Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 13.03.1897, Blaðsíða 6

Dagskrá - 13.03.1897, Blaðsíða 6
254 svo þá í svipinn var að verða jarðlaust, einkum á lág- lendinu. Þetta var rjett fyrir jólin. Hestarnir stóðu þá í hópum á svellugri jörðinni; bleytan, hríðin og stormurinn var búið að stimpla þá; þeir voru svellaðir og hrímþaktir að utan, en innan skar þá hungrið, kvíð- inn og kvalræðið. O, sú sjón! Þegar jeg átli eptir lítinn spöl til hópanna, þá fóru þeir að fagna komu minni rennandi tárvotum artgunum til mín, og var hægt að lesa það á tilburðum og útliti þeirra, að þeir áttu von á að jeg mundi veita þeim líkn, frelsa þá úr kvölunum, og frá því sem þeir verða að líða sem engan eiga að. Það var sumstaðar allskammt á milli hópanna; voruþásumir að hlaupa á milli, vita hvort ekki væri um neitt að vera til bjargar í hinum staðnum. Þeir voru að smákrafsa ofan í svellgrottann, h'klega til þess að benda mjer á lifibrauðið sitt. Svona gekk jeg hjá þeim svo hundruð- um skipti um daginn, hungruðum, síluðum og nauð- stöddum; en þá vildi svo vel til, að daginn eptir var komin hláka, svo þeir fengu jörð. Það er átakanlegt að sjá þessar blessaðar skepnur standa dægrunum sam- an, þegar illviðrið lemur þá og pínir, og það er sum- staðar sá grúi af þeim, að því trúir enginn nema sá sem sjer það — því þó margt sje fyrir, er verið að koma með þá úr ýmsum áttum, til þess að láta þá sem flesta sæta þessari góðu prísund. En það eru auðvitað til hestar innan um, sem lítið eða ekkert leggja af, svo framarlega að sje nokkur jörð, en eigi að síður líða þeir, því jeg hefi engan af þessum hestum sjeð úr tómum steini eða stáli; þetta eru allt lifandi skepnur með tHfinn- ingv. Mönnum hefur suinum lika skjátiast í þeim reikn- ingi að þeir telja frostbólgu í hestum til holdanna! Engum dettur í hug að skaflajárna þessa ísbrjóta, og hefur því opt komið fyrir að þeir geta ekki borið sig um, eins og þeir nauðsynlega þyrftu, og hafa gefist dæmi til að veður hafa sett þá um — og þeir ekki staðið upp aptur. Nú hafa ekki verið harðir vetrar þeir síðustu hjer í Skagafirði, en livað skyldi verða, ef verulega harður vetur kemur! Jeg vil ekki minnast neitt á það — því það yrði sá voðalegi kvaladauði og stórfellir. Sumir hafa þá hugsun að skepnan líði ekki svo mikið þó hún missi mikið af holdum sínum, því það sjái ekkert á henni! En hvernig getur hún lagt af nema hún áður líði? Jeg ski) það ekki. Það er eins og vaninn sje búinn að blir.da augu þessara manna, sem eiga hesta sína í þessum píslum. Það er eins og hann sje búinn að svipta þá allri tilfinn- ingu, því opt er svo, ef maður talar um þetta ástand hestanna við þá, þá þykir þeim það, eða ganga þegjandi fram hjá því. En hversu lítið sem hatturinn hallast hjá náunganum, þá er óðara fundið að því; — en þótt mál- leysingjarnir sjeu píndir og kvaldir, þá er það ekki nefnt á nafn — því það er svo sem sjálfsagt. En svona lag- aður hugsunarháttur er helmingi verri en hjá heiðingj- unum, sem vjer kristnir þykjumst vera langt hafnir yfir. Það lýsir ekki næmri tilfinningu eða ber vitni um gott. hjarta, þegar maðurinn lifir við alslags lífsgleði inni, en hugsar ekkert um hestinn sinn, sem máske stendur undir bæjarveggnum, allavega illa þjakaður, í illviðrum. Og opt hef jeg hugsað um það, þegar menn vilja ekk- ert láta vanta upp á lífsgleði sína á jólunum eða hátíð- unum, en geta horft upp á hestana, opt hálfhungraða, víðsvegar í kring. Þessa ómannúdlegu meðferð á hestunum má ekki kenna um yfirvaldi voru, herra sýslum. Jóh. Olafssyni, því ekki vantar það, að hann brýni fastlega fyrir mönnum á hverju manntalsþingi, að fara vel með skepn- urnar, og ekki er næsta langt síðan að sýslunefnd Skag- firðinga setti þau lög, að hver maður skyldi hjer eiga hús og hey handa hestum sínum (öllum hestum), — en þrátt fyrir þetta er nú saga hestanna í Skagaf. sögð hjer að framan, og ætla jeg mjer að standa við hvert orð i henni. Það er undarlegt, að menn leitast við að safna þessum hestagrúa til þess að setja þá í hættu — en þó halda Skagfirðingar hestum sfnum s' svo háu verði sem mögulegt er, og það bendir á það, að ekki er þeim viljugt að sjá af þeim, og þyki þeir eigi of margir. En skyldi það eigi vera víðar á landinu, sem farið er illa með hestinn; og þó er þetta — -r>þarfasti þjónn- inn«. Hvað á þetta lengi að ganga? Á það að drasla svona áfram meðan menn koma og fara? Til hvers eru hegningarlögin ef þeim er ekki beitt? Og til hvers eru færustu menn þjóðarinnar að r.eða og rita um allt það sem henni fer illa, en láta þetta þó viðgangast ár eptir ár, og liggja í eilífri þögn, þrátt fyrir einstakra manna umkvartanir? Hafa menn ekki lesið: »Hvernig er farið með þarfasta þjóninn« eptir sjera Olaf, sem ætti að vera lesið á hverjum degi á hverju heimili hjer í firðinum, og er það rit, sem höf. hefði átt að fá peninga fyrir hjá þjóðinni — í heiðurslaun. Rjettindin á Islandi virðast stundum vera sem fagurt gull, sem hampað er á lopti fyrir börnum, eri sem þau fá ekki að snerta á, og því síður að njóta. Baldvin Bergvinsson. * * * Aths. Grein þessi er rituð af svo góðum hug að vjer höfum ekki viljað neita henni upptöku, þótt líklegt virðist að nokkuð kunni að vera ofhermt í henni. Ritstj.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.