Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 13.03.1897, Side 5

Dagskrá - 13.03.1897, Side 5
=53 fyrir — ef mönnum að eins væri gjört að skyldu að hafa stöðvun á sleðanum mað einhverju einföldu verk- færi er fest væri á sleðann, t. a. m. á öptustu rimina, og að ákveðnar væru sektir fyrir þá er ekki gættu þessa. Jeg er ekki smiður og ætla öðrum að stinga upp á því hvernig stöðvunarverkfærið ætti að vera, svo það væri bæði handhægt, ódýrt og fullnægjandi. En svo mikið mun víst óhætt að fullyrða, að slíkt verkfæri muni ekki neitt vandasmíði. Kári. 111 meðferð á hestum. —o--- Opt hefur tnjer dottið í hug,Oivað því muni valda, að þeir sem sí og æ eru að senda blöðunum frjettir og fl. hjeðan úr Skagafirði, skuli aldrei hafa minnst a með- ferðina á hestunum hjer, á veturna. Hjer er að ræða þó um menn, sem vilja láta til sín heyra, því það hef- ur viljað eigi svo ósjaldan til, að heyrst hafi raddir um bresti náungans og það máske ckki sem sannastar. En því hafa menn aldrei skrifað um meðferðina á hestun- nm? Er það eigi nein þörf? Jú, vissuiega er það þörf og brýn skylda hvers manns, sem nokkra tilfinningu hefur til þessara píslarvotta — hestanna. Vil jeg því leyfa mjer að fara um þaö nokkrum orðum. Verður lýsing sú, nokkuð dökk á litinn. En satt skal jeg mæla. Veit jeg og, að óþökk fæ jeg hjá þorra manna fyrir þessa framhleypni mína og geta þeir sagt, að »opt megi satt kyrrt liggja«; veit jeg það Sveinki! En bæði er það, að jeg álít þetta samviskusamlega skyldu mína og um leið kristiiega, og svo hitt, að þetta van- þakklæti sem jeg fæ, og sú óvinátta er jeg verð fyrir, verðuraðeins hjaþeim sem eiga þetta skillið, — og það erþað sem jeg geng eigi gruflandi að. Aftur a móti fæ jeg þökk hjá öllum þeim, sem fara vel með hesta sína og verðskulda það, að þeir sjeu ekki merktir með sama lit og hinir. Og víst er um það, að margir fara hjer vel með hesta sína og sumir snilldar vel. Jeg hef talað við þá marga um þetta efni, og tekur þeim sart til að þurfa að horfa á harmkvalir þær er hestar hinna verða að sæta. Hafa þeir sagt nrjer margár sögur um það, hversu þeir hestar hafa liðið, sem enga hjúkrun hafa h'aft, þegar vond tíð hefur gengið. Lika hafa þeir sagt mjer margar sögur um það, þegar þeir hafa líknað þessum skepnum og frelsað þá frá dauðanum, og opt fyrir litla eða enga þóknun, að jeg eigi nefni vanþökkina tóma. Og eru þessar sögur mjer vitni þar um, ásamt minni eigin sjón og reynslu, hversu óguðlega sumir fara með hesta sína, hversu blessaðar skepnurnar kveljast; og svo á hina. hliðina sýna þær og sanna manngæsku þeirra manna sern fara vel með hesta sína. Þessa menn virði jeg ávalit mikils, því þeir hafa gott irjarta; það er engu að síður lastvert og nær engu síður til hegningar, að fara illa með skepnuna en manninn, þó skepnan sje inallaus og geti ekki sagt fra sársauka sínum eða náð sjálf rjetti sínum, hversu illa sem með liana er iarið. Aptur eru hjer líka margir — sannariega alit oi margir, — sem fara illa með hesta sína, lata hestaua ganga úti allan veturinn, hvernig sem tíðin er og hversu sem þeir kveljast. Eiga margir enga heytuggu handa þeitn, ætla þeim það lieldur ekki, og nokkrir sern fela vetr- inum, kuldanum, bleytunni, myrkrinu og storminum þá alveg á vald, enda kemur það árlega fyrir, að þessar blessaðar skepnur líða meira og minna; komið opt fyrir að margar af þeim eru ekki færar um að rekast á afrjetti að vorinu, að jeg ekki fari lengra út i þa sálma. Hjer hef jeg einkum átt við stóðið, sem menn kalla. En sama er að ræða um brúkun hestanna. Þegar búið er að þrælka þeim út vor, sumar og haust, þá er þeim sleppt á freðna jörðina og eigandinn hugsar á þessa leið: Nú þarf jeg ekki lengur þín við, hestur minn, í þetta skipti; verður þú nú að sjá um þig í vetur, þangað til jeg þarf að taka þig í vor. — En ekki svo sem að þetta mannlega boðorð(!) sje nú ætíð látið standa, því komið hefur fyrir, að.aumingja klakaklárinn er tekinn um liá- veturinn og settur fyrir ækihlass, eða einhverjar sveiflur, og svo er honum sleppt hið fljótasta út a gaddinn aptur. Og síðast, þegar þessir grátlega útleiknu hestar eru orðnir svo gamlir, að eigi er hugsandi að láta þá lengur lifa, þá gera sumir sjer það að skyldu að brúka þá sem mest seinustu stundirnar; hugsa á þessa leið: Það er best að taka liann Grána gamla; hann verður sleginn af hvort sem er! Það eru líka til dæmi, að gengið hefur veriö frá hestum dauðum, sem hafa þá verið ofþreyttir og laifidir áfram til hinnstu stundar (fyrir ækjum). Vill þó til að á þeim er setið svo þeir neyti sín betur! Það er svipleg sjón að sja upp á meðferð á sumum hestum sem teknir eru hálfhoraðir og holdlausir á vorin og sem gengið hafa allan veturinn, og þeim svipt í ýmsa túra. Þeir leggjast undir böggunum, teygja sig marflata með sperrta fæturna og stynja þungan, hreint eins og þeir ætli að liðast í sundur, en þá kemur maðurinn með upp- reidda svipuna og rekur þá með grimmd á fætur og þetta gengur stundum hvað eptir annað. Og með þessa hesta er ekki dæmalaust að komí fleiður á bak þeirra, en það grær þá aptur!! Það er stundum sorgleg sjón, að sjá útigönguliest- ana á veturna, þegar þeir eru orðnir hungraðir og mátt- lausir; bieytan, storinurinn, frosthríðin og langar nætar búið að kvelja þá og pína. — Einu sinni fór jeg yfir þveran Skagafjörð; höfðu þá gengið næstu daga á undan miklir umlileypingar ýmist mcð bleytum eða frostgörðum,

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.