Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 10.04.1897, Blaðsíða 5

Dagskrá - 10.04.1897, Blaðsíða 5
28i af dropanum. Eiginlegleikar trjánna, vöxtur þeirra og líf er komið undir fræinu og þeirri jörð sem því er sáð í, veðráttunni o. s. frv. Alveg á sama hátt ákvarða hinar ytri kringumstæður líf mannsins. Mennirnir eru eins og allt annað bundnir við eðlileg atvik og krapta náttúrunnar. Vjer höfum ekki eitt hár á höfðinu nje eina hugsun í heilanum, ekki neina tilfinningu n.je skynjan, löngun eða óbeit, án þess að þetta allt sje sprottið af sínum eilífu orsökum. Það er engin afleiðing til án orsakar. Þessi kenmng um fasta ákvörðun allra viðburða, telur tvennt, sem ráði eðlisfari mannsins, arfgengi og utanaðkomandi áhrif. Arfgengi mannsins er alviðurkennd að því er snertir ytra útlit og byggingarlag. En er þá nokkur samkvæmni í því að álíta að hin innri bygging mannsins sje ekki einnig í líking við uppruna hans? Nei. Heilinn og taugakerfið hlýtur að þessu leyti að falla inn undir sömu reglu sem hin ytri mynd mannsins. En þess ber einnig að gæta, að það lögmál er al- gilt, að hcefileikar aukast og fullkomnast við œfing kraptanna, og sakir þess uppeldis er maður fær af manni, auk eigin lífsreynslu sinnar, verður reglan sú, að gáfur aukast í ættunum. En auðvitað getur það einnig verið og er mjög algengt, að sama lögmál leiði til þess að ófullkomleikar, brestir gallar og sjúkdómar þróastíþeim meir og meir. Það má svo að orði kveða að heili mannsins sje upphaflega eins og óskrifuð bók. — En smátt og smátt teiknast merki hinna ýmsu skynjana á bókina. Þessar skynjanir eru eins og efni í starfsemi heilans — og þessi starfsemi er algjörlega háð þeim efnum sem heil- inn hefur til að vinna með. Blindfæddir menn hafa ekki hugmynd um liti. — Þeir sem aldrei hafa heyrt neitt, geta ekki hugsað sjer hvað hljóð er o. s. frv. — Og ef manninn vantaði öll skilningarvit, ætti hann ekk- ert sálarlíf. Allar þær ályktanir sem af þessu verða dregnar, leiða oss að þeirri skoðun, að gáfur, lunderni, og ann- að andlegt ástand eins manns, hlýtur að vera ólíkt á- standi allra annara — svo margbreytileg eru hin ytri áhrif og uppruni mannanna, og því er ranglátt að dæma uin mennina frá öðru sjónarmiði. En þessi öfl sem ákveða eðli vort, eru ekki komin frain af tilfelli einu. Þau hafa öll rót sína að rekja til óbifanlega ákveðinna orsaka. Þannig er oss auðvelt að finna hina næstu orsök til þess sem vjer gjörum eða segjum; ennfremur er venjulega hægt að finna þá næstu þar á undan, og sje maðurinn minnugur og greindur, getur hann fundið 3—4 orsakir hverja fram af annari. En svo úr því, fer manni að fatast og síðast týnist sporið. En það er víst og ómótmælanlegt, að orsak- irnar hætta ekki þar sem minnið liættir. — Og væri einhver andi svo skarpskyggn að þekkja allar orsakirn- ar, gæti hann reiknað út hina óorðnu hluti, þá minnstu og mestu, .jafn óskeikanlega og stjörnuspekingar reikna gang himintunglanna. Það er nú auðsætt að þessi kenning skilur hinum frjálsa vilja (»fríviljanum«) ekkert rúm eptir. Því vilji mannsins er háður hugsuninni, en hugsunin er aptur bundin við skynjanir vorar og allt hið ytra og arfgenga sem þær ákvarðast af. En menn eru tregir á að játa þetta, því mönnum virðist niðurlæging í því að hafa ekkert alfrjálst atkvæði um sín eigin verk, orð eða hugsanir. Og menn spyrja forlagatrúarmanninn: Getum vjer þá ekkert gjört sjálfir? Jú svarar hann; vjer getum að vísu sagt að vjer gjörum hitt og þetta sjálfir, c:ns og vjer getum sagt að það sje trjeð sjálft sem vex, vatnið sjálft sem renn- ur o. s. frv. Það er og að vísu munur á manninurn og trjenu — en það er enginn eðlismunur. Maðurinn er aðeins búinn fullkomnari líf-færum heldur en trjeð og því er þetta dæmi tekið hjer til svars þeirri spurning er liggur fvrir. Hin erfiðasta þraut sem þessi kenning á að vinna er mótspyrna þeirra sem krefjast sjálfsábyrgðar manns- ins sem grundvallar fyrir lögum og siðareglum fjelag- sins. — En sje rjett litið á málið verða þær mótbárur þó að engu. — Sjálfsábyrgðartilfinning mannsins er fyrst og fremst alls ekki neitt skilyrði fyrir því að fjelagsvaldið geti boðið og bannað og lagt hegningu við ef út af er brotið. — Fjelagsvaldið skipar fyrir blátt áfram eptir því sem því virðist nauðsynlegt. En í öðru lagi er ábyrgðartilfinning mannsins einungis nokkurs konar hálf- Ijós hugsun sem sprottin er af reynslu hans og annara um hvað rjett sje og hvað rangt sje. Bæði löggjöf fjelagsvaldsins og skoðun einstakl- ingsins, um rjett og rangt, er háð ytri og innri orsök- um, sem eru mönnunum ósjálfráðar. Og það væri jafn- rangt, að gjöra minna úr lífinu fyrir þessar sakir, eins og fella sólskinið í verði fyrir það þótt menn viti að sólin er ekki annað en glóandi eldkúla. Það hefur einatt verið sagt, að trú og vísindi ynnu bæði — þó með tvennu móti sje — að sama takmarki, sem sje að lypta mannfjelaginu á æðra stig og þess vegna ætti ekki að vera nein barátta milli þeirra. — I þessu hlutfalli hlýtur ákvörðunarkenning sú, scm hjer er rætt um, að standa gagnvart trúnni, því þessi kcnn- ing miðar einmitt að því, að færa vísindaleg rök fyrir nauðsyn og gildi hinna helstu, kristilegu siðboða«.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.