tveir menn draga eða halda í. A sleðanum eru
tveir, þrír stórir steinar, opt nálægt þrem hestburðum
hver. Þegar akstrarmennirnir koma að brattanum í
Bankastræti, á leið niður í bæinn, þar sem grjótinu er
hlaðið í kesti hjer og þar sem byggja skal, beita þeir
sjer aptan í sleðann, halda liver í sína taug og láta
sleðann renna á undan sjer niður strætið.
Þegar flughálka er á stígnum má nærri geta hve
erfitt það er fyrir tvo menn að stjórna ferðinni á svo
miklum þunga. Flestir akstrarmennirnir ganga á íslensk-
um skóm sem verða strax jafnhálir og sleipir eins og
stígurinn sjálfur. Svo renna þessir lilöðnu grjótsleðar
hver á eptir öðrum innan um bö.rn og fullorðna scm eru
á ferð um götuna, stundum rjett við fæturna á hestum
ferðamanna eða bæjarbúa sem eru að ljetta sjer upp á
hestbaki, allt í einni þvögu, og stundum kemur það
fyrir að annarhvor eða baðir akstrarmennirnir missa
tökin á tauginni, skeikar fótur eða liafa ekki við sleð-
anum, og þá þjóta grjótækin á hendingsflugi út af veg-
inum a hvað sem fyrir verður, garða, grindur eða hús-
grunna.
jeg hef þrívegis sjeð grjótsleða hendast þannig með
akstrarmennina aptan í sjer og vegfarendur fyrir framan
sig út í grjótgarðana við gamla Bakarastíginn. — Og
það er ekki neitt uppbyggileg sjón.
Það er aldrei neitt skemmtilegt að sjá menn hafða
til að vinna dýravinnu. Þó er það allra herfilegast
þegar menn setja sig í lífs og lima hættu með því að
ganga undir aktýgi uxa eða hesta. Og í hvert sinn
sem rnenn beita sjer þannig fyrir grjótsleða á glerhálli
brekku innan um menn og hesta, stofna þeir sjer í hættu
og jafnvel öllu öðru sem verður á vegi þeirra.
I þau skipti er jeg hef sjeð »sleðastrarid« á stígn-
um hefur annar maðurinn jafnan dottið og lafað í taug-
inni. — Einu sinni flæktist annar maðurinn í reipinu
og hentist út í grjótgarð mcð sleðanum. Þegar hann
stóð upp sýndist mjer hann draghaltur, þó hann vildi
ekki láta mikið á því bera.
Það sýnist öll þörf á því að bæjarstjórn eða lög-
regla hlutist til um að slíkur ófögnuður eigi sjer ekki
stað lengur og að nú sje ekki lengur beðið eptir því
að stórslys verði að þessum sleðaferðum. Auðvitað má
ekki sú tilhlutunarsemi ganga svo langt að menn missi
atvinnu við grjótflutninginn eða að hann hindrist á nokk-
En það mætti fyrirbyggja alla hættu og um
leið jafnvel gjöra þeim sem að þessu vinna mikið ljettara
er það að ! urn hátt.