Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 10.04.1897, Blaðsíða 6

Dagskrá - 10.04.1897, Blaðsíða 6
282 Tvö kvæði. Eptir St. St. I. Heillaósk. Ei handa þjer beðið um guðsblessun get Nje geðþekkni manns, Því þú yrðir fjepúki, frændi minn, þá Og fordómur lands. Jeg óska’ að þú fáir af skorti þinn skerf, Af skömmunum nóg. En lifir svo allt saman ólánið dautt Og óvildar róg. II. Sumardagurinn fyrsti. Þegar þiðnar í flóum. Til þíðviðra lopt hefur breyttst. Þegar þungum úr snjóum Er þrælsband af jörðinni leyst; Þegar ráð villtra raknar Ur raun, sem af vetrinum stóð; Þegar veröldin vaknar A vorin með yngjandi ljóð, Þá er lánsdagur landa Og llfið á jörðunni glatt, Veröld örugg í anda Er orðin og kveður allt satt: »Eg skal fegrast og fríkka Og fella hvert ok mjer af háls, Eg skal betrast og blíkka Uns hvert blóm og hver vængur er frjáls«. Þegar harðýðgin hnígur Og heimskan, þau lýðanna mein, En í stól þeirra stfgur In staðfasta sanngirni ein: Þá 1 lófa þjer lagður Er lánsdagur allra’ og þín sjálfs, Þá er sannleikinn sagður Og hver sál og hver hönd verður frjáls. mr Þeim kaupendum Dagskrár er útsölumenn hafa innsent göggan lista yfir, samkvæmt brjefi dags. 29. jan. þ. á., verdur sent blaðið hverjum fyrir sig hina síðustu póstferð af þessum árgangi. Dagskrá kemur út júnímánuð allan í sama formi sem blaðið á að gefast út í á næsta ári. Þeir útsölumenn sem eptir eiga að senda áskrif- endalista eru vinsamlega beðnir að gjöra það með næstu ferð. Hús kaupist. Laglegt, vel byggt hús á góðutn stað í bænum óskast til kaups strax eða frá 14. maí.* HERBERGI til leigu. Frá 14. maí og frá 1. júlí eru herbergi til leigu í miðjum bænum fyrir góða familíu eða einhleypan mann.* Til heimalitunar viljum vjer sjerstaklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verðlaun, enda taka þeir ölluin öðrum litum fram, bæði að gæðum og litarfegurð. Sjerhver, sem notar vora liti, má öruggur treysta j því, að vel muni gefast. í stað hellulits viljum vjer ráða mönnum til að nota heldur vort svo nefnda »Castorsvart«, því þessi litur er miklu fegurri og haldbetri en nokkur annar svartur litur. Leiðarvísir á íslensku fylgir hverjum pakka. Litirnir fást hjá kaupmönnum alstaðar á Islandi. Buchs-Farvefabrik. Stddiestræde 32. Kjöbenhavn K. The Edinburgh Roperie & Sailcloth Company Limited stofnað 1750, verksmiðjur í LEITH & GLASGOW búa til: færi, kaðla, strengi og' segldúka. Vörur verksmiðjanna fást hjá kaupmönnum um allt land. Umboðsmenn fyrir ísland og Færeyjar: F. Hjorth & Co. Kaupmannahöfn. Fineste Skandinavisk Export Kaffe Surrogat er hinn ágætasti og ódýrasti kaffibætir, sem nú er í versluninni. Fæst hjá kaupmönnnm á Islandi. F. Hjort & Co. Kaupmannahöfn. Orgel Harmonium j fást mjög vel vönduð og með góðu verði. Kaupendur | snúi sjer til undirskrifaðra Brödrene Thorkildsen Aasen pr. Throndhjem Norge.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.