Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 10.04.1897, Blaðsíða 4

Dagskrá - 10.04.1897, Blaðsíða 4
280 Eru þær teknar hjer stafrjett upp með öllum punktum, strykum og öðrum teiknum: »— Herra guð! Jú — þarna kemur það — .... — enn — enn — — Ojæja. — mjer líkar það svona — svona — o. s. frv., o. s. frv., o. s. frv. — var þó saga. Og svo? Ojæja«. Svo margar eru hinar djúphugsuðu athugasemdir höf. um þetta mál, en þess má geta að greinin er alls rúmur dálkur í Fj.k. og í henni 52 þankastryk. Mjög heppilegt væri ef hinn heiðraði höf. vildi koma kongress verður haldinn, svo þau geti haft þankastrykin hans fyrir sjer þegar farið verður að ákveða »stöðu Is- lands í álfunni«. Þessi stryk hlytn að hafa »þankavekjandi« áhrif á hlutaðeigandi diplomata. »Ojæja. Og svo. enn — enn — — Jú — Þarna kemur það -—..........« Þorska-pólitik. Eptir síðustu fregnum frá Bretaþinginu, kváðu lög- gjafarnir þar vera að gamna sjer yfir óskum Islendinga um friðun fyrir »trawl« utan landhelgi. — Ymsir lævísir reikningsmeistarar hjer við Faxaflóa, sem halda að þeir geti fengið breytt þjóðarjettinum sjer í hag, en eru vonlausir um að hægt sje að breyta þeim lögum sem þeir hafa sjálfir atkvæði um, geta tal- ið sjer það til gildis að þeir hafa vakið athlægi víðar heldur en hjer innanlands. Bretar hafa fundið það, eptir því sem sagt er, að það geti verið peningavirði að meiga draga botnvörp- una innan landhelgi, ^en hlutaðeigandi þorsk-pólitikusar hjer heima, hafa ekki getað látið sjer skiljast það. — Þeir hugsa um ekkert annað en það sem engin leið er að fáist — aldrei um hitt sem hægt væri að öðlast, en það gjöra Bretarnir. Eins og áður hefur verið minnst á í Dagskrá, mun þankagangurinn hja hinum framsýnu fiskimálagörpum helst hneigjast í þá átt, að það saki alls ekki, þótt Bretar trawli innan landhelgi, ef Islendingar aðeins hafi engan arð af því, og byggja þeir þetta að líkindum á því, að þorskurinn í sjónum muni styggjast og flýja iniðin, ef hann verði fyrir slíkum nýmóðins veiðibrell- um að ráði og undirlagi þeirrar fyrirhyggju ú landi sem kennd er við nafn hans. — Bretarnir hlægja að þessu, en þeir ættu ekki að hlægja að hinu,— örbyrgð þeirra sem hljóta að bíða sár- asta tjónið af þorska-pólitikinni hjer á landi. Og ef til vill, kemur sá tími, að fólkið sjálft knýi fram opinberar ráðstafanir gegn trawlarafárinu, sem verðskuldi alvarlega eptirtekt útlendinganna. Þessar ráðstafanir verða að miða í þá átt, að nota sjerrjettindi íslendinga innan landhelgi til þess að ná hagnaði af botnvörþunmn í hendur landsmanna. Dagskrá minnir enn á þetta, og lætur sig litlu skipta fíflahróp þéirra sem aldrei hafa getað skilið eða sagt eitt hyggilegt orð um þetta mál. Því þetta er hinn einasti vegur til þess að bjarga hags- munum Islands af skipbroti bátaútgerðarinnar. Ritdómar. Síra Jón Bjarnason, hefur nýlega ritað alllangt mál um Biflíuljóð síra Valdemars Briems, í »Sameiningunni«, og lofar hann þau í mjög háum tónum, sem vonlegt er. — Meðal annars ágætis tekur hann upp erindi eitt úr »Dómi Salomons«, er Dagskrá hefur nefnt í öðru sam- bandi. Það er erindið á bls. 249: »Sei, sei, sei«, og »nei, nei, nei«. Eptir að sira Jón hefur tekið upp fyrri hluta erind- isins orðrjettan, (4 línur), kemst hann ekki lengra fyrir undrun og aðdáun og segir: »Og svo er haldið áfram í sama erindi«. — Þetta er svo að skilja, að sálmahöfundurinn geti jafnvel eþtir að hafa samið slíkt furðuverk sem fyrri hluti erindisins sje, látið eptir sig annað eins meistarastykki sem síðari hluti þess er. Sr. Jón tekur það fram optar en einu sinni, að að- eins fáir skáldandar í heiminuin »þoli samanburð« við sr. V. B., og virðist hann ekki meira en svo þora að nefna Hallgrím Pjetursson og Gerok í því sambandi. En í Kirkjublaðinu hefur ritstj. nýlega borið sam- an list þessa sálmaskálds við rjettlæti Aristidis! r Akvörðunarkenningin. (Ur ritg. eptir Ivar Flem). »Forlagatrúin« er hið algenga nafn á þeirri kenn- ing er segir að allt lífið sje ákvarðað fyrir fram — eða með öðrutri orðum að heimuriun sje háður óbeygjan- legum lögmn naitðsynarinnar. Þannig er steinninn háður þyngdarlögmálinu; hann verður heitur þegar sólin skín á hann og holast

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.