Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 10.04.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 10.04.1897, Blaðsíða 1
Verð árg. (minnst 704 arkir) 3 kr., borgist fyrir janúarlok; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. Uppsögn skrifleg bundin við 1. jtilí komi til utgefanda fyrir októberlok. r 1,70-71. Reykjavík, laugardaginn 1 O. apríl. 1897. Verslunarmál. 1. Svar til alþm. Pjeturs Jónssonar. Forkólfar og varðveislulið umboðsmannaverslunar- innar hafa látið svo, í orði kveðnu, sem þeim þætti greinar Dagskrár um þetta mál bæði lítt hugsaðar og ritaðar af lítilli þekking. En það sýnist s\ o sem þeim sje þetta ekki alvara, því ef þeim finndust þessar greinar í raun rjettri svo ljettvœgar sem þeir láta, ættu þeir ekki að þurfa að fylla blöðin með öllum þessum býsnum af mála- lenging til andsvara gegn því sem Dagskrá hefur sagt. Það sýnist vera ósamkvæmni í þessu tvennu; en menn munu ekki verða lengi að átta sig á því, að hinir dyggu og vellaunuðu þjónar á skrifstofu umboðsmcnnskusversl- unarinnar eru ekki ávallt öllu skarpskyggnari dómarar í sínu eigin máli en almennt gerist, og þeir sem líta óvil- halt á ritdeilur þeirra við Dagskrá, munu án efa flestir verða á því, að hinum heiðruðu skrifstofuþjónum heíði farið mikið betur að láta sjer minna út af þekking sinni á verslun yfirleitt, á skipulagi á fjelagsskap manna á milli og á öðrum »mannfjelagsmálum«. Einn af þeim sem vel hefði mátt sæma, að gera ekki svo mikið úr sjer í þessu máli, er hr. Pjetur Jóns- son á Gautlöndum. Hann ritar á móti Dagskrá í »Þjóðólfi«, tbl. 16—17 og 18, og er fyrsta dálkinum af þeirri ritgerð varið til þess að láta þá skoðun höf. í ljósi, að Dagskrá fylli óæðra flokk mótstöðumanna hans vegna þess að hún starfi að því að þeyta tortryggnisryki ofan á »kaupfjelagsskapinn«, og andvarpar höf um leið yfir því, y>að þetta sama Iiafi verið gjört af svo ótalmörgumt.. Því miður sýnist svo af þessu, sem »ótalmargir« mót- stöðumenn hinnar háloflegu umboðsmennskuverslunar fylli óæðri flokk, og er því von að þunnskipað sje lið þeirra manna á voru fámenna landi, sem hr. P. J. vill velja hið æðra sæti við umræður um umboðsmennsku- kaupskapinn. En Dagskrá fellur það alls ekki þungt, þó höf. skipi henni með fjöldanum, í því máli, því síður sem ástæðan til þessa manngreinaálits höf. virðist nokk- uð flausturlega hugsuð. — Því hr. P. J, sýnir alls ekki fram á það sje mótstöðumönnum hans að kenna þó hinn umræddi kaupskapur verði jafnan svo tortryggilegur, þegar farið er að tala um hann og rekja hann til rótar. — Þvert á móti virðast þessi ummæli miða til þess að sannfæra þá, sem áður ekki vissu það, um hitt, að umboðsmannaverslunin hans standist illa að skoðast óhlutdrægt, og ræðast með skynsamlegum rökum. — Þessi höf. fullyrðir því næst að það sje »auðsæ hugsunarvilla og mótsögn hjá Dagskrá, að gjöra mun á óþekktum umboðsmönnum hvort heldur þeir starfa fyrir kaupmenn eða kaupfjelög«. — Þessi staðhæfing höf. um hugsunarvillu og mótsögn« hjá þeim sem er á öðru máli en hann, er eitt af því sem fer honum svo illa; því hann gjörir ekki minnstu tilraun til þess að sýna fram áaðsvosje. Fyrst og fremst hefur Dagskrá alls engan tnun gjört á dugnaði eða trúmennsku umboðsmanna yfirleitt, heldur einmitt skýrt tekið fram að engiti ástæða væri til þess að öllu óreyndu að ætla einn þeirra betri en annan. En þar á ofan var alls ekki nein deila um það hvernig velja skyldi umboðsmenn, heldur aðeins verið að leiða rök að því að afstaða kaupmanna gagnvart um- boðsmönnum á erlendum markaði, væri önnur en af- staða kaupfjelaga gagnvart verslunarerindreka þeirra. Kaupmaðurinn pekkir optast umboðsmann sinn persónu- lega, kaupfjelagar þekkja sinn fæstir eða engir. Kaup- maður er kunnngur mismunandi verðlistum stórverslana, og er sjálfur optast verlsunarfróður maður — en al- mennur kaupfjelagagi er hvorugt. — Og þegar munur verður gjörður á öðrum lið erindrekaverslunarinnar, kaupmanni á einn veg, kaupfjelaga á hinn, er rjett að gjöra mun á kaupskap beggja, þó þeir versli báðir með millilið er nefnist untboðsmaður, og þetta væri meira að segja rjett þótt báðir hefðu sama erindrekann. Svo einfalt mál ætti hr. P. J. þó að geta skilið, og er hrein furða að hann skuli bjóða almenningi jafn fánýtar röksemdir, í verslunarmálinu sem þessi er. Höf. leggur síðan út af því að Dagskrá vildi sýna fram á að nmboðsmannaverslun sú sem hjer er rætt um Hegði einokunarbönd á markað kaupfjelaganna, en ekki verður sjeð að höf. t'afi hrakið eitt orð af því sem blað- hefur sagt um þetta atðiði málsins, — - Hr. P. J. hyggur það nægilegt til þess að sanna sitt mál, að fræða menn um að »flest kaupfjelög« hafi um næstu undanfarin ár verið að kalla eða alveg skuld- laus við umboðsmenn sína í árslok. Við þetta er fyrst

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.