Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 10.04.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 10.04.1897, Blaðsíða 3
279 Benedikt Jónssyni á Auðnum verður svarað, (sbr. ísland, tölubl. 14 og 15), og verður þá einnig reynt að skýra í fáum orðum hvert alit Dagskrá hefur á þýðing hinnar uppvaxandi innlendu kaupmannastjettar fyrir þjóðmegun Islendinga í heild sinni, en um það snýst að mestu síð- asti kafli ritgerðarinnar eptir hr. P. J. Þessi heiðraði höf. endar grein sína með því að geta þess til að ritstj. Dagskrár muni í þessu máli vera »máls- færslumaður einhvers sem ekki hafi tima til þess að gefa sigvið umfæðum um verslunarmálið«. —Hann sýnist naum- lega geta hugsað sjer annað en að menn skrifi fyrir borgun eða í einhverju hagsmunaskyni um það málefni. En heldur nú elcki hr. P. Jónsson að það sje kominn tími til þess fyrir hann að líta í kring um sig og sjá hvort meginþorri hyggnari manna í landinu er með honnm eða móti? Mundi ekki eiga vel við að hann rannsakaði fyrst álit almennings um stöðu hans gagnvart herrum sínum og meisturum, umboðsmönnunum ytra, áður en hann dylgir öllu meira um það að mótstöðumenn hans, einn eða annar, muni ekki hafa aðra sannfæring í þessu máli heldur en þá sem verður keypt og seld fyrir peninga? Ef til vill mundi hann þá komast að raun um, að þeir eru fleiri en fáir af góðum mönnum í landinu sem ætla þann líklegri til þess að vera leigður, sem dylur, rang- færir og segir ósatt til bersýnilegra stórhagsmuna fyrir húsbændur sína, heldur en hinn sem segir sannleikann, án þess að það geti verið gjört til hagnaðar neinum ein- stökum manni. Jafnilla tekst honum að því er virðist þar sem hann er að tala um »hugsunarrugling« í ritgerðum Dagskrár. Menn fella sig ekki við þess konar sleggjudóma um skipulega ritað mál, frá þeim sem einmitt eru sjálfir að hringla úr einni endileysunni yfir í aðra, og grauta saman líku og ólíku í eina þvælu, eins og hr. P. J. hefur gjört í svari sínu til Dagskrár. Hitt fyrirgefst honum fremur þó hann hafi hneykslast á útlendri ritgerð eptir honum merkari mann, er Dagskrá flutti í vetur um nýjar kenn- ingar í rúmmálsfræðinni. Hr. P. J. er sem sje ekki bú- inn að ná sjer enn eptir þá nýjung, er hann heyrði fyrir nokkrum árum, að til væri eitthvað sem kallaðist »socialismus« úti í heiminum. Hann heldur síðan að allt sem hann segii og gjörir í hugsuðu samræmi við þá hreifingu sje allt af jafn nýtt og stórskemmtilegt. En komi sá dagur einhverntíma að hann verði fræddur um rúmstigakenninguna, má ætla líklegt, eptir hinni ötulu framgöngu hans í víngarði jafnaðarmennskunnar að dæma, að hin nýjasta nýjung muni bráðlega »starfsetja anda hans«, og er þá ekki loku skotið fyrir að hann komist jafnvel upp úr fjórðu dimensíóninni að sínu leyti jafn- langt fram úr öllum samtímamönnum eins og hann er nú, í jafnaðarmennskudraumum sínum, fjarri þeirri jörð sem hann býr á. Undrun höf. og »vonbrigðum« út af því að ritstj. þessa blaðs hafi tekið þannig í þetta mál, þykir oss ó- þarfi af höf. að blanda inn í blaðagreinar um verslun- armálið, og kjósum heldur að tala við hann í öðru sambandi um það, sem liggur hjer algerlega fyrir utan, þar á með- al bæði »Skútahraun« og annan kveðskap um hugsjón- ir jafnaðarmanna. — Það er allt annað að vera jafnaðar- ! maður á þeim stöðvum þar sem auðsöfn eru til og upp- \ yrkt lönd, eða vera það á Islandi; það tvennt er jafn- | ólíkt og virkileikur er ólíkur skáldskap. En átölum höf. fyrir það að Dagskrá hafi láðst að leita sjer upplýs- inga um umboðsmannaverslunina, og að vjer hötum stungið undir stól ýmsum kunnugleik um það fyrirkomu- lag, álítum vjer ekki þörf á að svara fyr en höf. hrek- ur eitthvað af því sem Dugskrá hefur þegar sagt um þetta mál, eða kemur fratn með eitthvað nýtt sem krefst nýrra sannana af hálfu þessa blaðs. Höf. skjátlast mjög þar sem hann hyggur að Dag- skrá ætli sjer að gjörast fræg fyrir það að sýna fram á að umboðsmennskuverslunin hans er »humbug«, —- því það er auðgert verk fyrir alla sem nokkra almenna þekking hafa og vilja ómaka sig til þess að skoða þetta versl- unartyldur með eigin augum, sjálfstætt og óháð orða- glamri hans eða annara hans fylgifiska. En það mun vera ætlun flestra sem þekkja hr. P. J. persónulega að honum gangi gott eitt til, og því mun hann sjálfur um fram alla aðra fá að bera píslarvættisgloríuna sjer um höfuð fyrir sitt auðtrúa fylgi við hina erlendu grósjera- verslun er hann kallar kaupfjelagsskap, þegar sá tími kemur að almenningur í fjelögunum snýr burt frá þess- um vegi inn á annan sem er hollari fyrir velmegun þjóð- arinnar og einstakra manna. Og sá tími getur verið nálægari heldur en hr. Pjet- ur Jónsson ætlar. Skílnaðurinn og hr. Sigurjón Friðjónsson, Ofannefndum rithöfundi hefur þótt þörf á að skýra mönnum frá því í Fj.k. 14. tölubl. að hann viti ekki hvert gagn Island hefur af því að vera í lögum við önnur siðuð lönd heimsins — og sömuleiðis að honum er ókunnugt um á hvern hátt politiskur aðskilnaður milli Islands og Danmerkur gæti orðið, pegar sá timi kœmi, að hann væri æskilegur og mögulegur. En til þess að bæta þeim upp >lesninguna« sem kynni að finnast þetta fremur lítil tíðindi hefur höf. konfið með eptirfylgjandi mikilvægar röksemdir í skilnaðarmálinu.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.