Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 10.04.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 10.04.1897, Blaðsíða 2
að athuga, að Dagskrá hafði alls ekki byggt . umsögn sína um einokunina á lánunum einum, heldur tekið fram svo skýrt sem verða mátti að skuldirnar í sambandi vid önnur atriði, (sbr. tbl. 36.) gjörðu þessa verslun að ein- okun. Þessi önnur atriði (stöðu umboðsm. gagnvart söluvarningi kaupfjelagsins og atvinnu þeirra af vöru- flutningum) nefnir höf. ekki hjer, og er því í sjálfu sjer óþarft að svara þessari mótbáru hans. En til frekari ut- skýringar á því hve nauða ljett rök hans eru á metun- um, þegar þau eru gagnskoðuð, sýnist rjett að benda á að hr. P. J. gjörir að sínum eigin orðum einmitt hið sama sem Dagskrá hafði sagt um þetta eina atriði, sem hann þykist vera að hrekja. Orð Dagskrárgreinarinnar voru svo: »Umboðsmenn ýmsra kaupfjelaga hjer á landi eru um leið lánveitendur fjelaganna að þeim upphæðum er verja þarf til vörukaupa árlega«. Þessi »ýmsu kaup- fjelög* eru einmitt hin sömu sem P. J. játar að sjeu ekki »að kalla eða alveg skuldlaus« og hin árlegu vörukaup sem Dagskrá nefnir eru einmitt þau kaup sem hr. P. J. segir að sjeu hjá flestum kvittuð við nýár. — Hann ját- ar hjer um leið og hann þykist vera að neita, því þó fjelögin hefðu frá upphafi verið skuldlaus við nýár —- sem þau voru ekki meðan fyrirkomulagið var að kom- ast í sitt fasta, ákveðna horf þá eru hin »árlegu« kaup fyrir fjelaganna hönd gjörð einmitt gegn loforðum um sólu fyrir milligöngu hinna sömu umboðsmanna, eða með öðrumorðum: kaupfjelaginn er árlegaskuldugur um sölu- varning sinn meðan verið er að kaupa fyrir hann á hin- um erlenda markaði. ^ Það væri óviturlegt og ódrengilegt af hverjum sem væri að hælast um þó Islendingar sjeu svo fátækir að þeir geti ekki losast frá einokunarklafa selstöðukaup- mannanna, án þess að versla með skuldum fyrst um sinn. En það getur aldrei sakað þó satt sje sagt um áhrif og eðli þeirra skuldbindinga sem bændur standa í við umboðsmenn sína. eða aðra verslunarburgeisa, og þeir sem vilja gylla það ástand sem er, um skör fram með allskyns yfirdrepsskap, eru síst líklegri til þess að leiða seljendur og kaupendur meðal landsmanna út úr | hinni tortímandi skulda og vöruskiptaverslun, heldur en hinir sem rjett vilja segja. En ein af »sandskóflum« þeirn sem kastað hefur verið yfir sannleikann í verslunarmálinu er þessi mótbára hr. P. Jónssonar gegn því að markaður þeirra kaupfje- J laga sem hjer ræðir um sje bundinn, en ekki frjáls. í Hið næsta sem höf. vill andmæla eru ummæli Dag- skrár um hina ábyrgðarlausu verslun er umb.m. reka á j hættu kaupfjelaganna, en hann er jafn fátækur af sönnun- um hjer eins og annarsstaðar í varnargreininni sinni. Satt í að segja verður naumast kallað að hann segi eitt orð af viti um þetta atriði málsins og tilvísanir hans til annara umboðsmanna sem einnig sjeu ábyrgðarlausir, eða saman- burður hans á þeim kjörum sem bjóðist viðskiptamönnum kaupmanna í Reykjavík og kaupfjelögunum er algerlega úti á þekju. Setning Dagskrár um það, að einokun umb.m. sje ábyrgðarlaus, stendur óhögguð eptir sem áður. Spurn- ingin veltur einungis a því, hvort verslun þeirra geti kall- ast einokun, en rök Dagskrár um það hefur höf. eins og áður er sagt misskilið, rangfært eða vikið þeim af sjer. Svo kemst höf. að því sem er aðalefni þessarar þrætu, frá hans sjónarmiði. Það er þetta, hvort kaupfjelögin eigi a<) leida verslunararðinn inn í landið á ábyrgð al- mennings eða innlend kanpmannastjett eigi að gjóra það á sína ábyrgð. Það er gott og ærlegt af höf. að gefa þessa hreinu yfirlýsingu um aðalmarkmið sitt, en það fer enn svo, að hann styrkir en veikir ekki málstað mótstöðumanna sinna með þessari politisku trúarjátning. Þessi kenning hans um þá nauðsyn er beri til að bæla niður myndan innlendrar kaupmannastjettar í óyrktu, svo að segja óbyggðu landi, sem vantar enn öll aðalskil- yrði fyrir jafhaðarmannaskipan, er hreinn og beinn villu- lærdómur, sem almenningur í kaupfjelögunum verður að hverfa frá svo skjótt sem auðið er, ef íslandi á ekki að verða stórtjón að öllum þeim dugnaði og góða vilja sem margir bestu menn þessa fjelagsskapar óneitanlega hafa sýnt í þá átt að hrífa þjóðina úr okurklóm blóðsugu- prangaranna dönsku. Sje hugsun hr. P. J. rakin út í æsar og heimfærð til umboðsmennskuverslunar Zöllners verður niðurstaðan þessi: Vjer verðutn að forðast að auðsöfn myndist hjer í landinu, en það gjörir ekkert til þó verslun landsmanna safni ógrynni fjár í hendur útlendum millimönnum. Höf. vill láta kaupfjelógin bera alla ábyrgðina af vöruflutningum og verðbreytingum, til þess að komast hjá því að greiða ábyrgðargjaldið, og hindra þannig, að anður safnist á fáar hendur. En hvort þetta sje hyggi- leg meginregla eða hið gagnstæða, mun óhætt að fela öðrum, er standa fyrir utan þrætu Dagskár og hr. P. J. að dæma um, og virðist nóg að benda á það eitt í þessu efni, að vátrygging er notuð um alla veröld gegn allskonar peningahættu, af vátryggendum sem eru mik- ið b.etur staddir og mega mikið betur við peningatjóni heldur en hin ísl. kaupfjelög. — Tilvísun höf. í útlendan fjelagsskap af líku tagi, er jafnljettvæg að sínu leyti eins og röksemdir þær er hann leiðir af hugmyndum jafnaðarmanna úti um heiminn. Hvorugt á lijer við, enda mun erfitt að finna jafnhættu- mikla vörusending gerða á ábyrgð erlendra kaupfjelaga eins og flutning lifandi sauðfjár utan af íslandi. — En til þess að forðast endurtekningar verður það geymt að fara nánar út í samband umboðsmennskuverslunarinnar við skipulagshugmyndir jafnaðarmana, til þess er hr.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.